Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir - Jan 1932, Page 1

Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir - Jan 1932, Page 1
Svör vid ni ínuiti Sig'urðar Á. Chumarssonar, i sorpblaöiuu „¥íðir“ Undanfarin ár heíir Sigurður Á. Gunn- arsson haft þá iðju, að breiða út illmæli og róg um mig undirritaðan. Þó hefir hann brostið einurð og manndóm til þess að koma opinberlega fram með þetta baknag sitt og nart, heldur hefir hann gert það með hálfgerðri leynd en verið með hvíslingar um hitt og þetta er hann hefir talið miður fara í fari mínu, og í því sambandi hefir Sigurður spunnið upp allskonar lygasögur um mig sem hann síðan hefir fengið snata sína til að útbreiða. — Það var ekki fyr en í jóla- blaði Víðis s. 1. ár að hann kom opin- berlega fram með þessa iilmælgi sína. — Við þessari fyrstu níðgrein Sigurðar fekk eg þó að komast að með svargrein í Víði, þar sem eg með hógværð en í fullri alvöru rakti málavexti og hrakti allar lygar Sigurðar og sannaði eg þar mál mitt með staðfestum réttarskjölum. En Sigurður lét ekki þar með staðar numið, heldur beið hann með útgáfu Víðisblaðs þess er mín grein birtist í þar til hann var búinn að semja nýja níðgrein um mig, sem birti3t í því sama blaði og niðurlag greinarinnar í þar næsta blaði. Jafnhliða og grein Sigurð- ar lýkur, birtir Víðir athugaserad svo- hljóðandi: „Umræðum um þetta mál er lokið hér í blaðinu“ og hefir Sigurður Scheving afgreiðslumaður Víðis, sagt mér, að Sigurður Gunnarsson hafii sjálf- ur satnið þessa athugasemd og látið hana fylgja grein sinni í blaðið. Þar sem Sig- urður Gunnarsson reynir í áminnstum greinum að stela af mér bæði æru og mannorði með lygauppspuna sínum, en hann hinsvegar hefir fyrirbyggt það að eg kæmi að vörnum í Víði, hefi eg neyðst til að gefa þetta svar mitt út sérprentað og tel eg réttara að taka hér upp svargrein mína sem eg fekk birta í blaðinu fyrir tilstilli meðstjórnenda Sigurðar: Svar til Sigurðar A. Gunnarssonar. pað verður ekki talið ástæðulaust, þó að ég taki til athugunar jólahugvekju Sigurð- ar Gunnarssonar í jólahlaði Víðis 24. f. m. undir fyrirsögninni: „Rógburður — Ofsókn, Carlson notaður" að því er umrædd grein snertir mig sérstaklega. Stundum er mikið hefir þótt við liggja eins og t. d. fyrir kosningar, liefir sú aðferð verið viðhöfð, að útbýta blöðum ókeypis, samanber auglýs- ingu í Víði 19. f. m. þar sem tilkynnt var að Víði yrði útbýtt og blaðið yrði sent í hvert einasta heimili í bænum. Mönnum þurfti því ekki að koma það á óvart, þótt eitthvað nýstárlegt yrði birt í jólablaðinu, enda varð líka sú raunin á. Hinsvegar mun Sigurður Gunnarsson einn eiga þakk- irnar fyrir þessa jólaútbýtingu blaðsins, eftir því sem meðritnefndarmenn hans, þeir Kolka læknir og Hjálmur Konráðsson hafa tjáð mér, enda er þetta í fullu samræmi við hugsanagang og innræti Sigurðar Gunnarssonar, að láta þetta frá sér fara á jólunum, handa bæjarbúum til að lesa. Áður en ég vík nánar að þessari jóla- hugvekju Sigurðar Gunnarssonar ætla ég lítilsháttar að skýra frá viðskiptum hans og Carlson í sambandi við þetta fræga bílmál þeirra, þar sem Sigurði er svo tíð- rætt um þessi viðskipti þeirra og ber ósann- ar sakir á mig í þvi sambandi. Saga þessa bílmáls er í stuttu máli sú, að Carlson keypti Buich bíl af General Motor fyrir milligöngu Sigurðar Gunnars- sonar og Sigurjóns Jónssonar, sem komu þar fram sem undirumboðsmenn aðalum- boðsmanna seljanda bílsins, firmans Jó- hann Ólafsson & Co. Reykjavík. — Bíllinn mun hafa kostað ca. 8400,00 krónur. pessa upphæð greiddi Carlson við móttöku bíls- ins 1. maí 1930, að fráskildum d. kr. 2976,00 er áttu að greiðast með jöfnum mánaðar- afborgunum og samþykkti Carlson tólf víxla fyrir upphæð þessari, hvern að upp- hæð d. kr. 248,00, er féllu í gjalddaga fyrsta hvers mánaðar á tímabilinu frá 1. júni 1930 til 1. maí 1931. Víxlana sem féllu 1. júní, júlí, ágúst og september greiddi Carl- son á réttum gjalddögum, en víxilinn, sem féll 1. október 1930 gat Carlson ekki greitt að fullu á gjalddaganum, heldur borgaði hann upp í hann tæpan helming upphæð- arinnar, ög var víxillinn svo afsagður fyrir eftirstöðvunum og sendur ti! Jóhanns Ól- afssonar & Co. Reykjavík. pann 8. október 1930, eða fimm dögum eftir að víxillinn var afsagður flutti Sigurjón Jónsson, Carlson þau skilaboð, að yrði hann ekki búinn að greiða eftirstöðvar víxilsins um hádegi þa samdægurs yrði maður sendur frá Reykja- vík með Botníu, sem liingað átti að fara þá um kvöldið, til þess að taka af lionum bílinn vegna vanskila. pegar hér var kom- ið, kom Carlson til mín og tjáði mér þessi vandræði sín. þar sem ég var í fleiri skipti búinn áð hjálpa honum til þess að standa í skilum með bílaafborganirnar, sem hann liafði ekki getað endurgreitt, varð það að samkomulagi, að ég lánaði honum peninga til viðbótar þannig, að hann fékk samtals kr. 1500,00 og veðsetti hann mér þá sam- tímis bílinn með öðrum veðrétti næst á eftir skuldinni til General Motor, sem hann kvað hvíla á bílnum með fyrsta veðrétti. Afrit Carlsons af bilkaupasamninginum sagði hann mér að Stefán Árnason hefði farið með til Reykjavíkur og lægi það hjá Gústaf Sveinssyni lögfræðingi í Reykjavík. Mér var því ókunnugt þó öðru sé nú haldið fram um innihald og ákvæði umrædds samnings. Sama dag og Carlson veðsetti mér bílinn eða daginn eftir frétti Sigurður Gunnarsson um veðsetninguna og kallaði hann þá Carlson t.il sín og gerðu þeir pór- hallur Gunnlaugsson og Sigurður, eftir sögusögn Carlsons, ítrekaðar tilraunir bæði með illu og góðu til þess að fá hann til þess að undirskrifa skjal þar seni hann átti að veðsetja þeirn bílinn með sama veð- rétti og hann var búinn að veðsetja mér liann. Skjal þetta sýndi Carlson mér þar sem þeir létu honum í té afrit af því og er plagg þetta ennþá til. Hinsvegar segir Carlson þá hafa hafnað þriðja veðrétti í bílnum, sem hann bauð þeim, en veðið taldi hann þá vilja fá til tryggingar víxli, er þeir voru ábyrgðarmenn á fyrir hann. Siðan bar ekki fleiri til tíðinda í þessu hilmóli fvr en 1. nóvember 1930. pá fær Carlson tilkynningu frá bæjarfógeta um að mæta í fógetarétti þá samdægurs, vegna bílsins. — par s.em ég taldi mig eiga hags- muna að gæta vegna veðréttar míns í bíln- um, þá mætti ég með Carlson í réttinum. í réttinum voru þeir mættir Stefán Áma- son og Sigurður Gunnarsson og leggja þeir fram í rétinum umboð til handa Sigurði Gunnarssyni frá Jóhann Ólafsson & Co. dagsett 23. október 1930 ásamt víxlinum á Carlson, sem féll 1. október s. á. I umboði þessu er Sigurði falið að taka bílinn af Carlson vegna vanskila á umræddum víxli, og lögðu þeir einnig fram beiðni til bæjar- fógetans þess éfnis, þar sem þeir einnig töldu Carlson óleyfilégt að veðsetja bílinn. — Eftirstöðvarnar af víxli þessum hafði Carlson greitt Sigurjóni Jónssyni bílstjóra 8. október 193,0, ásamt 2 kr. í símsendingar- kostnað á peningunum til Reykjavíkur, hann var þannig húinn að greiða víxilinn ósamt símsendingarkostnaði á peningunum 15 dögum áður en umboðið til handa Sig- urði Gunnarssyni er gefið út. — í réttinum lagði ég fram kvittun fyrir greiðslu víxils- ins frá Sigurjóni Jónssyni dagsetta 8. októ- ber 1930 og sannaði þannig í réttinum, að um enga vangreiðslu var að ræða af hálfu Carlsons og mótmælti því, að bíllinn yrði af honum tekinn af þessum ástæðum. Sig- urður og Stefón töldu veðsetninguna mér tíl handa brot á samninginum um bílinn og kröfðust þess, að bíllinn yrði af Carlson tekinn. Ég mótmælti þessu og skýrði rétt- inum í því samhandi frá tilraunum Sig- urðar Gunnarssonar til þess að fá veð í bílnum sér til handa. Jafnframt bauðst ég til þess að borga út þá strax í réttinum allt sem Carlson átti ógreitt í bílnum til Gen- eral Motor firmanu að skað-lausu. Eftir að ég hafði boðið fram fulla greiðslu, viku þeir Sigurður og Stefán úr réttinum augna- blik, sennilega til þess að bera ráð sín saman og að því búnu neituðu þeir þessu boði mínu og úrskurðaði fógeti að afhend- ing á bílnum til þeirra skyldi fara fram. Fógetaréttarúrskurði þessum var skotið til Hæstaréttar, og feldi Hæstiréttur hann úr gildi eins og mörgum hér mun vera kunn- ugt. Til frekari skýringar skal það fram tekið, að í Reykjavíkurferð minni í desember 1930 hitti ég stórkaupmann Jóhann Ólafs- son að máli og barst þetta bílmál þá í tal, og í því sambandi er ég undraðist fram- komu þeirra og aðfarir viðvíkjandi Carl- son, þar sem þeir höfðu gefið út umboð til þess að taka af lionum bílinn vegna van- skila eftir að hann hafði greitt allt, sem i gjalddaga var fallið. Jóhann sagði mér þó, að sér væri það algjörlega ókunnugt að þessi upphæð væri greidd og hann hefði enga tilkynningu fengið um það frá um- boðsmönnum sínum hér og viðvíkjandi því atriði að boðin var fram full greiðsla, þá vitanlega ætluðust þeir aldrei til þess að fá meira en fulla greiðslu, og hefðu gengið að þvi ef það hefði verið borið undir þá. pað sem hér er tekið fram er flest byggt á staðreyndum og réttarskjölum. Af framangreindum ummælum Jóhanns Ólafssonar geta menn séð hvort Sigurður Gunnarsson hefir ekki misnotað umboð sitt, og hverjum það er að kenna hvernig þessum málum er komið. Ég hefi nú rakið sögu þessa bílmáls í stórum dráttum, svo langt sem ég hefi haft kynni af því, og mun ég nú víkja að að- dróttunum og ásökunum Sigurðar Gunn- arssonar, í minn garð. — Kærurnar og of- sóknirnar sem hann talar um á hendur hæjarfógetanum og Stefáni Árnasyni telur hann vera runnar, að því er skilið verður, frá mér og Helga Beneditkssyni, en á sjálf- stæðisfundinum svokallaða 19. des. er mér sagt, að Kolka læknir hafi haldið því fram, að þetta væri að tilhlutun Jónasar dóms- mólaráöherra, en bæjarfógetinn hafi á

x

Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svör við níðgreinum Sigurðar Á. Gunnarssonar í sorpblaðinu Víðir
https://timarit.is/publication/1674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.