Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 75
73
SÓLARLJOSIÐ HENNAR VINU
Lag: Ég bið um upptöku enn á ný.
Innst inni í sálu þér blikar ljós
indæl vina,
með tindrandi augu og hvellum róm
brosandi leikur þú öll,
á heillastundu komum við að
heilnæmum góðum stað,
þar sem gerð eru heillaverk
sem sameina okkur svo blítt.
Hjartkæra vina, þetta verður að ske,
þú ein kannt að bæta mín hjartans mein,
nú vil ég koma í faðminn,
svo unaðsblíðan arminn,
æ, komdu þá með faðm þinn að ljá
og ljós^þin að tendra mér hjá.
MÓTTÖKUSÖNGUR
Lag: Við'siglu'Kristján.
Velkomnir hér á skemmtifund
hver halur, sprund,
nú gleðín ein má festa'Vnund,
því þetta er"allra'heillastund,
nú hér vér heilsum vinafjöld
með ljúflingsmund.
Já, heill sé hverjum hali, sprund
sem héðan fer með létta ’lund,
sem nægja mætti alla æfistund.