Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Blaðsíða 5
Sögur og skrltiur.
3
lokið. Ég skal nú grafa skokkinn, svo það komi ekki
óþefur af nonum«.
Larsen náfölnaði líka. Nú virtist kennarinn fara út
og vera í burtu um hálfa klukkustund, Og er hann
kom inn aftur, fóru þau að spjalla um liftryggingu —
og að iðgjaldið hefði verið borgað á síðustu stundu.
Skyldu það þá virkilega vera morðingjar, þessir
húseigendur? Frú Larsen var alveg viss um, að það
var gamli hvíthærði maðurinn, sem hafði verið myrtur,
og hún linnti ekki látum, fyrr en Larsen lofaði að gera
leynilögreglunni aðvart undir eins daginn eftir.
Borgaralega búinn leynilögreglumaður fór með Lar-
sen upp að »villunni', þó að leynilögreglustjóranum
þætti annars mjög svo ótrúlegt, að nokkur fremdi morð
svo að segja fyrir opnum tjöldum. Einnig var ein-
kennilegt, að mannslátið skyldi ekki vera auglýst, ef
að Lönli-hjónin ætluðu að ná í líftrygginguna.
En frú Larsen skildi svo vel, hvernig í því lá. Þau
höfðu orðið hrædd, þegar glæpurinn var framinn, og
létu sér svo nægja í bráðina að fe!a líkið.
Jæja. Það var engin ástæða til að fresta aðíörinni
lengur, Larsen hringdi dyiabiöllunni hjá Lönli, og
hann kom sjálfur til dyra.
»Það heíir einhver verið drepinn með eitri hérna í
húsinu', sagði Larsen stuttur í spuna. »Og nú er
lögreglan hérna«.
í stað þess að hrökkva við og náíölna varð Lönli
allur að breiðu brosi. Svo sagði hann góðlátlega. »Já,
það er víst gagnlaust að þræta fyrir það«.