Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 63
61
Það sorglegt má vera að horfa á það,
standandi á ströndinni lítið þar frá,
þá ástvinur druknar því sund var ei kennt
á uppvaxtarárum þá nema skal flest.
Drangeyjarsund Grettis, stórfrægt það er,
og Erlingur Pálsson sem eftir það lék
að synda úr Drangey beint upp til lands,
:,: hann staðfesti þarna með Grettissund langt
Heill sé nú hverjum þeim hali og fljóð,
sem sundíþrótt þreytir bezt heilnæm og góð,
þá likist þið Gretti sem synti til lands
að sækja sér eld til að tendra sér líf,
það sæmir svo failega hali og sprund.
TIL MAGNÚSAR BERGSSONAR
bakarameistara og hóteleiganda í Vestmanna
eyjum í nóv. 1935.
Á Hótel Bergi í Vestmannaeyjum
gott er að hvílast og dvelja um stund,
þar er fyrsta flokks fæði og yndi
fúslega látið gestum í té.
Það má þakka manni þeim sem stjórnar,
meistara Magnúsi Bergssyni,
sem með háttprýði, ljúfmennsku stjrrir,
allt svo fari þar prýðilega fram.