Fréttablaðið - 09.03.2022, Blaðsíða 38
Ábyrg framleiðsla
Við hjá Nóa Síríusi erum það lánsöm að hafa
verið samferða þjóðinni í rúm hundrað ár og
súkkulaðið okkar hefur löngum verið hluti af
gleðistundum hennar. En þar sem það er víst
ekki heiglum hent að rækta kakóbaunir hér á
norðurhveli jarðar þá eru kakóbaunirnar sem
verða að uppáhalds súkkulaðinu þínu
ræktaðar á Fílabeinsströndinni.
Framleiðslu í fjarlægum heimshluta fylgir
mikil ábyrgð og rétt eins og við leggjum kapp á að tryggja okkar eigin starfsfólki gott vinnu-
umhverfi, þá viljum við stuðla að bættum
lífskjörum kakóbænda og kakóræktarsam-
félaga. Með því erum við hluti af því verkefni
að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til
framtíðar og komum í veg fyrir beiskt
eftirbragð misnotkunar á vinnuafli og slæm-
rar umgengni við náttúruna.
Betri heimur með
hverjum bita
Þannig gleður þú ekki bara bragðlaukana
þegar þú færð þér uppáhalds Síríus súkku-
laðið þitt, þú bætir líka heiminn örlítið með
hverjum bita. Frá árinu 2013 hefur
uppáhalds Síríus súkkulaðið þitt nefnilega
verið vottað af samtökum sem nefnast Cocoa
Horizons. Það þýðir að kakóhráefnið í súkku-
laðið er ræktað á ábyrgan hátt með sjálfbærni
að leiðarljósi.
Augljós uppruni
Nei, þetta er ekki of gott til að vera satt.
Nýjasta tækni sér til þess að við getum rakið
baunirnar til ákveðinna kakóræktarsamfélaga
sem tryggir að hráefnið sem fer í allt Nóa
súkkulaði er vottað. Cocoa Horizons eru
sjálfstætt starfandi samtök sem eru með
höfuðstöðvar í Sviss en þarlend stjórnvöld sjá
um árlega úttekt á störfum þeirra og framvin-
duskýrslum.
Enn betra súkkulaði
Þú átt þá kröfu að það hráefni sem fer í
uppáhalds súkkulaðið þitt sé ræktað við
mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki
jarðar. Hafðu það í huga næst þegar þú færð
þér bita af gómsætu Síríus súkkulaði – við
erum sannfærð um að það muni smakkast
jafnvel enn betur.
Fyrir umhverfið
Bændur eru aðstoðaðir við að auka
fjölbreytileika uppskerunnar og nýta land sitt
betur. Það er mjög mikilvægt því gamaldags
ræktunaraðferðir ýta undir einhæfa flóru og
draga úr frjósemi jarðvegsins. Þetta veldur
því að sækja þarf á nýjar lendur og oft eru það
regnskógarnir sem þurfa að víkja í þessari leit
að nýju ræktarlandi. Umhverfisáhrifin af
þróaðri ræktunaraðferðum eru því afar
jákvæð þar sem þau draga úr eyðingu
regnskóga og ýta undir fjölbreyttara lífríki á
svæðinu. Hráefnið í súkkulaðið þitt er þannig
framleitt á eins umhverfisvænan hátt og
kostur er.
Í sátt við samfélagið
Lífsafkoma fjölskyldna á kakóræktarsvæðu-
num er viðkvæm, enda atvinnustarfsemin
einhæf og hefur verið fyrst og fremst í
höndum karla. Þessu viljum við breyta.
Þannig hefur valdefling kvenna á kakóræk-
tarsvæðum verið sett á oddinn, m.a. í því
skyni að stuðla að auknu öryggi í tekjuöflun
heimila. Annað mikilvægt atriði þegar kemur
að lífsgæðum er menntun en í dag gengur um
helmingur barna á svæðunum í skóla. Efling
skólastarfs hefur þegar skilað miklum árangri
og stefnan er sett enn hærra.
Auk ofangreindra atriða má nefna verkefni
sem tryggja öruggara neysluvatn og bætt
aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þú getur því
verið viss um að hráefnið í þitt Síríus súkku-
laði var búið til í sátt við samfélagið með það
að markmiði að auka almenn lífsgæði.
Bændum er hjálpað við það verkefni að auka
fjölbreytileika uppskerunnar og nýta land sitt
betur.
Þegar kemur að nærsamfélaginu þá vinna
samtökin náið með samfélögum kakóbænda til að
auka almenn lífsgæði.
Cocoa Horizons samtökin hafa staðið að
valdeflingu kvenna á þeim svæðum þar sem þær
stunda kakórækt.
Kakóhráefnin í súkkulaðið frá Nóa Síríus eru
ræktuð með sjálfbærum hætti á Fílabeinsströnd-
inni.
Allt kakóhráefni í Síríus súkkulaðið
þitt er ræktað á ábyrgan hátt með
sjálfbærni að leiðarljósi
Gerum gott saman
til framtíðar!
Í SÁTT VIÐ
SAMFÉLAGIÐ
FYRIR
UMHVERFIÐ
BETRI
HEIMUR
AUGLJÓS
UPPRUNI
ÁBYRG
FRAMLEIÐSLA