Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 60
TUTTUGU ARA AFMÆLISKVÆÐI
MUR arafélags reykjavíkur
I.ag: Myrkva stiginn margur rekur.
Tuttugu ára hátíð höldum
Múrarafélags burðarárið,
minnumst þess að þá hér fæddist
vor múraranna félagsskapur,
sem eflst hefur með visku-festu
til heilla landi, stétt og lynði.
Sameinaðir stöndum bestir,
sundraðir við falla hljótum.
Múrarafélag eflist sóma
visku kærleiks stéttar ljóma,
svo reist verði vel húsin traustu,
hafnarvirki við íslands strendur,
af steini og sementi játni bentu,
með kærleiks visku mtinndóms réttar,
múra þeir vel alt svo slétta
gerið vel með hagleikshendi.
Látum sorg og vílið víkja,
öllum nú ljómi gleðistundir,
ekkert nú má svifta kæti,
hófi þó og skynsemd gætið
í nautn og öllu kærleikslífi,
svo við þurfum ekki að iðrast
fljótræðis og heimsku verka,
gert í blindni, syndavímu.