Eldhúsbókin - 10.09.1959, Síða 6
TÍZK USÍÐAN
PARÍSABTÍZKAN HAUSTII) 195 9,
Höfuðreglan, sem allt byggist á er þessi:
Frjálsar og eðlilegar línur, sem
fylgja línum líkamans og verkar
mjúkar og yngjandi. Forðast eftiröp-
un á stíl fyrri tíma, hver svo sem
hann er. Tízkulínan á umfram allt að
vera kvenleg seiðandi og ung.
GAMLA FÍNA DRAGTIN okkar með
stoppuðum öxlum, sem búin er að
hanga inni í klæðaskáp máske árum
saman, dæmd algjörlega ónothæf
„gamaldags og ósmart“, getur risið til
vegs og virðingar aftur með ofur-
lítilli hugkvæmni eigandans. Hér
sjáið þér hvernig hægt er að fá úr
henni kjóldragt samkvæmt nýjustu
tízku.
Sprettið axla- og ermasaumum,
takið burt axlarstoppið. Saumið svo
axlasauminn skáhalt niður, hækkið
ermina á háöxlinni, þrengið hana og
styttið í hina nýju 7|8 lengd. Þrengið
pilsið og látið hliða-saumana smá-
þrengja pilsið niður að faldi og stytt-
að það.
Þá er aðeins eftir að stytta jakkann
og þegar þér svo fáið fallegt leður-
belti í mittið, hefur dragtin og þér
með yngst uin 10 ár.
SmáatriSi tízkulínunnar, sem tízku-
konungunum kemur öllum saman um:
Ermar: Víðar, oft bogamyndaðar
aldrei Iangar (að úlnlið). Breiðari
axlir en í fyrra, og mittið á réttum
stað og pilsin rétt þeki hnén.
Ermar leika stórt hlutverk í tízk-
unni, víðar, oft plisseraðar eða mjög
víðar ofan við olnboga eins og bjöll-
ur axlar og ermalína ávöl og þegar
þær eru ísettar, er saumurinn oft
langt fyrir neðan öxl. Hlutverk erm-
anna er að mynda áhrifamikla and-
stæðu við mjótt mittið, sem afmark-
að er á sínum eðlilega stað einkum
á kjólum, en einnig á kápum og
drögtum. Ýmiskonar axlaslög, stórir.
,,Berthá“kraga, rómantískir stórir
pífukragar, einkenna kjóla- og kápu-
tízkuna.
Belti eru í algleymingi. Leðurbelti
við dagkjóla og pils, við fínni síð-
degiskjóla eru beltin liöfð úr sama
efni og kjóilinn og á samkvæmiskjól-
um (nú meir og meir hafðir sólfríð-
ir) er mittið strengt breiðum beltum
og vöfum sem oft ná upp undir brjóst
og lyfta barmlínunni.