Eldhúsbókin - 10.09.1959, Blaðsíða 1
129
S E P T E M B
2. árgangur.
1950
Vtgefandi: Heimilisbókaúlgáfán h.f., Austurslræti 1. — Sími 24666.
ÁbyrgSarm.:
Jón Alexnndersson
PrentaS i
Stórholtsprenti h.f.
f—-----------------—---------"N
FEGHUM QG
SMYETSMG
«-----------------------------j
Hár yðar er vitnisburður heilsufars og mælikvarði fegurðar.
HÉR fara á eftir nokkrar leiSbeining-
ar um hvernig öSlast má fagurt og
ræktarlegt hár.
Sp. Hversu fljótt vex hárið?
Sv. 1—2 cm. á mánuði, ca. 15 cm.
á ári.
Sp. Geta vissar hárgreiðslur skaðað
hárið?
Sv. Já. Mjög sítt þykkt hár getur
valdið því að hárið fari að þynn-
ast, hár sem er stýfreyrt í stert
og strengt í stóra hnúta getur
einnig farið að þynnast.
Sp. Ræður andlitslag úrslitum um
klæðilegustu hárgreiðsluna?
Sv. Nei, ekki eingöngu, persónuleiki,
líkamsvöxtur og hártízka hafa
sitt að segja (margar stúlkur
klæðir alls ekki að greiða hár
sitt í lokka, hversu klæðileg sem
sú hártízka getur verið út af fyrir
sig). 1 stórum dráttum er and-
litsfall þó réttur leiðarvísir. Sjá
meðfylgjandi myndir.
Sp. Hvaða greiðslu hártízkunnar núna
getur maður auðveldlega haldið
við sjálf?
Sv. Greiðsla sem er slétt á kollinum
og niður með vöngunum, er l'ð-
ast upp rétt neðan við eyrna-
snepilinn í stórum miúkum —
hringlokkum — Lagningin er
mjög viðráðanleg. Snúið liárinu
upp á stærstu gerð af rúhúm, 3
ofan á kollinum og a.m.k. 6 að
neðan. Greiðið síðan úr því beint
upp og aftur. Úðið það með festi-
vökva (spray) .Þessi greiðsla er
sígild og ávallt falleg.
Sp. Getur maður bætt úr „vandræða-
hári“ með því að bursta það nógu
kröftuglega og lengi?
Sv. Nei. Hársérfræðingar halda því
fram, að feitt hár t.d. skuli ekki
bursta kröftuglega, burstið það
svo, létt að burstinn snerti ekki
hársvörðinn. Það hreinsar hárið
og dregur úr fitunni. En ef þér
hafið þurtt hár skuluð þér bursta
það mikið og oft.
Sp. Er ekki ónauðsynlegt að marg-
skola hárið eftir sápuþvot';?
Sv. Nei, það er einmitt galdurinn við
gljáandi fagurt hár. Þótt þér
haldið að þér hafið skolað burt
allt sápulöður, haldið áfram að
skola það aftur og aftur, vegna
þess að hið minnsta sápulöður
sem hárið er látið þorna í gerir
það matt og eyðileggur gljáa
hársins.
Sp. Ilvernig getur maður haldið hárs-
verðinum fullkomlega heilbrigð-
um?
Sv. Með reglubundnu nuddi en það
gerið þér á þann hátt, að bér
haldið fingrunum föstum á hárs-
verðinum og ýtið fast niður mc*ð
hringhreyfingu, hreyfið fingurna
ekki fram og aftur heldur þrýstið
þeim niður stað úr stað á höfð-
inu, þannig að þér finnið hör-
undið hreyfast imdir fingrunnm
og verða heitt og lifandi. Agætt
ráð er líka að toga í lokk og
lokk um allt höfuðið það kemur
blóðrásinni í gang út um allt hár-
æðakerfið. Losið yður við nlla
flösu, ýms ágæt meðul eru nú fá-
anleg til þess í lyfjabúðum.
Sp. Vex nýtt hár eftir hárlos'’
Sv. Já, hárlos orsakast venjulega af
fjörefnaskorti, veikindum eða hjá
konunni þegar hún er vanfær.
Þegar þessi tímafyrirbæri eru
yfirstaðin, fer hárið ao vaxa afíur
á eðlilegan hátt. prh.