Fréttablaðið - 18.03.2022, Síða 22
Elskulegur eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
Elías Kristjánsson
fyrrverandi forstjóri Kemis ehf.
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í
Garðabæ föstudaginn 25. mars kl. 15.00.
Lísbet Bergsveinsdóttir
Þórunn Ýr Elíasdóttir Guðni Már Egilsson
Sigríður Guðnadóttir
Elías Guðni Guðnason Diljá Guðmundardóttir
Einar Óli Guðnason Bryndís Þorleifsdóttir
Ernir Freyr Guðnason Valdís Auður Arnardóttir
Ellen Lísbet Guðnadóttir
Egill Þór Guðnason
Elena Guðný, Kristófer Örn, Sigurður Aron,
Valgerður Guðný, María Ýr, Lísbet Anna
Dagbjört Eysteinsdóttir og Kristján Jón Eysteinsson
Bróðir minn, mágur og frændi okkar,
Herbert Marinósson
frá Seyðisfirði,
lést á Hrafnistu Laugarási, Reykjavík,
14. mars. Útför hans verður í kyrrþey.
Við færum starfsfólki Miklatorgs
á Hrafnistu sérstakar þakkir fyrir umönnun og hlýju.
Höskuldur Marinósson
Rúnar Sigþórsson
Heiðar Þór Rúnarsson
Oddur Már Rúnarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóhanna Þorbjörg
Arnoddsdóttir
Ægisgötu 10, Akureyri,
lést 10. mars.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru til starfsfólksins á
Dvalarheimilinu Hlíð fyrir hlýja og góða umönnun.
Sigurlaug Ólöf Guðmannsd. Rúnar Pálsson
Arnoddur Guðmannsson
Guðmann Guðmannsson Jasmin C. RuangAnant
Helena Manasína Guðmannsd.
Jóhann Guðmannsson Nareerat Joam
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður, tengdasonur,
sonur okkar, barnabarn,
bróðir, frændi og vinur,
Ölvir Freyr Guðmundsson
kerfisstjóri,
lést þann 25. desember 2021 í Chicago.
Minningarathöfn verður í Langholtskirkju
19. mars kl. 14.00. Minningarathöfnin er opin
öllum þeim sem vilja minnast hans og sýna samhug.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur kærleik
og stuðning. Ljúfar minningar munu ávallt lifa í hjörtum
okkar um yndislegan dreng.
Minningarsíða: https://minningar.is/memories/
olvir-freyr-gudmundsson-1990-2021
Streymi frá athöfninni: https://laef.is/olvir-freyr/
Amy Marie Duncker
Guðrún Gyða Ölvisdóttir Guðmundur Unnar Agnarsson
og aðrir aðstandendur og vinir.
1871 Parísarkommúnan er stofnuð.
1922 Mahatma Gandhi er dæmdur í sex ára fangelsi á Ind
landi fyrir borgaralega óhlýðni. Hann situr í fangelsi
í tvö ár.
1926 Útvarpsstöð tekur formlega til starfa í Reykjavík.
Hún hættir fljótlega, en í kjölfarið hefur Ríkisút
varpið útsendingar 1930.
1971 Hæstiréttur Danmerkur kveður upp úrskurð sem
gerir dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslend
ingum handrit sem geymd höfðu verið í Árnasafni í
Kaupmannahöfn.
2003 Listi viljugra þjóða sem styðja afvopnun Íraks er
birtur og er Ísland á honum. Tveimur dögum síðar
hefst innrásin í Írak.
2004 Lið MR tapar í spurningakeppni framhaldsskólanna,
Gettu betur, í fyrsta skipti síðan 1992. n
Merkisatburðir
Margrét hefur fengist við myndritstjórn í um 20 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Margrét Tryggvadóttir flytur
hádegiserindi í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í dag um myndrit-
stjórn og myndefni í bókum.
arnartomas@frettabladid.is
Myndritstjórinn og rithöfundurinn
Margrét Tryggvadóttir f lytur hádegis-
fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur á morgun undir yfirskriftinni Myndir
og bækur – heimildir og hliðarsögur. Þar
mun Margrét veita hlustendum innsýn
í vinnu sína sem myndritstjóri og hlut-
verk myndefnis í bókum.
„Fyrir rúmum 20 árum fór ég að vinna
hjá bókaforlagi þar sem ég var beðin um
að taka að mér að vera myndritstjóri, án
þess að vita nokkuð um hvað það var,“
útskýrir hún. „Það hafði aldrei verið
neitt svoleiðis í föstu formi hjá bókafor-
lagi á Íslandi.“
Þrátt fyrir að bókaforlagið hafi
skömmu síðar næstum farið á hausinn
hélt Margrét áfram að sinna myndrit-
stjórn til að kynnast hlutverkinu betur
og hefur gert það síðan ásamt öðrum
störfum. Hún segir starfið fjölbreytt.
„Stundum er maður að grúska í
gömlum ljósmyndum, á öðrum tímum
er maður að aðstoða fólk sem er að setja
saman ævisögu í að velja myndir úr eigin
lífi, en þetta er alltaf skemmtilegt,“ segir
Margrét sem segir að ljósmyndir séu
jafnframt frábærar heimildir. „Í síðustu
bók eftir Lindu Ólafsdóttur og mig,
Reykjavík barnanna, nýttum við okkur
ljósmyndir til að búa til teikningar. Að
baki hverri einustu mynd þar er fjöldi
ljósmynda.“
Stafræn stökkbreyting
Ljósmyndaheimurinn hefur breyst
mikið á undanförnum árum að mati
Margrétar.
„Ljósmyndasöfnin eru komin með
stóran hluta safnkostsins á netið og
svo hefur þessi stafræna tækni gert alla
leitarmiðlun svo miklu einfaldari en
hún var fyrir aldamótin,“ segir hún. „Svo
hafa margir stórir myndabankar sam-
einast og bætt skráningu myndefnisins
til muna. Stundum var hægt að finna frá-
bæra mynd en engar upplýsingar með.“
Við útgáfu bóka segir Margrét að
rétt myndaval skipti höfuðmáli í starfi
myndritstjóra.
„Það er hægt að skipta starfinu í
þrennt. Það þarf að finna réttar myndir,
passa upp á gæðin og svo eru það rétt-
indamálin,“ segir hún. „Það þarf að hafa
góða yfirsýn og vita hvar rétta mynd-
efnið er, sem getur verið mjög misjafnt
eftir verkefnum.“
Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.10 og
er aðgangur ókeypis. n
Myndir og bækur
Stundum er maður að
grúska í gömlum ljós-
myndum, á öðrum tímum
er maður að aðstoða fólk
sem er að setja saman
ævisögu í að velja myndir
úr eigin lífi, en þetta er
alltaf skemmtilegt.
Það var snemma morguns þann 18.
mars 1990 sem þrettán listaverkum
var stolið frá Isabella Stewart Gard
ner safninu í Boston. Verðir á safninu
hleyptu tveimur mönnum inn sem
dulbúnir voru sem lögregluþjónar.
Þjófarnir „handtóku“ verðina og eftir
að hafa bundið þá létu þeir þá vita að
þeir hygðust ræna safnið. Ræningjarnir
létu svo greipar sópa um safnkostinn
næsta klukkutímann.
Verkin sem þjófarnir höfðu á brott
með sér voru ekkert slor en meðal
þeirra voru verk eftir stórmeistara á
borð við Rembrandt og Manet. Alríkis
lögregla Bandaríkjanna mat stuldinn
upp á einar 500 milljónir dollara og
grunar að ránið hafi verið framið af
skipulögðum glæpasamtökum.
Málið er enn í dag óleyst og hefur
safnið heitið 10 milljónum Bandaríkja
dala í verðlaun fyrir upplýsingar sem
leiða til þess að verkin skili sér heim.
Streymisveitan Netflix gaf í fyrra út
heimildarmynd í fjórum hlutum um
ránið: This Is a Robbery: The World's
Biggest Art Heist. n
Þetta gerðist: 18. mars 1990
Stórtækur listaverkaþjófnaður í Boston
Stormurinn á
Galíleuvatni er
eitt verkanna
sem stolið var.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 18. mars 2022 FÖSTUDAGUR