Fréttablaðið - 18.03.2022, Side 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Frumsamin lög við gömul ljóð
vestfirskra skálda er uppistaðan í
tónlist hljómsveitarinnar ÞAU sem
er skipuð listaparinu Rakel Björk
Björnsdóttur og Garðari Borg-
þórssyni, eða Gadda. Sveitin bauð
upp á tónleikaröðina ÞAU taka
Vestfirði í fyrrasumar og í síðustu
viku kom út fyrsta plata þeirra sem
einnig ber nafnið ÞAU taka Vest-
firði og inniheldur tólf lög sem öll
eru samin við gömul vestfirsk ljóð.
„Við Gaddi höfum verið að vinna
saman í alls konar tónlistarverk-
efnum frá því að við kynntumst
fyrir þremur árum í Borgarleikhús-
inu þar sem ég starfa sem leikkona
og Gaddi sem hljóðmaður. Við
erum sálufélagar í lífi og list en
það má segja að samstarf okkar
hafi þróast mjög fallega, úr góðri
vináttu yfir í djúpa ást og væntum-
þykju. Við vinnum bæði í að búa
til leikhús og segja sögur en það er
einmitt eitthvað sem smitast að
mörgu leyti inn í tónlistina sem
við semjum,“ segir Rakel, sem er
söngkona sveitarinnar.
Veita innsýn í líf fólks
Vestfirsku textarnir, sem sumir
eru nær aldar gamlir, veita inn-
sýn í sögu, menningu og líf fólks
í landinu á ólíkum tímum sem
er áhugavert að spegla sig í, segir
Gaddi, sem leikur á gítar. „Ljóðin
sóttum við í bækur úr Bókasafni
Hafnarfjarðar sem sumar voru
geymdar í kjallara safnsins eins og
leyndir fjársjóðir. Það má segja að
textarnir fleyti lögunum áfram í
eins konar sögumannsstíl. Ljóðlist,
tónlist og leiklist sameinast en
við sækjum mikinn innblástur í
Nick Cave, Tom Waits og The Kills.
Meðal ljóðahöfunda má nefna
Höllu skáldkonu Eyjólfsdóttur, Jón
úr Vör, Eirík Örn Norðdahl, Guð-
mund Inga Kristjánsson, Herdísi
og Ólínu Andrésdætur, Jakobínu
Sigurðardóttur, Ólínu Þorvarðar-
dóttur, Steingerði Guðmunds-
dóttur, Stein Steinarr og Tómas G.
Geirdæling.“
Rétt að byrja
Þau segja hugmyndina hafa orðið
til í samstarfi við góðan vin þeirra,
Ingimar Ingimarsson, sem er
búsettur á Reykhólum á Vest-
fjörðum. „Við fengum styrk frá
Tónlistarsjóði til að fara í tónleika-
ferðalag um Vestfirði þar sem upp-
runalega stóð til að flytja tónlist
eftir vestfirsk tónskáld. Verkefnið
vatt síðan upp á sig og áður en við
vissum af vorum við búin að semja
tólf lög við ljóð eftir vestfirsk skáld.
Bústaður ömmu og afa nýttist
okkur sérstaklega vel við lagasmíð-
arnar. Okkur finnst fátt betra en að
hafa það notalegt í bústað, semja
tónlist saman, fara í pottinn og
elda góðan mat. Þessi lög eru fyrsta
efnið sem við semjum saman og
gefum út sem hljómsveitin ÞAU og
við erum hvergi nærri hætt, bara
rétt að byrja,“ segir Rakel.
Tónleikaferðalagið í fyrrasumar
gekk vonum framar að þeirra sögn
og fór langt fram úr væntingum
þeirra. „Við héldum fjórtán tón-
leika á alls konar stöðum, allt frá
pínulitlum sveitakirkjum yfir í stór
samkomuhús. Áhorfendur voru
yfir sig hrifnir og mjög þakklátir
fyrir að fá að heyra nýja tónlist
með ævintýralegum og djúpum
textum á íslensku,“ bætir Gaddi
við.
Tryllt leiksýning
Rakel leikur um þessar mundir í
Bubba Morthens-söngleiknum 9
líf. Þar fer hún með hlutverk unga
Bubba og eiginkvenna hans. „Það
er ótrúlegt ævintýri að fá að leika
í stórsýningu sem þessari með
frábærum og reynslumiklum
leikurum. Leikhópurinn er þéttur,
sýningin hefur mikið hjarta og við
Starri Freyr
Jónsson
starri
@frettabladid.is
„Við erum sálu-
félagar í lífi og
list en það má
segja að sam-
starf okkar hafi
þróast mjög
fallega, úr góðri
vináttu yfir í
djúpa ást og
væntumþykju,“
segir Rakel um
samband þeirra
Garðars.
ÞAU halda tón-
leika í Bæjarbíói
í Hafnarfirði
6. apríl þar sem
þau munu flytja
lögin af nýju
plötunni. Með
þeim á tónleik-
unum verður
píanóleikarinn
Agnar Már
Magnússon.
„Við erum
ofboðslega
stolt af þessu
verkefni og
hlökkum til að
eiga dýrmæta
stund með
áhorfendum og
flytja nýju lögin
okkar,“ segir
Rakel um tón-
leikana í næsta
mánuði.
Rakel leikur í
söngleiknum
9 líf. Þar fer hún
með hlutverk
unga Bubba
Morthens og
eiginkvenna
hans.
MYND/GRÍMUR
BJARNASON
„Það er ótrúlegt
ævintýri að fá
að leika í stór-
sýningu sem
þessari með
frábærum og
reynslumiklum
leikurum,“
segir Rakel um
sýninguna 9 líf.
MYND/GRÍMUR
BJARNASON
flæðum um á sviðinu í fullkomnu
trausti. Þetta er eiginlega alveg
tryllt,“ segir Rakel. „Sum kvöld
kemur hún heim svo uppveðruð
eftir sýningar að stundum er ég
ekki alveg viss hvort ég búi með
Rakel eða Bubba Morthens,“ segir
Gaddi og hlær.
Góðir gestir á plötunni
Nýja platan var tekin upp og fram-
leiddi mestmegnis í heimastúdíói
sveitarinnar í Hafnarfirði. Gaddi sá
um upptökur og mix en hljóðheim-
urinn er frekar einfaldur og hrár að
þeirra sögn. „Góðir vinir okkar og
samstarfsfélagar koma einnig fram
á plötunni. Hjörtur Ingvi Jóhanns-
son spilar á píanó og Aron Steinn
Ásbjarnarson spilar á saxófón en
þeir eru báðir í hljómsveitinni í 9
líf. Ég segi iðulega við Aron að vera
dálítið „saxí“ í gríni áður en við
förum inn í Rómeó og Júlíu eftir hlé
á sýningum,“ bætir Rakel við.
Tónleikar í Bæjarbíói
Sveitin mun halda tónleika í
Bæjarbíói í Hafnarfirði 6. apríl
þar sem hún mun flytja lögin af
nýju plötunni. Með þeim á tón-
leikunum verður píanóleikarinn
Agnar Már Magnússon. „Við erum
ofboðslega stolt af þessu verkefni
og hlökkum til að eiga dýrmæta
stund með áhorfendum og flytja
nýju lögin okkar.“
Hægt er að hlusta á útgefin lög
á Spotify og fylgjast með hljóm-
sveitinni ÞAU á thauduet.com, á
Facebook (thauduet) og á Insta-
gram (thauduet). n
Miðasala á tónleikana er á tix.is.
Við héld-
um fjórtán
tónleika á
alls konar
stöðum,
allt frá
pínulitlum
sveita-
kirkjum
yfir í stór
samkomu-
hús. Áhorf-
endur voru
yfir sig
hrifnir og
mjög
þakklátir.
Gaddi
2 kynningarblað A L LT 18. mars 2022 FÖSTUDAGUR