Friðarboðinn og vinarkveðjur - 01.06.1938, Page 76
LAUGARDAGSBIÐIN
Lag: Det var en Lördag Aften.
Það var laugardagskvöld eitt
ég sat og beið þín hljótt.
Þú lofaðir mér að koma þá
en komst aldrei til mín,
þú lofaðir mér að koma þá
en varst laugt burt frá mér,
Þá lagðist ég á bekkinn
og stundi þungan við,
svo fór ég uþp í rúmið
og grátköst hrepptu mig,
og hvert eitt sinn er bankað var
ég hélt það væri þú,
já, hvert eitt sinn er hurðin laukst
ég hélt það væri þú.
:,: Við finnum aldrei rósir
sem rósir þroskast ei, :,:
við finnum aldrei ástina
sem ást er engin til,
við finnum aldrei ástaryl
sem ástin þroskast ei-
:,: Ég sé þig aldrei meira,
ég fæ mér betri vin, :,:
sem ég get elskað treyst og virt
og bregst því aldrei mér- :„