Morgunblaðið - 26.01.2022, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 7VIÐTAL
Unnur segir að auðvelt sé að setja upp litla Le-
mon staði eins og þann í Salalaug.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Unnur segir að náðst hafi
að snúa rekstri Lemon
við á ótrúlegan hátt.
að breyta samlokum í salat eða vefju, eða fá
ketóbrauð í stað venjulegs brauðs. „Okkar
styrkleiki er að við getum verið fljót að bregðast
við. Við viljum bjóða eitthvað fyrir alla.“
Eitt það allra nýjasta í vöruframboðinu er
sérstök Spicy Macros-samloka, unnin í sam-
starfi við Inga Torfa Sverrisson og Lindu Rakel
Jónsdóttur, eigendur ITS Macros, að sögn Unn-
ar. Hugmyndafræði þeirra gengur út á að skrá
niður magn prótína, kolvetnis og fitu sem inn-
byrt er yfir daginn.
Samstarf sem þetta er að sögn Unnar í takt
við áherslur Lemon á hollustu og tengsl vöru-
merkisins við íþróttir, hreyfingu og hollan lífs-
stíl.
„Hingað kemur mikið af íþróttafólki að borða
og við erum til dæmis í samstarfi við tvo allra
bestu hlaupara landsins, þá Arnar [Pétursson]
og Þórólf [Inga Þórsson], sem eru mjög dugleg-
ir að koma og fá sér að borða hjá okkur.“
Í janúar leggur Lemon sérstaka áherslu á
hollustu, enda velur fólk gjarnan heilsusamlegt
mataræði eftir jólahátíðina. Þar koma sterkir
inn veganréttir og djúskúrar, að sögn Unnar.
Aðrir mánuðir þar sem boðið er upp á frávik
frá hefðbundnum matseðli eru jólin, en þá eru
boðnir jóladjúsar og jólasamlokur, sem margir
bíða jafnan spenntir eftir að sögn Unnar.
„Við buðum núna um jólin upp á sjúklega
góðar samlokur með kalkúnabringu og ham-
borgarhrygg. Þetta var gríðarlega vinsælt.“
Leituðu til Haga til að vaxa
Spurð nánar um ástæðu þess að Hagar komu
inn í hluthafahópinn segir Unnur að í aðdrag-
anda sölunnar hafi Lemon staðið á tímamótum.
„Reksturinn gekk mjög vel en okkur langaði
að stækka. Við hugsuðum um bestu leiðirnar til
þess og með hverjum við vildum vaxa og leit-
uðum til Haga. Þá fór boltinn að rúlla. Þá vildi
svo vel til að Olís var að hugsa um breytingar
hjá sér og úr varð þetta frábæra samstarf, sem
á bara eftir að styrkjast. Þarna starfar frábært
fólk og við sjáum fram á skemmtilega tíma.“
Blaðamaður forvitnaðist um hvaða vörur
væru vinsælastar hjá Lemon. Unnur segir að
vinsælasta samlokan frá upphafi hafi verið
Spicy Chicken og vinsælasta „kombóið“ Spicy
Chicken og Nice Guy-djús. „Það er eitthvað við
þetta sambland af sterku bragði samlokunnar
og sætum keim djússins. Svo fylgir Chicken-
cadó fast á eftir í vinsældum. Það má segja að
þessar tvær vinsælustu samlokur okkar séu
okkar aðalsmerki. Fólk veit hvað við stöndum
fyrir – sólskin í glasi og sælkerasamlokur,“ seg-
ir Unnur að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lemon rekur lítið útibú í Sala-
laug í Kópavogi. „Þetta er fyrsti
og eini veitingastaðurinn í
sundlaug að því er ég best veit.
Þar er frábært að vera. Fólk
elskar að fara í sund og geta
svo tekið Lemon með sér heim
eða borðað á staðnum. Á bestu
sólardögunum afgreiðum við
djús og samlokur út. Fólk liggur
í sólbaði og gæðir sér á sólskini
í glasi,“ segir Unnur.
Spurð hvort auðvelt sé að
setja upp litla Lemon-staði eins
og þann í Salalaug segir hún að
þar sem maturinn sé ekki eld-
aður sé ekki þörf á sérstakri loftræstingu. Það hjálpi til. „Við þurfum bara samlokugrill og
djúsvél. Þetta er mjög einfalt í uppsetningu. Það er gaman að vera með litlar einingar líka.“
Ekki má sleppa því að minnast á útrás Lemon, en hún er búin í bili. „Við fórum í útrás árið
2016 og opnuðum stað í París í Frakklandi. Frakkar elskuðu Lemon-djús og samlokur, en svo
þurftum við að loka þegar faraldurinn hófst.“
Unnur útilokar ekki frekari útrás, enda reynslunni ríkari. „Það væri gaman. Það er aldrei að
vita hvað gerist í þeim efnum.“
Fyrsti sundlaugarstaðurinn