Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Blaðsíða 11

Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Blaðsíða 11
Sögur og skrísltur. 9 a! sér, þegar þeir vildu sjúga oí lengi, og hún vissi, að þeir höfðu fengið nóg. Hún reiddist aldrei, hirti þá vel og lék sér við þá. Hvolparnir fengu meira að segta að bíta og toga í löngu eyrun á henni, en samt ekki lengur, en henni sjálíri þótti hælilegt, Ef þeir urðu of heiintufrekir og ásæknir, beit hún þá dálítiö óþyrmilega og gekk ósköp rólega burt frá þeim, en hvolparnir skræktu og hrinu hátt og lengi og fannst sér ákaflega misboðiö. Öllum þótti vænt um Ramónu, og það var auðséð, að hún undi sér vel hjá okkur. Hún hljóp um allt og lék sér við hvolpa sína og skemmti sér vel. Það datt engum í hug að hefta frelsi hennar á neinn hátt. En svo skeði óvæntur athurður dag nokkurn. Ná- granni okkar kom og skýrði frá, að Ramóna hefði rétt fyrir augunum á sér bitið til dauðs eina allra beztu hænuna hans, rétt í því hún ætlaði að fara að verpa. í>að væri alls eigi hægt að bæta þetta með peningum, þetta hefði verið svona dæmalaust metfé af kosta-kyni. Maðurinn hélt á hvítri hænu i hendinni, og hún dingl- aði einhvernveginn svo ólánlega fyrir augum okkar. Nú varð harmagrátur og sorg heima hjá okkur, Að hugsa sér, að hún blessuð góða, brúna og fallega Ra- móna skyldi hafa getað framið annað eins glæpaverk, Það var nærri því ótrúlegt, En eitthvað varð til bragðs að taka. Ramóna var tekin i hálsbandið, tri?ninu á henni stungið alveg inn að hænuskrokknum, og svo var hún barin olurlítið með berum höndunum. Tíkin var blíð og auðsveip, eins og hún var vön,

x

Sögur og skrítlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.