Eldhúsbókin - 10.09.1983, Blaðsíða 5

Eldhúsbókin - 10.09.1983, Blaðsíða 5
Siðsumar- MATUR Það er kannski tceplega hœgt að kalla septembergrcenmetið siðsumarmat, fremur haustmat, en það er nokkuð erfitt að skilj- ast við sumarið og grænmetisgnóttin held- ur manni við efnið. Nýjar, soðnar kartöflur með örþunnu hýðinu á eru sannkallað lostæti. Það þarf ekki neitt annað með þeim en smjör, t.d. brætt smjör með jurtum. Það er hægt að hafa kartöflurnar sem sérstakan rétt, en einnig sem meðlæti með mat. Léttsoðið grænmeti með bræddu smjöri eða þeyttu er girnilegur matur, eitt sér sem léttur málsverður, sem forréttur, eða með mat, t.d. glóðarsteiktu kjöti, matreiddu á ein- faldan hátt. Salat úr kinakáli ætti að vera vel þegið. Þessi skemmtilega salattegund býður upp á marga möguleika. Grænmetis- súpur geta verið margvislegar. Hér fylgir uppskrift að soði, með léttsoðnu grænmeti. Rett eins og aðrir grænmetisréttir sómir súpan sér vel sem léttur málsverður, eða sem forréttur. Gott brauð, ekki sizt heima- bakað, gefur súpunni sérstakan glæsibrag. Góða skemmtun! Soðnar kartöflur með jurtasmjöri Glænýjar kartöflur með örþunnu hýði eru viðkvæmt grænmeti sem þarf að með- höndla af natni. Kartöflurnar eru oftast litlar og þær þurfa aðeins skamma suðu. Löng suða gerir þær of mjúkar og bragð- lausar. Setjið þær í sjóðandi vatn og látið þær sjóða í um 15-20 niíri., eða þar til þær eru mjúkar í gegn, eftir að hafa þvegið þær vel. Látið vatnið renna af þeim og berið þær fram með smjöri, t.d. smjörinu sem er lýst hér á eftir. Það nægir handa um fjórum. 150 gr smjör /i dl olía, gjarnan ólífu- eða sólblóma- olía 1 vænt knippi graslaukur, fínsaxaður 1 vænt steinseljuknippi, fínsaxað 1 hvítlauksrif, ef vill, fínsaxað 1 tsk timjan nýmalaður pipar og nýrifið múskat 1 Hitið saman smjör og olíu. Þegar smjör- ið er bráðnað, bætið þá jurtum, hvítlauk og kryddi t. Látið allt hitna og berið síðan fram. Það á ekki að brúna smjörið eða jurt- irnar. Þetta smjör hentar með fleiru en nýupp- teknum og nýsoðnum kartöflum. Það er einnig geysigott með bökuðum fiski og svo með öðru grænmeti. Léttsoðið grænmeti Nýtt grænmeti er mikill herramannsmat- ur. Það er því óþarfi að vera með mikla og margbrotna matreiðslu, þegar það er ann- ars vegar. Það þarf ekki annað en að sjóða það, auðvitað hæfilega lengi, og bera síðan fram með t.d. smjöri, e.t.v. hrærðu smjöri, Sigrún Davíðsdóttir eins og er gert hér. Þið getið notað það sem þið viljið af grænmeti, en smjöruppskriftin er miðuð við fjóra. Hana er auðvelt að stækka ef á þarf að halda. gulrætur blómkál gúrkur spergilkál 1 Hreinsið grænmetið vel. Kljúfið gulræt- urnar að endilöngu, ef þær eru sverar, annars er það óþarfi. Skerið þær í um 3 cm bita eða hafið þær heilar, ef þær eru litlar. Skiptið blómkálinu niður 1 jafnstóra vendi. Afhýðið gúrkurnar, skerið þær 1 um 4 cm bita og hvern bita í fjóra stöngla. Skerið neðan af spergilkálinu, ef það er trénað. Kljúfið stöngulinn með því að skera upp í hann. Skerið stöngulinn og hausinn í ámóta bita, hafið þó stöngulbit- ana minni, því stöngullinn þarf lengri suðu en hausinn. Sjóðið nú hverja grænmetis- tegund fyrir sig, gulræturnar í um 4 mín., blómkál og spergilkál 1 3 mín. og gúrku- stönglana í 2 mín. Látið vatnið renna vel af og berið fram á fati, hverja tegund útaf fyrir sig. Og með þessu er fyrirtak að hafa hrært smjör: 250 gr ósalt smjör (eða venjulegt) 2 msk fínsaxaður graslaukur 2 msk fínsaxaður kerfill, eða steinselja 2 msk sftrónusafi nýmalaður pipar og nýrifið múskat 2 Mjúkt smjörið er hitað í skál yfir heitu vatni, þannig að það mýkist en bráðni ekki. Þeytið það vel og þeytið síðan allt saman við það. Ef smjörið fer að bráðna, setjið þá skálina í kalt vatn eða setjið smjörið í aðra skál og þeytið það áfram. Ef smjörið gleymist á hitanum svo það bráðnar, er samt ekki öll von úti enn, því það er Ijómandi gott brætt. Kínakálssalat meS grænum baunum og sesamfræjum í þetta salat eru notaðar grænar baunir, auk salatsins. Bezt er auðvitað að nota nýj- ar, léttsoðnar og kældar baunir, en annars frystar, þvf enn sem komið er virðist lítið ræktað af baunum hér. Það er hægt að nota grænar baunir eða snittubaunir. Nið- ursoðnar baunir eru mun lakari kostur, þvf þær eru svo mjúkar og hafa misst fersk- leika nýrra bauna. Ef þið náið ekki í nýjar eða frystar baunir, þá er betra að sleppa þeim. Sesamfræ eru gjarnan notuð í eða utan á brauð, en þau má nota til fleiri hluta. Léttristuð gefa þau salati gott bragð og skemmtilega áferð. Og svo er gúrkan gamalkunna einnig notuð í salatið. 1 kínakálshöfuð 200 gr baunir, nýjar eða frystar 1/2 gúrka, afhýdd 2 msk sesamfræ Sósa: 3 msk olía, gjarnan sólblómaolía 1 msk sítrónusafi 1 fínsaxað hvítlauksrif 1 tsk ósætt sinnep, helzt franskt 1 Hreinsið kálhöfuðið og sneiðið það í þunnar sneiðar. Þá fáið þið mjóar ræmur. Skerið gúrkuna f litla teninga. Ristið fræ- in á þurri pönnu, þar til þau taka lit. 2 Öllu er hrært saman sem á að fara í sós- una. Þeytið í með gaffli svo hún samlagist vel. Blandið grænmetinu saman, hellið sós- unni yfir, stráið fræjunum yfir og berið fram. í stað nýrra bauna eða frystra er hægt að nota þurrkaðar baunir, sem hafa verið soðnar og kældar. Linsubaunir henta t.d. prýðilega. Grænmetissúpa Uppistaðan 1' súpuna er soð. Það er hægt að útbúa úr súputeningum, helzt úr kjúkl- ingasoðteningum. Hafið ekki jafn mikið af teningum og er gefið upp á pakkanum, því ? h þá verður bragðið óþarflega megnt. í soð- inu eru svo nokkrar tegundir grænmetis léttsoðnar. Hér er stungið upp á gulrótum, kínakáli, blómkáli og spergilkáli, en það er hægt að nota fleiri, færri eða aðrar tegund- ir. Aðalatriðið er að sjóða grænmetið stutt, svo það sé enn stinnt. Þá er fyrst sett nt í það grænmeti sem þarf lengsta suðu og svo koll af kolli. 1 1 soð 2 gulrætur 14 hluti kínakálshöfuð 1 lítið blómkálshöfuð 1 spergilkálshöfuð með stönglinum á fínsöxuð steinselja 1 Hitið soðið, hreinsið grænmetið. 2 Sneiðið gulræturnar í þunnar sneiðar. Skerið blómkál og spergilkál f litla bita, skerið kínakálið í þunnar ræmur. Þegar suðan kemur upp á soðinu, bætið þá gulrót- unum í og sjóðið þær í 1 mfn. Bætið þá blómkáli og spergilkáli f súpuna og sjóðið enn f 1 mín. Bætið kínakálinu í og sjóðið í 1 mín. Stráið saxaðri steinselju yfir, eða öðrum kryddjurtum, og berið súpuna rjúk- andi heita fram.

x

Eldhúsbókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.