Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 66
Hagleiksmenn margir voru að vestan,
hér má sízt gleyma Jóni Sigurðssyni,
hetjunni sem að íslands ruddi brautir,
fram til sigurs heilla okkar landi.
Þið hafið í huga bjargráð Vesturlandi,
björgunarskip, til frelsis sjávargrandi.
Fram til sigurs skildinum nú haldið
svo lítinn skaða bíði Vesturlandið. :,:
Vestfirsku fljóðin undurfögru blíðu,
til heilla ég óska ykkur meður mönnum,
:,: fúð eflist og blómgist vizku vinar höndum
kærleiks og trygðar festist ástarböndum.
TIL MILLILANDASKIPSINS GULLFOSS
Gullfoss klýfur hrannar slóð,
frá brjóstum fossar falla,
knúinn vélum höfin óð
ísalands til hafna.
Hlær þá öldur ygla sig
garpurinn föllum knúinn,
með bernsku leikjum höfin óð
heim til íslands snúinn.
Þá stríðið mikla þrengdi að
þjóðar um álfur flestar,