Morgunblaðið - 26.01.2022, Side 2

Morgunblaðið - 26.01.2022, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022FRÉTTIR Snjöll öryggislausn fyrir nútímaheimili Nánar á securitas.is/heimavorn Sími 580 7000 www.securitas.is VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR Mesta hækkun EIM +1,88% 489,00 S&P 500 NASDAQ -4,08% 13.576,605 -3,09% 4.344,18 -2,75% 7.376,35 FTSE 100 NIKKEI 225 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. -2,31% 27.131,34 90 70 50 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu) 26.7.'21 1.500 2.000 1.798,7 26.7.'21 87,45 25.1.'22 74,5 25.1.'22 1.843,1Mesta lækkun MAREL -5,00% 798,00 „Það snarstoppaði allt í upphafi kór- ónuveirufaraldursins en við höfðum þá fengið pantanir sem entust okkur í tvo mánuði,“ segir Örn Thomsen, framkvæmdastjóri Arctic Trucks Norge, um stöðuna í mars 2020. Það hafi því verið orðið lítið að gera í maí 2020, samhliða því sem nýir bílar fengust ekki afhentir og hafi fyrir- tækið því ákveðið að leggja áherslu á að þjónusta notaða bíla. „Við lukum við nýja heimasíðu í maí [2020] og þótt bílasalan hafi verið lítil náðum við að auka netsölu beint til einkaaðila. Fyrir vikið jókst sala aukahluta um næstum 30% milli ára. Árið 2021 var þetta farið að snúast við en í desember 2020 komu inn nýir bílar frá Isuzu sem seldust mjög vel. Þá kom nýr mótor hjá Toyota Hilux og Land Cruiser með nýjum módelum og þeir bílar seldust líka vel. Þannig að árið 2021 verður afskaplega gott ár í rekstr- inum. Byggði upp lagerinn Ég ákvað að taka áhættu árið 2020 og byggði upp mikinn lager af íhlutum og aukahlutum enda hafði verið svo erfitt að fá vörur. Það tók langan tíma og fraktin var dýr. Þannig að við byggðum upp ansi góðan lager til að eiga í árslok 2020 og í byrjun árs 2021 og það marg- borgaði sig. Við höfum aldrei átt jafn stóran lager. Á svona tímum, þegar erfitt er að fá hluti, koma viðskiptavinir til þín, ef þú átt lager. Þannig að við náðum að auka söluna [á aukahlutum og íhlutum] verulega árið 2021. Við breyttum 275 bílum á árinu sem var 50 bílum yfir fyrra meti í breytingum. Þá jókst netsalan um 30% frá fyrra ári annað árið í röð í fyrra og höfum við nú tvö stöðugildi í netsölunni,“ segir Örn. Nýir viðskiptavinir Spurður hvort Arctic Trucks Norge hafi náð til nýrra hópa með netsölunni segir Örn fyrirtækið hafa aukið mikið söluna á ferðavörum, þar með talið þaktjöldum og felli- hýsum, í kringum jeppaferða- mennsku. „Þá höfum við aukið sölu á alls kyns vörum sem tengjast jeppum og fyrir vikið höfum við fengið inn nýja hópa af við- skiptavinum. Netsalan hefur kynnt Arctic Trucks Norge fyrir nýjum hópi, ekki síst fólki sem er farið að ferðast innan- lands. Það birtist í stóraukinni sölu á viðlegubúnaði, hjólhýsum, bátum og húsbílum. Jafnframt hefur net- salan aukið áhuga fólks á breyttum bílum og aukahlutum í kringum þá en hver bíll sem við afhentum í fyrra var með meiri búnaði en verið hefur, sem var ánægjulegt,“ segir Örn. Ein til tvær kynslóðir Norðmanna hafi nær eingöngu ferðast erlendis þegar faraldurinn hófst en hafi nú upp- götvað eigið land. „Þetta mun ganga til baka að hluta en þó held ég að aukin ferða- lög innanlands séu komin til að vera í Noregi,“ segir Örn. Spurður hvernig fyrirtækið standi eftir faraldurinn segir Örn að ef árin 2020 og 2021 séu lögð saman og deilt með tveimur sé útkoman á við meðalár. Fyrra árið breytti fyrir- tækið um 100 bílum en síðara árið um 275 bílum en til samanburðar er um 170-180 bílum breytt í meðalári. Héldu tryggð við fyrirtækið Fyrirtækið hafi ekki misst við- skiptavini árið 2020 heldur hafi þeir haldið tryggð við fyrirtækið og keypt vörur og þjónustu árið 2021. Síðustu vikur hafi Ómíkron-afbrigði veirunnar hins vegar sett strik í reikninginn. Toyota hafi ekki náð að afhenda fjölda bíla sem seldust af Hilux og Land Cruiser í fyrra og áttu að koma til afhendingar á tíma- bilinu frá september til nóvember. Þeir bílar séu að koma í hús en þá sé komin upp sú staða að annar hver starfsmaður á verkstæðinu sé fjar- verandi vegna faraldursins. Því þurfi að seinka afhendingu fram á vorið. Breytt eftir óskum Arctic Trucks Norge hefur fyrst og fremst selt á Noregsmarkað. Nánar tiltekið breytir fyrirtækið Toyota, Isuzu, Nissan, Volkswagen og Jeep-jeppum sem keyptir eru hjá umboðunum. Þau afhenda Arctic Trucks Norge bílana sem breytir þeim eftir óskum viðskiptavina. Örn segir fyrirtækið hafa verið með vel heppnaða sölukynningu í Svíþjóð í desember en sú kynning hafi tafist vegna tíðra lokana á landamærunum. Til að byrja með muni fyrirtækið selja breytta Isuzu- bíla í Svíþjóð en næsta skref sé að bjóða breyttar Toyotur líka. Eftirspurn í Svíþjóð „Salan til umboðanna í Svíþjóð fór vel af stað en á fyrstu kynningunni seldust tíu Isuzu-bílar á 35 tommu dekkjum og 10 Isuzu-bílar á 33 tommu dekkjum. Öll umboðin voru með fulltrúa á fundinum, sem er magnað,“ segir Örn um kynninguna í Svíþjóð. Þá standi til að setja upp lager og netverslun í Svíþjóð. Örn vill að gefnu tilefni benda á að Arctic Trucks Norge hafi orðið sjálfstæð eining í apríl 2020. Félagið hafi fengið fjármagn til að komast í gegnum árið 2020 og svo hafi 2021 verið einstaklega gott rekstrarár. Félagið hafi fengið pantanir fyrir breytingar á hundrað bílum í ár sem teljist vera magnað svo snemma ársins. Þar af hafi um 40 pantanir borist síðastliðið haust en bílarnir þá ekki fengist afhentir frá umboð- unum. Metár hjá Arctic Trucks í Noregi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Örn Thomsen, fram- kvæmdastjóri Arctic Trucks Norge, segir fyrir- tækið hafa breytt 275 bílum í fyrra sem sé met. Ljósmynd/Arctic Trucks Norge Höfuðstöðvarnar í Solbergsmoen, skammt frá Drammen. Um 40 mínútur tekur að fara frá Ósló til Drammen í lest. Örn Thomsen ÞJÓÐHAGSSPÁ Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem kynnt er í dag gerir bankinn ráð fyrir að hægi talsvert á hækkun fast- eignaverðs á komandi misserum. Bent er á að raunverð íbúðar- húsnæðis hafi hækkað um ríflega 10% á nýliðnu ári, langt umfram kaupmátt launa. Enn er gert ráð fyr- ir að hækkanir verði umfram kaup- máttarþróun og að raunverð íbúðar- húsnæðis hækki um 4,5% á þessu ári. Hins vegar kólni mjög á markaðnum 2023 og þá nemi raunhækkunin að- eins 1,1% og dragi enn frekar úr 2024 með 0,2% hækkun. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að tveir meginkraftar séu að verki á mark- aðnum og verði á komandi mánuðum. „Við gerum ráð fyrir að framboð á markaðnum muni aukast talsvert og að það komi fram strax þegar líður á þetta ár. Það eru fleiri íbúðir á fyrri stigum byggingar en verið hefur. Þá göngum við líka út frá því að þeir sem hafi aðkomu að þessum markaði, sveitarfélögin, verktakar og fjár- málageirinn, muni í sameiningu leggja áherslu á að liðka fyrir frekari uppbyggingu.“ Þá segir Jón Bjarki að aðgerðir Seðlabankans muni bíta. Bankinn telur að stýrivextir verði komnir í 4% eftir tvö ár og að þá hafi þak á greiðslubyrði fólks einnig vaxandi áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins þegar fram í sækir. ses@mbl.is Kólni nokkuð hratt 2018-21 og spá fyrir 2022-24 %-breyting yfir árið Raunverð íbúða og kaupmáttur launa 8% 6% 4% 2% 0% 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 Heimild: Hagstofa Íslands og Greining Íslandsbanka Kaupmáttur launa Raunverð íbúða 3,6 1,1 1,9 3,3 4,5 0,2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.