Fréttablaðið - 18.03.2022, Page 18

Fréttablaðið - 18.03.2022, Page 18
 Það er heil vika af viðburð- um fram undan fyrir bæði börn og fullorðna. Adeline D’Hondt Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Þessa dagana stendur yfir Hátíð franskrar tungu. Á hátíðinni eru í boði fjöl- margir viðburðir fyrir börn og fullorðna, eins og sýning um Litla prinsinn, spjall, kvikmyndasýning og vinnustofur. Á sunnudaginn verður svo sérstakur dagur tileinkaður Senegal. Alliance Française í Reykjavík býður upp á Hátíð franskrar tungu í samstarfi við sendiráð Frakk- lands á Íslandi. Alþjóðlegur dagur franskrar tungu er 20. mars og Alliance Française um allan heim heldur daginn hátíðlegan. „Sums staðar er bara fagnað á deginum sjálfum, sums staðar eru hátíðarhöld í viku, en við ákváðum að halda upp á franska tungu allan marsmánuð,“ segir Adeline D'Hondt, framkvæmdastjóri Alliance Française á Íslandi. „Við byrjuðum 7. mars með opnun á sýningu um Litla prins- inn. Þetta er sýning á verkum úr bókinni, bæði á íslensku og frönsku. Við ákváðum að taka vin- áttuna fyrir en bókin fjallar mikið um vináttu. Við tökum fyrir síður úr bókinni þar sem fjallað er um vináttu Litla prinsins, til dæmis við blómið og við flugmanninn. En þau sem þekkja söguna vita að hún snýst mikið um samtöl litla prinsins við persónur sem hann hittir,“ útskýrir hún. „Í lok sýningarinnar bjóðum við gestum að skrifa á post-it-miða hvað vináttan þýðir fyrir þá.“ Sýningin um Litla prinsinn stendur yfir til 26. mars og er hald- in í húsnæði Alliance Française á Tryggvagötu 8. En þar fara flestir viðburðir hátíðarinnar fram. Dagur tileinkaður Senegal „Á sunnudaginn verður Senegal- dagurinn en þá verður heilmikið um að vera. Við verðum með mat- reiðslunámskeið fyrir börn þar sem þau læra að elda fatayas-klein- ur. Svo verður hægt að smakka Yassa sem er sérstakur réttur frá Senegal,“ segir Adeline. „Það verður líka hægt að prófa djembe-trommur og margt fleira. Svo kemur sölumaður frá Senegal sem er alltaf með bás í Kolaportinu til okkar og verður með lítinn bás hér í Alliance Française. Um kvöldið verður svo ókeypis sýning á franskri heimildarmynd í boði sendiráðs Kanada.“ Myndin sem um ræðir er Je m’appelle humain eftir Kim O’Bomsawin, en hún hefur unnið til verðlauna á kanadískum kvik- Fjölbreytt frönsk skemmtun Adeline D’Hondt, framkvæmda- stóri Alliance Française, fagnar franskri tungu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Frá Senegal-deginum í fyrra. MYND/AÐSEND Kátir krakkar á franskri hátíð í fyrra. MYND/ANTOINE MÉRA myndahátíðum. Hún verður sýnd með enskum texta. „Það er ókeypis inn en það þarf að skrá sig á af.is. Myndin byrjar 18.30 og það verður boðið upp á léttar veitingar og léttvínsglas.“ Vika af viðburðum fram undan Það verður líka nóg um að vera í næstu viku en Adeline nefnir meðal annars pub-quiz sem verður haldið á Kex. „Það verður haldið á fimmtu- daginn. Það verða spurningar um menningu frönskumælandi þjóða. Svo erum við líka með eins konar heimspekilegt „happy hour“. Rit- höfundur Litla prinsins, Antoine de Saint Exupéry, hefur skrifað fjölda annarra bóka og 26. mars, verða umræður yfir vínglasi um bókina Terre des Hommes,“ segir hún. „Þetta verður ekkert formlegt, bara létt spjall um heimspekilegar hugmyndir í bókinni. Við bjóðum fólki að koma og fá sér drykk og lesa kannski eina eða tvær síður úr bókinni og ræða efnið. Það er heil vika fram undan af viðburðum fyrir bæði börn og fullorðna.“ Flestir viðburðirnir á Hátíð franskrar tungu eru ókeypis en Adeline segir að fyrir nokkra þurfi að borga lágt verð. „Það eru allir velkomnir að mæta og það er ekki nauðsynlegt að skilja frönsku á öllum viðburðum. Sumir þeirra eru á íslensku og aðrir, eins og bíómyndin, eru með enskum texta. En það er hægt að lesa nánar um alla viðburðina á vefsíðunni okkar, af.is,“ upplýsir hún. ■ SJÁLFBÆR REKSTUR Föstudaginn 25. mars gefur Fréttablaðið, í samstarfi við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð, út sérblaðið Sjálfbær rekstur. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir fyrir blaðið veitir; Arnar Magnússon, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími: 550-5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 18. mars 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.