Morgunblaðið - 26.01.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.2022, Blaðsíða 12
AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 ww.betrabak.is Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. WESLEEP. DOYOU? VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti ráð- gjafarfyrirtækisins Akademias, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að við undirbúning námskeiðsins hafi hann hugleitt hverjir væru þekktustu samningamenn Íslands. Upp í hug- ann hafi strax komið eitt nafn; Lee Buchheit. „Ég áttaði mig fljótlega á því að það yrði frábært að hafa hann með. Hann hefur svo mikla reynslu af erf- iðum alþjóðlegum samninga- viðræðum,“ segir Eyþór sem setti sig strax í samband við Buchheit. „Hann tók umsvifalaust vel í þetta og fannst frábært að geta komið til baka til landsins og sagt þessar sögur.“ Klæðnaður skiptir máli Eyþór segir að fyrirfram hafi hann haldið að Buchheit myndi ekki geta farið djúpt í Icesave-samningasöguna, en það sé öðru nær. Eyþór segir að Buchheit muni m.a. segja frá leikritinu á bak við samningaloturnar. „Það snerist til dæmis um hvernig samn- ingamenn klæddu sig fyrir fundi. Allt skiptir máli, allt er útpælt.“ Þá mun Buchheit segja frá því hvernig samningamenn Breta hengdu upp myndir úr þorskastríð- inu, landhelgisdeilu Breta og Íslend- inga, í fundarherberginu, til að skjóta Íslendingum skelk í bringu. Eyþór segir að stór hluti af samn- ingaviðræðum sé ákveðið leikjaplan, hálfgert leikrit, sem stilla þurfi upp fyrirfram. Ekki snúist allt um tölur. Spurður hvort ekki sé kostnaðar- samt að fá mann eins og Buchheit til að kenna segir Eyþór að Akademias sé með marga alþjóðlega fyrirlesara á sínum snærum og Buchheit sé ekki sá dýrasti. Vegna faraldursins mun Buchheit kenna í gegnum fjarfundabúnað. Ey- þór vonar að Buchheit komist á stað- inn í haust þegar námskeiðið verði vonandi endurtekið. Gerir daginn betri Um samningatækni almennt segir Eyþór að hún sé fag sem allir stjórn- endur þurfi að kunna. „Það eru marg- ir sem halda að þeir kunni þessa tækni en gera í raun ekki.“ Eins og Eyþór bendir á þá er mannskepnan í stöðugum samninga- viðræðum daginn út og inn. „Ef mað- ur þekkir smá tækni og trikk, þá get- ur dagurinn orðið svo miklu betri.“ Eyþór segir að samningatækni í dag snúist ekki um að einn sigri og annar tapi. „Nú snýst þetta mikið um að búa til „win-win“ fyrir alla aðila, svo menn geti átt langtíma- samkomulag.“ Morgunblaðið/Kristinn Lee Buchheit á samningafundi. 20-25 manns komast á námskeiðið. Hengdu upp stríðsmyndir Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Lee Buchheit, aðalsamn- ingamaður Íslands í Ice- save-deilunni, er einn af fyrirlesurum á námskeiði Akademias í samninga- tækni í mars nk. Baldur Arnarson baldura@mbl.is M iðvikudaginn 22. desember birtust viðhorf undirritaðs í þessum dálki með fyrirsögninni „Sýna þarf stillingu“. Fjallað var um að staðfest smit vegna kórónuveir- unnar væru orðin á þriðja tug þús- unda. Nánar tiltekið voru þau um 21.500 daginn sem skoðunin birtist. Bent var á að myrkasta skammdegið væri erfitt fyrir viðkvæmasta hópinn og að ekki væri tilefni til að ala á ótta. Meðal annars væri gamla fólkið orðið vel varið, flest þríbólusett. H inn sama dag höfðu 37 látist í faraldrinum, þar af 20 vegna smita sem tengjast hjúkrunar- heimilum. N ú hafa um 60.100 smit verið staðfest sem er aukning um tæplega 39 þúsund á tæpum mánuði og um 180% fjölgun smita. Átta hafa látist síðan 22. desember og eru stað- fest andlát nú 45 talsins. Af þessu leiðir að hér um bil einn af hverjum 4.800 hefur látist úr veirunni á tíma- bilinu. Á bak við hvert andlát býr auðvitað harmleikur og mildast sú sorg ekki af samanburði talna. H itt er annað mál að þessi töl- fræði bendir eindregið til þess að bólusetningin hafi reynst vel. M aður sem varð á vegi undirrit- aðs sagði þessa tölfræði auð- vitað fagnaðarefni. Hins vegar mætti ekki gleyma því að langtímaáhrifin af því að fá veiruna væru óþekkt. Þau gætu allt eins orðið mjög alvarleg. M eð hliðsjón af góðum árangri bólusetninga myndi undirrit- aður heldur segja að glasið væri hálf- fullt. Getan til að framleiða bóluefni hefur aukist og verður að ætla að heimsbyggðin verði mun betur í stakk búin til að takast á við veiru af sama tagi þegar fram líða stundir. Sömuleiðis bendir margt til að mikið framfaraskeið sé fram undan í heil- brigðisvísindum næstu árin. Breytt staðaE ftirspurn eftir íslenskri raforku hefur orðið ein af undirstöðum velmegunar þjóðarinnar. Svisslend- ingar kveiktu á perunni, eða öllu heldur kerskálanum, í þessu efni fyrir hálfri öld og fleiri hafa gert það síðan. Það hefur ekki dregið úr áhuga um- heimsins á framleiðslunni að hún hef- ur minni umhverfisáhrif en flest önn- ur raforkuframleiðsla. Þegar orkunni er veitt í að leysa viðfangsefni hvers tíma, hvort sem það felst í framleiðslu áls, bræðslu sjávarafurða eða með því að knýja áfram gagnaverin, hin eigin- legu tækniský, hefur það minni áhrif á loftslag og umhverfi en þegar gasi eða kolum er brennt. Þ ótt orkuframleiðslan sé furðu jöfn miðað við allt og allt, þá koma ár þar sem gefur á bátinn. Þegar úr- koma er ekki næg eða leysingar láta á sér standa fyllast uppistöðulónin ekki með þeim hætti sem vænst er. Þá getur þurft að skerða orku til þeirra sem stóla á einmitt það, fyrirbæri sem nefnist „skerðanleg orka“. Hún er ódýrari en forgangsorkan. V elta má vöngum yfir því af hverju húshitun á köldum svæðum treystir á skerðanlega orku. Verðið ræður þar eflaust mestu, en flestir hljóta að vera sammála um að óásættanlegt sé að brenna olíu til húskyndingar hér á landi nema í ýtr- ustu jaðar- og neyðartilvikum. Því þarf að laga kerfið að nýjum veruleika. Tryggja þarf aðgengi að raforku til húshitunar, þótt áfram verði það gert á verði skerðanlegu orkunnar. Á því má finna farsæla lausn. H itt þarf svo að kveða í kútinn þegar spekúlantar og spjátr- ungar gera lítið úr málinu og segja næga orku í landinu. Ekkert mál sé að draga úr afhendingu til álvera eða iðnaðar, jafnvel gagnavera. Þar sé jú grafið eftir rafmyntum. Okkur ber að fara vel með gæði jarðar, sem eru ein af undirstöðum velsældar okkar. Þar eigum við að selja orkuna eins dýrt og við getum og til hæstbjóðanda. Gagnaver eru mikilvægur hlekkur í tækni- og framfarakeðju samtímans. Stjórnvöld eða orkufyrirtækin geta ekki ákveðið fyrir þau hvort þar sé grafið eftir bálkakeðjum eða þjónustu sinnt við hönnuði BMW. Þar verður verðmiðinn að ráða. Virðing fyrir auðlindinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.