Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 56
54
látum sorg og vílið víkja,
það ei má iesta mund,
látum sorg og vílið bíða
það ei má skerða gleðistund.
Margs skal minnast, margt skal þakka.
þeim sjómannsfélagsskap,
er nú vér minnumst, félagsbræður,
tuttugu ára starfs,
bræðralag vort tengist fastar
við dáðs og drengleg störf,
látum hatur vonzku víkja,
kærleiks hefjum völd,
látum hatur vonzku víkja,
kærleiks hefjum vinar hönd- M
Heyrið sjómenn, íslands niðjar,
er sækið fram á sæ,
allt sé ykkar afl og iðja
heilbrigt landi og lýð.
Gegnum öldur hafsins víða
lífið speglast skært,
þar má læra margt að skilja
er lífið gerir greitt, ^
þar má læra margt að skilja
í ölduróti bláhafsins.
Formenn lands vors farið heilir
er strönd frá ýtt er knör,
fram til sigurs. heilla landi
íslands vorri þjóð, »4