Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Side 58
sem læknar bezt kærleikans hönd,
nú stígum á stokkinn og strengjum þess heit
að elska heitt land vort og þjóð.
Til heilla þér óskast Dagsbrúnin fríð
um ófarið veraldar skeið,
þú aukist og blómgist á æfinnar leið,
til heilla með starfandi hönd.
:,: Til heilla þér óskast brautunum á
að glóbjartri gleðinnar strönd. :,:
TIL IÐNAÐARMANNAFÉLAGSINS
í REYKJAVÍK
á 70 ára afmælisdegi þess.
Lag: Það skýrt ég pori að skrafa.
Iðnaðarmarinafélag, heims á æfibraut
þú hlaupið hefir skeiðið, sjötíu ára þraut,
unnið margt til frægðar iðnaðarins i skaut,
líkneski fagurt reist Ingólfi Arnar bur.
Félagið lét vel byggja Iðnó, leikhúsið,
til frama, sóma, snilldar leiklistar íþróttum,
Iðnaðarmannaskólann, bygðan af framtaks list,
iðnaðarmönnum til sóma listbraut peir hafa rutt-
Iðnaðarmannafélag. til heilla óskast þér,
allar fram æfibrautir, brautina lýstu vel.