Eldhúsbókin - 10.09.1983, Blaðsíða 4
Soðinn fiskur með eggjahrísgrjónum
Sjóðið fiskinn á venjulegan hátt og raðið fiskstykkjunum fallega
á fat ásamt eggjahrísgrjónum og sítrónubátum.
Eggjahrisgrjón: 2 dl hrisgrjón eru soöin eftir leiöbeiningum á
pakkanum. SaxiÖ 2 harösoöin egg og hrœriö peim saman viö hris-
grjónin ásamt 2 msk af kapers og smáttsaxaðri steinselju.
FISKUR
Soðinn fiskur vekur ekki alltaf hrifningu þegar hann er borinn fram.
En ýmislegt má gera til að hann verði meira spennandi. Hér kom-
um við með nokkrar uppástungur sem velja má úr.
Fiskisúpa
3 saxaðir laukar, 3 msk matarolía, 4 kartöflur, 1 lítri vatn, 1 dós
niðursoðnir tómatar, 2—3 fisksoðteningar, salt, pipar, 300—600 gr
fiskflök, dill eða steinselja.
Látið laukinn krauma f matarolíunni, þar til hann er mjúkur en
gætið þess að dökkni ekki um of. Afhýðið kartöflurnar og skerið
þær í sneiðar og setjið þær í pottinn ásamt innihaldinu úr tómat-
dósinni. Setjið vatnið og soðteningana saman við. Kryddið með salti
og pipar. Látið suðuna koma upp og setjið þá fiskstykkin út í.
Stráið dilli eða steinselju yfir. Borið fram með brauði.
Soðin fiskflök með graslaukssósu
Ca. 600 gr fiskflök, </> tesk salt, 2 dl fisksoð, 2 msk hveiti, 2 dl rjómi,
salt, pipar, 2 tesk vinedik, i/2 dl smáttklipptur graslaukur.
Stillið ofninn á 225° C. Skerið fiskflökin i bita og raðið þeim í
smurt eldfast mót. Stráið salti yfir. Setjið álpappír eða lok yfir
mótið. Soðið f 20—25 mín. Einnig má sjóða fiskinn í potti á venju-
legan hátt. Setjið 2 dl af fisksoði í pott og látið suðuna koma upp.
Hrærið hveitið út í rjómann og hrærið það saman við fisksoðið.
Látið sósuna sjóða í 3—5 mín. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið
jafnvel örlítinn sykur saman við. Hellið sósunni yfir fiskinn og
berið soðnar kartöflur með.
Fiskpottur
300 gr fiskflök, salt, pipar, sitrónusafi, 2 gróft saxaðir laukar, 1 grœn
paprika, 1 msk smjör eða smjörliki, 1 dós niðursoðnir tómatar, 11/2
dl fisksoö (fiskteningur) 1 litil dós niðursoðinn mais, salt, pipar,
i/2 tesk estragon, dill.
Skerið fiskflökin f fremur lítil stykki. Stráið á þau salti, pipar og
sítrónusafa. Látið lauk og papriku krauma x smjöri eða smjörlíki
f ca. 5 mín. Setjið þá saman við tómatana ásamt tómatleginum og
fisksoðið. Látið sjóða f 2—3 mín. áður en fiskstykkin eru sett f
pottinn. Soðið þar til fiskurinn er gegnsoðinn þá er mafskornunum
bætt í. Bragðbætið með salti og estragon. Setjið tómatsósu saman
við ef ykkur finnst þörf á. Stráið dilli yfir. Borðað með soðnum
kartöflum. Jafna má soðið í pottinum með hveiti ef þið viljið hafa
sósu.
Fiskur í ofni
600 gr fiskflök, 1 dós niðursoönir tómatar, 23 gr brcett smjör, 1
saxaður laukur, hvitlauksduft, rasp, salt, pipar, basilikum.
Látið renna af tómötunum og setjið þá í botninn á nokkuð djúpu
eldföstu móti. Skerið fiskflökin í stykki og raðið þeim ofan á. Hrær-
ið saman brætt smjör, lauk, hvítlauksduft, rasp, salt, pipar og basil-
ikum og smyrjið því ofan á fiskstykkin. Sett í 200° C heitan ofn
í ca. 30 mínútur.
Marga góða rétti má búa til úr soðnum fiskafgöngum, svo paö er
um að gera að fleygja aldrei fiskleifum, pó litlar séu. Þær má geyma
i frysti, safna par saman og pegar nóg er komið má útbúa eitthvaö
verulega gott.
Fiskgratin
Ca. 600 gr soðnar fiskleifar, smjörlíki, 3—4 msk hveiti, 6—7 dl vökvi
(fisksoð 4. rjómi) salt, pipar, sítrónusafi, dill, 2 eggjarauður, t/2 dl
rifinn ostur.
Skraut: Grænir paprikuhringir, rcekjur, dillgreinar, sitrónusneiðar.
Setjið fiskinn f smurt eldfast mót. Búið til sósu úr smjörlíki,
hveiti og vökva. Bragðbætið með salti, pipar, sítrónusafa og dilli.
Hrærið eggjarauður og ost saman við. Hellið sósunni yfir fiskinn
og bakið hann í 250° C heitum ofni í 10—15 mfn. Skreytið með
papriku, rækjum, dilli og sftrónusneiðum. Soðnar kartöflur borð-
aðar með.
(Framh. á bls. 70)
68