Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.02.2022, Blaðsíða 11
Guðmundur Steingrímsson n Í dag Aðalfundur Sýnar hf. Aðalfundur Sýnar hf. verður haldinn föstudaginn 18. mars 2022 kl. 15:00. Fundurinn verður rafrænn og honum streymt frá Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík, en hluthafar sem það kjósa eru jafnframt velkomnir á fundarstað. Upplýsingar fyrir hluthafa: Heildarfjöldi hluta í félaginu hinn 18. febrúar 2022 er 296.441.474 hlutir og jafnmörg atkvæði. Aðrar upplýsingar: Stjórn Sýnar hf. hefur ákveðið að aðalfundurinn verði rafrænn, þ.e. hluthafar munu taka þátt í fundinum með rafrænum hætti gegnum aðalfundarkerfi Lumi AGM. Rafræn þátttaka mun því jafngilda mætingu á fundinn og veita þátttöku í honum að öðru leyti. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á að sækja fundinn, hvort sem þeir ætla að mæta á fundarstað eða fylgjast með fundinum í vefstreymi, þurfa að skrá sig til að nálgast aðgangsupplýsingar á vefsvæðinu: lumiconnect.com/meeting/syn Skráning fer eingöngu fram með þessum rafræna hætti. Hluthafar eru beðnir um að skrá sig tímanlega á fundinn og eigi síðar en kl. 18:00 þann 17. mars 2022, daginn fyrir fundardag, þar sem ekki er hægt að tryggja aðgang að fundinum berist skráning eftir þann tíma. Þeir sem skrá sig til fundar með rafrænum hætti fá aðgang að streymi af fundinum, geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun eingöngu fara fram í gegnum aðalfundakerfi Lumi AGM. Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins á fundarstað eða taka þátt með rafrænum hætti, geta greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM á tölvu eða spjaldtölvu. Nánari upplýsingar um skráningu á fundinn og rafræna þátttöku verður að finna á heimasíðu félagsins: syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboðum skal skila við skráningu á fundinn á slóðinni: lumiconnect.com/meeting/syn Óski hluthafi eftir að koma máli eða tillögu á dagskrá aðalfundar skal slík beiðni koma fram eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 15:00 föstudaginn 4. mars 2022. Skjöl og tillögur sem lagðar verða fyrir aðalfund verður að finna á vefsíðu félagsins syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt að mestu leyti á íslensku. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn. Sérstök tilnefningarnefnd hefur verið að störfum í samræmi við starfsreglur stjórnar og tilnefningarnefndar. Hluthafar og aðrir sem óska eftir tilnefningu nefndarinnar til framboðs til stjórnar að aðalfundi félagsins hafa átt þess kost að koma áhuga sínum og eftir atvikum framboði á framfæri við nefndina. Skýrsla tilnefningarnefndar er send kauphöll samhliða fundarboði þessu. Tveir stjórnarmanna, Sigríður Vala Halldórsdóttir og Tanya Zharov, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Með fyrirvara um að stjórn staðfesti lögmæti hlutaðeigandi framboða leggur tilnefningarnefnd til að eftirfarandi frambjóðendur, í stafrófsröð, verði kosnir í aðalstjórn félagsins á aðalfundi: Hjörleifur Pálsson, Magnús Geir Þórðarson, Páll Gíslason, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Jafnframt leggur nefndin til að þau Óli Rúnar Jónsson og Salóme Guðmundsdóttir verði kjörin til setu í varastjórn. Eftir sem áður er unnt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm sólarhringum fyrir aðalfund, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 eða fyrir kl. 15 mánudaginn 14. mars 2022. Framboð skulu berast á netfangið: tilnefningarnefnd@syn.is Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum tækifæri til að kjósa tvo af þremur fulltrúum í tilnefningarnefnd. Framboðsfrestur til tilnefningarnefndar er til kl. 15 mánudaginn 14. mars 2021 og ber að skila framboðum á netfangið: tilnefningarnefnd@syn.is Reglur um stjórnarkjör gilda eftir því sem við getur átt um kosningu tilnefningarnefndarfulltrúanna. Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Allar nánari upplýsingar verður að fi nna á heimasíðu félagsins syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur. Aðalfundur og helstu fundargögn verða á íslensku. Stjórn Sýnar hf. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um hvernig skuli fara með afkomu félagsins á reikningsárinu 2021 4. Tillaga um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum 5. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins, sem felur í sér: a) Að lækka hlutafé félagsins vegna kaupa á eigin hlutum b) Að heimila félaginu kaup á eigin hlutum, sem verður viðauki við samþykktirnar. 6. Tillaga um stefnu um arðgreiðslur og/eða endurkaup eigin hluta. 7. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir komandi starfsár. 9. Kosning stjórnar félagsins. 10. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd félagsins í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar. 11. Kosning endurskoðenda félagsins. 12. Önnur mál löglega upp borin. Sýn hf. Suðurlandsbraut 8 108 Reykjavík Sími 599 9000 Kennitala: 470905-1740 Krossgötur. Það orð kom fyrst upp í hugann í gærmorgun. Veðrið var loksins þokkalegt á milli tveggja storma. Heiðskír himinn yfir snævi þakinni jörð. Í kjölfar frétta af afléttingum sóttvarna­ ráðstafana vafraði hugurinn yfir kaffibollanum til baka tvö ár, til febrúarloka árið 2020, þegar fyrsta smitið greindist á Íslandi og blaða­ mannafundur var haldinn sem þróaðist fljótt upp í einhvers konar útgáfu af samkvæmisleiknum „Hver er maðurinn?“. Ég man að mér fannst það smá spaugilegt, þótt tíðindin hafi verið uggvænleg. Og ég hugsaði líka til baka til fyrir­ sagnarinnar í bresku götublaði sem ég rak augun í á ferðalagi um London þá nokkru fyrr, í janúar­ lok, um að „Killer virus“ væri kominn til Bretlands. Ég man að mér fannst það svolítið æsifrétta­ legt. En svo tóku við tvö undarleg ár. Fordæmalausir tímar, var jú sagt, svolítið oft. Minningarnar eru enn í úrvinnslubakkanum í heilabúinu. Maður er enn að melta þetta, giska vankaður; allar þessar nýju aðstæður sem tóku við og hafa verið hluti af daglegu lífi í þessi tvö ár. Maður að tala við vin á förnum vegi í roki og passa sig á að fara ekki nær honum en tvo metra. Maður að tala við fólk af svölunum í sjálfskipaðri sóttkví í fyrstu bylgju. Maður í jólabúbblu. Maður að ferðast innanhúss um páskana, að kaupa mat fyrir smitaða vini og setja á útidyratröppurnar, að gúggla muninn á KN95­grímum og FFP2­grímum, að uppgötva með sjálfum sér nýyrðið cóviti á sama tíma og allir aðrir. Að hætta við matarboð út af því að samkomu­ takmarkanir fóru niður í 10. Að horfa á upplýsingafund. Krossgötur. Í þeirri sömu andrá og hugurinn vafrar ljúfsár en von­ góður um þessi furðulegu tvö ár sem liðin eru í heimsfaraldri — á þessum ánægjulegu tímamótum afléttinga — kallar annað óneitan­ lega á athyglina líka á þessari stundu, svo tilfinningarnar eru æði blendnar. Það er erfitt að átta sig á í hvorn fótinn eigi að stíga, tilfinn­ ingalega. Er bjartsýni viðeigandi? Svartsýni? Von eða böl? Pútín þurfti semsagt endilega að ráðast inn í Úkraínu. Hann þurfti að fara í stríð. Heimsfaraldrar og stormviðvaranir koma og fara en vænisjúkir einræðisherrar virðist alltaf vera hluti af tilvistinni, með tilheyrandi kvalræði og óskunda. Mikið væri gott ef hægt væri að aflétta þeim líka með minnisblaði. Í þessu tvíþætta tilfinninga­ ástandi á tímamótum, milli vonar og ótta, rennur vissulega að manni sá grunur að krossgöturnar séu ekki einungis sálarlegar í hugar­ fylgsnum einstakra manneskja heldur séu þær beinlínis veraldar­ sögulegar. Getur verið að heims­ myndin sé að þróast beint fyrir framan nefið á okkur og tímarnir sem við lifum séu örlagaríkari en maður hefur gert sér í hugar­ lund? Upp úr heimsfaraldri rís vönkuð veröld en að mörgu leyti sameinaðri en nokkru sinni fyrr, eftir viðureign við sameiginlegan fjanda. Á meðan á því stóð hrikti vissulega í alls konar stoðum, en Evrópusamstarfið til dæmis stóðst raunina og Bandaríkin liðuðust heldur ekki í sundur. Langt er síðan vestrænar þjóðir hafa talað svo einróma, birst svo sameinaðar, eins og nú gagnvart innrásar­ tíðindum vikunnar. Á sama tíma berast fregnir af því að almenningur í Rússlandi skilji hvorki upp né niður í leiðtoga sínum. Þrátt fyrir allt hafi Pútín verið talinn raunsær, varfærinn og klókur og því ekki í takti við ímynd hans heima fyrir að efna til væringa gagnvart friðsamri frændþjóð, allsherjarstyrjaldar með loftárásum, skriðdrekabrölti og dauðsföllum. Á fólk að senda börn sín á víglínu út af þessu? Og til hvers? Markmiðið er óljóst. Fólk er ringlað. Hvað hyggst Pútín fyrir með Úkraínu að þessu loknu? Kemur þá ekki á daginn, við frekari lestur fregna, að hvíslað hefur verið um það undanfarið að hinn mikli leiðtogi, svokallaði, hafi í heimsfaraldrinum einangrað sig meira en góðu hófi gegnir. Hann hafi þróað með sér alls kyns rang­ hugmyndir og fjarstæðukenndar söguskýringar í sóttkví. Auðvitað bara kenning, en kannski ekki ólíkleg. Fáir skilja hvað býr að baki þessum stríðsrekstri. Að skilja þennan harmleik virðist snúast um að skilja Pútín. Og kannski bara gekk hann sem sagt af göfl­ unum í heimsfaraldri. Þá leyfist manni að vona. Kannski mun almenningur í Rúss­ landi loksins rísa upp og steypa yfirboðara sínum af stóli. Þetta eru möguleikarnir: Mun upp úr þessum væringum rísa mannkyn sem vill fagna árangri af samstíga viðureignum við sameiginlegar hættur – og ekki mun þær skorta á 21. öldinni – eða mun rísa upp úr þessu brölti einhvers konar skot­ grafa kraðak, þar sem þjóðir stinga augun hver úr annarri í vitfirrings­ legu styrjaldarbrölti af engum augljósum ástæðum og með ekkert að markmiði nema tómið? Ég held hið fyrra, en óvissan er megn. Því, krossgötur. n Hvað gerist? Í þessu tvíþætta tilfinn- ingaástandi á tíma- mótum, milli vonar og ótta, rennur vissulega að manni sá grunur að krossgöturnar séu ekki einungis sálar- legar í hugarfylgsnum einstakra manneskja heldur séu þær bein- línis veraldarsögulegar. FÖSTUDAGUR 25. febrúar 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.