Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 26
Mig langaði til að gera eitthvað öðruvísi og bjóða upp á fjölbreytni á tónleikum. Af sögu og söng, drápsmanni og dansi, er yfirskrift tón- leika í Salnum sunnudaginn 27. febrúar klukkan 17.00. Dagskráin er afar fjölbreytt. Kol- beinn Jón Ketilsson tenór syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Edvard Grieg, f lutt verða tvö stutt dansverk eftir Guðna Franzson og dansari verður á sviðinu. Auk þess verður sagt frá sögulegum morð- ingja. Kolbeinn Jón Ketilsson býr í Noregi. Hann hefur sungið mörg stærstu tenórhlutverk óperubók- menntanna, komið fram í óperum á öllum Norðurlöndunum, í Norð- ur-Ameríku og víðs vegar um Evr- ópu og starfað með mörgum þekkt- ustu hljómsveitarstjórum heims. Einnig hefur hann unnið með leikstjórum á borð við Jonathan Miller og Carlos Saura. Auk þess að syngja í óperum kemur Kolbeinn einnig reglulega fram á tónleikum sem ljóðasöngvari og einsöngvari í hljómsveitarverkum. Dans á sviði Um hug my ndina að þessum óhefðbundnu tónleikum segir hann: „Mig langaði til að gera eitt- hvað öðruvísi og bjóða upp á fjöl- breytni á tónleikum. Dagskráin tengist Íslandi og Noregi. Ég syng lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Edvard Grieg við undirleik norska píanóleikarans Thormod Rønning Kvam. Þýðingar Reynis Axelssonar á ljóðum Grieg-söngvanna verðar lesnar áður en lögin eru sungin. Þarna verða einnig frumf lutt tvö stutt dansverk eftir Láru Stef- ánsdóttur við tónlist eftir Guðna Franzson. Fyrri dansinn heitir Yfir hafið og þar getum við ímyndað okkur Ingólf Arnarson og Hjör- leif fara yfir hafið með allt sitt lið. Seinni dansinn nefnist Nýtt líf og túlkar nýtt líf í nýju landi, þegar landnámsmennirnir byrja að koma sér fyrir. Marinó Máni Mabazza er dansari í báðum verkunum.“ Merkilegur maður Sagnaritarinn Þormóður Torfason (1636-1719) fær sérstaka umfjöllun á tónleikunum. Hann bjó mestan hluta ævi sinnar í Noregi, þýddi fornsögur og skrifaði mikið rit um sögu Noregs. „Ævi hans var við- burðarík, hann varð mannsbani, dæmdur til líf láts en var síðan sýknaður. Á tónleikunum bregður Pétur Eggerz sér í hlutverk þessa merkilega manns. Auk þess verður skotið inn örstuttum sögubrotum úr sameiginlegri sögu Íslands og Noregs fyrstu aldirnar eftir land- nám,“ segir Kolbeinn Jón. Hann segist hafa fundið fyrir Býður upp á óvenjulega tónleika miklum áhuga á verkefninu. „Alls staðar þar sem ég hef kynnt það hefur því verið tekið af miklum áhuga.“ Dagskráin verður einnig f lutt í Hofi á Akureyri og í Edinborgar- húsinu á Ísafirði og einnig í Osló og Drammen í mars. ■ Kolbeinn segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á verkefninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Marinó Máni Mabazza dansar í tveimur dans- verkum. MYND/AÐSEND Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Þriðjudaginn 1. mars klukkan 12 mun Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran koma fram á hádegistón- leikum ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Ástin og dauðinn, verða meðal annars fluttar aríur eftir ítölsku tónskáldin Puccini og Verdi. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa yfir í um hálfa klukku- stund. Aðgangur er ókeypis. ■ Ástin og dauðinn kolbrunb@frettabladid.is Verkið Mall, dansgjörningur með lifandi tónlistarflutningi eftir Sögu Sigurðardóttur með danshópnum Forward, verður sýnt í Smáralind á morgun, laugardaginn 26. febrúar, og er hluti af dagskrá Daga ljóðsins í Kópavogi. Verkið hefur verið sýnt í Mjódd og á Danse Festival Barents í Hammer- fest 2019. Forward with dance er danshópur fyrir dansara á aldrinum 18-25 ára, sem hafa góðan grunn í dansi, hafa lokið framhaldsbraut í listdansi og/eða hafa áhuga á að þróa sig sem danslistamenn. ■ Dans í Smáralind Hanna Þóra Guðbrands- dóttir Dansað verður í Smáralind. kolbrunb@frettabladid.is Í næstu viku, föstudaginn 4. mars, klukkan 17-20 verður útsala opnuð í sýningarýminu Open að Granda- garði 27. Sýningin markar einnig fjögurra ára afmæli rýmisins. Yfir 500 verk frá 100 listamönnum verða sýnd í Útsölu! Útsölu! Útsölu! Verkin sjálf verða reyndar ekki til sýnis, einungis útprentaðar myndir af þeim sem verða hengdar upp á vegg. Verkin eru í öllum möguleg- um miðlum: Málverk, ljósmyndir, vídeó, skúlptúr o.s.frv. Sumir lista- menn hafa kosið að sýna eldri lista- verk á meðan aðrir hafa framleitt ný sérstaklega fyrir þessa sýningu. Open hefur boðið þessum stóra hópi listafólks að selja verk á afslætti og stendur útsalan yfir helgina 4.-6. mars. Öll verkin á sýningunni eru seld á góðum afslætti, en rýminu verður skipt upp í fjóra afsláttar- flokka: 25%, 50%, 75% og 2 fyrir 1. Kaup og af hending verkanna fer fram milli kaupanda og listamanns. ■ Útsala á listaverkum Verk eftir Tuma Magnússon. kolbrunb@frettabladid.is Elísa bet Jök uls dótt ir og Steinar Bragi eru til nefnd til Bók mennta verðlauna Norður landaráðs 2022 fyrir Íslands hönd. Hún fyrir skáldsöguna Apríl- sól arkuldi og hann fyrir skáldsöguna Trufl un in. Verðlaun in verða afhent 1. nóv em ber í Hels inki. Um bók Elísabetar Apríl sól ar- kulda segir meðal annars í rökstuðn- ingi dómnefndar: „Elísa bet fjall ar á til finn inga næm an og ljóðræn an hátt um vandmeðfarið efni og gæðir efnivið sinn töfr um sem læt ur eng an ósnort inn.“ Um skáldsögu Steinars Braga Truflunina segir dómnefnd meðal annars: „Spurn ing arn ar sem vakna við lest ur þess ar ar bók ar eru viðamikl ar meg in spurn ing ar, meðal ann ars um vís indasiðgæðið og nú- tím ann.“ ■ Elísabet og Steinar Bragi fulltrúar Íslands Elísabet Jökuls- dóttir ásamt barnabarni sínu tekur við viður- kenningunni. Sigþrúður Gunnarsdóttir hjá Forlaginu var fulltrúi Steinars Braga. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2022 Menning 18FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.