Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Blaðsíða 4

Sögur og skrítlur - 15.07.1938, Blaðsíða 4
Sögur og skrftiur. 2 að gizka um fertugt, og hann átti bæði »villuna« og aldingarðinn. Kona hans virtist vera liðlega þrítug, Og þau áttu dálitla sólskinsdrós, sem hét Sólfríður. Og tvisvar þrisvar hafði frú Larsen séð hvíthærðan öldung ganga þar um. En úr samtali varð ekkert, því miður; og frú Larsen andvarpaði í hljóði, þar sero hún sat í lystihúsinu með fullt fangið af rómönum. fað vildi nú samt til, að hún fékk svalað forvitni sinni, og meira en það. Veggurinn milli íbúðanna var svo þunnur, að heyra mátti greinilega orðaskil og mest allt, sem sagt var, ef vel var hlustað. Og Larsen kunni ekki almennilega við það, að Gústafa vildi alltaf sitja fast inn við vegg- ínn; en hann hafði þó a. m. k. frið fyrir henni, meðan nokkur bærði varirnar hinum megin. Eitt kvöld hrökk frú Larsen við og varð náföl í framan. »Flýtt’ þér, Anton, komdu og heyrðu, hvað þau erti að segja«, ’nvíslaði hún. Honum skildist, að þetta hlaut að vera alveg sér- stakt, að þessu sinni, og að vörmu spori lá hann líka með eyrað alveg inn að veggnum og hlustaði af öllum kröftum. ’Eitrið var ágætt«, sagði dimm karlmannsrödd. Það var víst Vestlendingurinn, Lönli. »Guði sé lof, að við erum þá lohsins laus við þenn- an ólukkans gamla þorpara4, sagði bjartari rödd. »Já, það var sveimér ekki of snemmt að okkur hug- kvæmdist að brúka eitrið; en nú er þá þessu loksins

x

Sögur og skrítlur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sögur og skrítlur
https://timarit.is/publication/1668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.