Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 2
Eurovision-undirbúningur í fullum gangi
NÚ AÐEINS Í APPI
OG Á DOMINOS.IS
ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI,
EF ÞÚ SÆKIR
tsh@frettabladid.is
NEYTENDUR Búist er við frekari
hækkunum á pappírs- og prent-
kostnaði á árinu.
„Áður var þetta þannig að menn
voru í viðræðum um verðhækkanir
en nú orðið er þetta bara tilkynnt
fyrirvaralaust,“ segir Eyþór Páll
Hauksson, framkvæmdastjóri Prent-
miðlunar og einn eigandi Umbúða-
gerðarinnar.
Prentmiðlun prentar flestar sínar
bækur í Lettlandi. Að sögn Eyþórs
tekur vanalega um fjórar til fimm
vikur að afgreiða pantanir. Einn
birgir hans segist nú ekki taka við
pöntunum fyrr en í apríl.
Pappírsverð hækkaði mjög í fyrra,
sumar tegundir á bilinu 30 til 60 pró-
sent. Eyþór segist þó ekki búast við
svo miklum hækkunum í ár.
„Það hafa svo sem allir áhyggjur og
líst ekki á blikuna. En ég held að fólk
almennt reikni frekar með að orku-
kostnaður eigi eftir að hækka,“ svarar
Eyþór spurður hvort samstarfsaðilar
hans í Eystrasaltslöndunum séu ugg-
andi yfir stöðu mála í Úkraínu. n
Prentkostnaður
hækkar áfram
olafur@frettabladid.is
NEYTENDUR Matvælaverð hefur
hækkað um 6 prósent frá því að ASÍ
gerði könnun fyrir 11 mánuðum
samkvæmt netkönnun Veritabus í
síðustu viku. Þetta er eins prósents
meiri hækkun en orðið hefur á vísi-
tölu neysluverðs á sama tímabili.
Óverulegar breytingar urðu á mat-
vöruverði á tímabilinu mars til sept-
ember 2021 og er því hækkunin frá
því í september tæplega 6 prósent.
Verð var kannað hjá þremur
verslanakeðjum sem eru með öfl-
ugar netverslanir, Hagkaup, Nettó
og Krónunni, auk Heimkaupa.
Veritabus kannaði verð vörukörfu
sem samanstóð af 26 vöruliðum úr
öllum vöruf lokkum. Karfan var
valin til að endurspegla innkaup
fjögurra manna fjölskyldu.
Hagkaup virðist lítið sem ekkert
hafa hækkað verð síðustu 11 mánuði,
en vegin hækkun verðlags á matvöru
hefur verið 6 prósent.
„Við reynum að vanda okkur í
því sem við erum að gera og erum
ekki með nein brögð til að líta vel út
í einstökum verðkönnunum,“ segir
Sigurður Reynaldsson framkvæmda-
stjóri. Hagkaup taki ábyrgð sína
gagnvart verðlagi alvarlega. n
Matarkarfan ekki hækkað í Hagkaup
frá könnun ASÍ fyrir ellefu mánuðum
Íslendingur í Úkraínu íhugar
að fela sig í Karpatafjöllum
eftir innrás Rússa. Annar
Íslendingur sem býr í landinu
en hefur verið á Íslandi ætlar
að komast eftir krókaleiðum
til Úkraínu og ná þarlendri
konu sinni með sér úr landi.
tsh@frettabladid.is
ninarichter@frettabladid.is
ÚKRAÍNA „Fólk er mjög ótta slegið,
það þykir mjög sér stakt að þeir hafi
bombað alla leiðina í Í va no,“ segir
Örn Pálma son, sem hefur starfað í
Úkraínu frá 2018 við fram leiðslu á
vörum úr endur nýttu timbri.
Örn er í litlu þorpi í vestur hluta
Úkraínu, um 50 kíló metra frá borg-
inni Íva no-Frankívsk sem var eitt
skot mark eld flauga Rússa í gær.
„Af öllum inn fæddum hér var
alltaf rætt um að þetta svæði væri
eitt hvað sem Rússarnir væru ekki
á höttunum eftir og myndu ekki
koma ná lægt af því þetta er svo
ná lægt Evrópu,“ segir Örn, sem er
farinn að íhuga eigin stöðu.
„Mér finnst nú senni legt að ég fari
upp í Karpata fjöll sem eru hérna
að eins í burtu og haldi mig bara
fjarri f lug völlum og her stöðvum.
Ég held að það sé það gáfu legasta
sem maður geri núna. Það eru bið-
raðir fyrir utan banka og bara tó tal
panikk. Það er nú kannski ekki
gáfu legt að vera að rjúka eitt hvað
af stað inn í það.“
Íslendingur sem búsettur er í
Úkraínu en hefur verið á Íslandi
undanfarið ætlaði að fljúga áleiðis
til Rúmeníu í nótt sem leið og aka
þaðan til Úkraínu til að sækja þar-
lenda eiginkonu sína. Foreldrar kon-
unnar sem búa í borginni Dnípro,
þar sem árás var gerð í fyrrinótt,
ætla að sitja sem fastast.
„Staðan í Úkraínu núna er að
unga fólkið er algjörlega að fríka út.
Konan mín hringdi í mig grátandi
í alla nótt,“ segir Íslendingurinn
sem ekki vill láta nafns síns getið, í
ljósi þess að hann segir tengdafor-
eldra sína hafa eldfimar skoðanir á
málinu. „Þau yrðu skotin úti á götu
ef vitað væri að þetta væri þeirra
sjónarmið,“ segir hann.
Íslendingurinn segir úkraínsku
þjóðina klofna í deilunni. „Hugur
margra í Úkraínu er að sitja heima
hjá sér. Ákveðnir aðilar bíða eftir
að Úkraína verði Rússland. En unga
fólkið vill fara í burtu. Meginþorri
þjóðarinnar ætlar að standa og
berjast.“
Hann segir eiginkonu sína hafa
vaknað við gríðarlega sprengingu
í fyrrinótt. „Skotmarkið í Dnípro-
petrovsk í nótt [fyrrinótt] var flug-
völlurinn í Dnípro, en Úkraínuher
er væntanlega með herbúnað þar.
Íslendingurinn segir tengdafor-
eldra sína hafa sagt í mörg ár að ef
Úkraína myndi halda áfram sam-
starfi við NATO og Bandaríkin yrði
allt vitlaust. „Ég er með smá hnút í
maganum eftir hvernig þetta mun
þróast. Átökin munu færast og
dreifast og svæði lokast. En ég ætla
að fara þarna og þrykkja þarna í
gegn, fylla bílinn af olíu í Rúmeníu,
setja brúsa í skottið og eiga nóg til að
komast til hennar.“ n
Íslendingur í Úkraínu segir
fólkið vera mjög óttaslegið
Hagkaup. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Eyþór Páll
Hauksson, fram-
kvæmdastjóri
Prent miðlunar
Örn Pálma son, sem hefur starfað í Úkraínu frá 2018, segir nú algera panikk
vera í landinu. MYND/AÐSEND
Það eru biðraðir fyrir
utan banka og bara
tótal panikk.
Örn Pálmason
Fimm lög etja kappi í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar annað kvöld, önnur fimm lög keppa viku síðar. Keppnin fer fram í gömlu áburðarverksmiðjunni
í Gufunesi og var undirbúningur í fullum gangi í gær þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri og þekktur Eurovision-
aðdáandi, lét sig ekki vanta og tók fullan þátt í undirbúningnum. Aðalkeppnin fer fram á Ítalíu dagana 10. til 14. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 Fréttir 25. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ