Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Síða 59
57
Til heilla, frama, snilldar, iðnadur blómgist hér,
látið ei hér við sitja, sem komið er fram á veg.
í kvöld hér gleðjumst vinir, ljúfir halir og sprund,
gleðin hér ein skal ríkja, sorgin skal burt pessa stund,
^ því gleðin hún lyftir hærra til dáða við drengleg störf,
hugurinn fær þá vængi, að fljúga um blómanna lönd.
Lag: Hvað er svo glatt.
Við gleðjumst nú, er hér við saman stöndum,
systur, bræður, gleðifundi á.
Litum áfram liðið æfistarfið,
sjötíu ár, sem liðin eru hjá.
kf. Við fögnum pví að mikið hefir unnist
á Iðnaðarmannafélags æfibraut.
Til heilla, sigurs, íslandi til sóma,
dáðrík störf, pau lofa pann sem vann-
Þá við skiljum héðan burt skal halda,
til nýrra starfa lengra fram á braut,
pá strengjum heit að eflast vinnuorku,
nvtt að starfa iðnaðarins á braut,
Heilir bræður, systur, góðir vinir,
verum eitt, pá verður starfið létt-
pví sameinuð við stöndum eins og 'klettur.
sundráðir við falla hljótum skjótt.