Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Side 10
FRÉTTASKÝRING
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022
V
eistu hvað?“ sagði maðurinn og
horfði í augun á mér. „Lífaldur er
versta mögulega viðmið um getu
og hæfni manna á vinnumarkaði
sem hægt er að hugsa sér. Sjálf-
ur hef ég aldrei verið virkari en síðustu ár og
lít svo á að þekking mín og reynsla hafi aldrei
verið verðmætari en nú. Ég hef mjög gaman af
því að vinna og vinnan gefur mér margt en
auðvitað verður heilsan að vera í lagi. Þess ut-
an finnst mér fjarstæðukennt að aðrir ákveði
fyrir mig hvenær ég eigi að láta af störfum
vegna aldurs. Ég hlýt að vera þess umkominn
sjálfur.“
Maðurinn, sem heitir Jón Þorvaldsson og er
ráðgjafi, gerði stutt hlé á máli sínu áður en
hann hélt áfram. „Það eru einhver vúdúáhrif í
samfélaginu að fólk sem komið er yfir fimm-
tugt sé minna spennandi starfskraftur og geti
upp til hópa minna en þeir sem yngri eru.
Hvað þá þeir sem komnir eru yfir sextugt eða
sjötugt. Það tapast gríðarleg þekking með
þessum fordómum og þessu verður að linna.
Sóunin er ótrúleg.“
Jón var ekki hættur. „Að sama skapi er það
risavaxin spurning hvernig sú skoðun fær lifað
í þekkingarsamfélagi nútímans að eldra fólk
hafi upp á minna að bjóða en yngra fólk. Þetta
órökstudda viðhorf á rætur að rekja til iðn-
aðarsamfélags fortíðarinnar sem skilgreindi
vinnuafl að langmestu leyti sem vöðvaafl. Þau
kerfi sem beina eldra fólki út af vinnumarkaði
eru því enn skilgreind á forsendum minna
vöðvaafls – og hljóta því að falla um sjálf sig
eins og spilaborg.“
Fleiri urðu þau orð ekki. Í það skiptið. En
eftir sátu vangaveltur, fræjum hafði verið sáð.
Fólk sækir margvíslega ánægju í vinnu sína,
sjálfsvirðingu, félagslega næringu og svo auð-
vitað blessaðar tekjurnar. Gengur því að
klukka bara viðkomandi þegar hann verður
sjötugur og segja hátt og snjallt: Þú ert úr
leik! Skiptir ekki atgervi meira máli en aldur
og eru ekki allir sem búa að stöðugu og góðu
blóðflæði til heilans frambærilegur starfs-
kraftur? Burtséð frá lífaldri. Er okkur stætt á
því að koma í veg fyrir að fólk sem vill geti lagt
sitt af mörkum til að halda uppi velferðarsam-
félaginu og lífskjörum í landinu? Maður spyr!
Rifjum í þessu sambandi snöggvast upp 65.
grein Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Hún
er svona: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum
og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis,
trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn-
þáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu
að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta
jafns réttar í hvívetna.“
Vantar mögulega eitthvað þarna inn? Svo
sem aldur. Eða fellur hann ef til vill undir
stöðu að öðru leyti?
Skuli láta af störfum
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins frá 1996 er lögfest sú regla að opin-
berir starfsmenn skuli láta af störfum við 70
ára aldur. Þá er kveðið á um að embættis-
manni skuli veita lausn frá og með næstu mán-
aðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri og hið
sama gildir um þá sem skipaðir eru tímabund-
ið í embætti. Þetta á ekki við á almennum
vinnumarkaði en eigi að síður hefur þetta við-
mið verið innbyggt í hugsun margra áratugum
saman og er jafnvel enn. Það er að segja að
fólk eigi ekki að vera að þvælast fyrir á vinnu-
markaði eftir sjötugt.
En tímarnir breytast og mennirnir með og
sjötugur maður í dag er ekki sama og sjötugur
maður fyrir hálfri öld eða jafnvel 26 árum þeg-
ar lögin voru sett. Lífslíkur fólks eru stöðugt að
aukast og fólk fer upp til hópa betur með sig;
slítur sér ekki eins út í vinnu, hreyfir sig meira
en tíðkaðist, borðar hollari mat og ræktar hug-
ann með margvíslegum hætti. Að ekki sé talað
um að læknavísindunum hefur fleygt fram.
„Þegar ég var að vaxa úr grasi upp úr miðri
síðustu öld var sjötugur maður á grafarbakk-
anum enda sleit fólk sér út mun fyrr en það
gerir í dag,“ segir Helgi Pétursson, formaður
Landssambands eldri borgara (LEB). „Sjálfur
er ég 73 ára og finn ekki fyrir neinu, 7-9-13.“
Það er landlæg pest
Helgi segir málið ekki flókið; vilji fólk vinna
eftir sjötugt og hafi til þess getu og starf sé
fyrir hendi þá eigi það að sjálfsögðu að fá að
vinna. Það mál sé bara milli starfsmannsins
sjálfs og vinnuveitanda hans og komi engum
öðrum við.
„Það er landlæg pest að fólki, allt niður í 55
ára, sé hent út og fái ekki aðra vinnu. Þá fóbíu
þurfum við sem samfélag að yfirstíga,“ segir
Helgi og bætir við að því miður gildi þetta frek-
ar um konur en karla sem sé alls ekki ásættan-
legt. „Það eru fordómar sem þarf að eyða.“
Helgi segir rétt eldri borgara til að stunda
vinnu eitt af helstu baráttumálum lands-
sambandsins um þessar mundir, samkvæmt
manifestó þess. „Það er ekkert sem breytist
við það að fólk verði 67 ára eða sjötugt, hvorki
líkamlega né andlega. Hvers vegna eru þá við-
vörunarbjöllur að hringja?“ spyr hann. „Vinna
snýst um færni en ekki aldur.“
– Viltu hækka mörkin, til dæmis upp í 75 ár
eða hafa þetta bara opið?
„Ég vil hafa þetta opið. Ef áttræður maður er
í fullri vinnu og að skila sínu kemur það ekki
nokkrum manni við, nema honum og vinnuveit-
anda hans. Við þurfum að búa að víðsýni og
þroska til að leysa þetta mál, þannig að allir
verði sáttir. Hugsaðu þér ávinninginn fyrir
samfélagið ef við getum áfram leitað til alls þess
færa og reynslumikla fólks sem þarf nauðugt að
setjast í helgan stein eins og löggjöfin er núna.“
Að sögn Helga getur það verið þungt högg
að þurfa að hætta að vinna og sé fólk ósátt
gæti það hæglega orðið baggi á félagslega
kerfinu og heilbrigðiskerfinu mun fyrr en hefði
þurft að verða.
Snýst um að hafa val
Þetta þýðir vitaskuld ekki að hvetja eigi fólk til
að halda áfram að vinna eftir sjötugt, hugnist
það því ekki. „Nei, almáttugur,“ segir Helgi.
„Ég skil vel og ber fulla virðingu fyrir þeim
sem vilja hætta að vinna og fara frekar að
ferðast eða út á golfvöll. Þeir sem vilji hætta
eiga að fá að hætta. Málið snýst bara um að
eldri borgarar hafi val.“
– Hefur þú á tilfinningunni að þeim fari
fjölgandi sem kjósa að halda áfram að vinna
eftir sjötugt?
Er Grái herinn ekki til margra
verka nytsamlegur? Er ekki rétt
að spyrja fyrst um færni, síðan
aldur? Svari nú hver fyrir sig.
Colorbox
Ekki sjúkdómur að eldast
Fólk á ellilífeyrisaldri hefur aldrei verið fleira á Íslandi en nú – og fer bara fjölgandi. Sumt af þessu fólki hefur fulla starfsorku og hefur
ríkan vilja til að halda áfram að vinna fulla vinnu, sér og samfélaginu til hagsbóta. Það gengur þó ekki starfi fólk hjá hinu opinbera en
26 ára gömul lög kveða á um að það þurfi að láta af störfum um leið og það verður sjötugt. Er tímabært að endurskoða það viðhorf?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’
Þau kerfi sem
beina eldra fólki
út af vinnumarkaði
eru því enn skil-
greind á forsendum
minna vöðvaafls –
og hljóta því að
falla um sjálf sig
eins og spilaborg.
Helgi
Pétursson
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir
Jón
Þorvaldsson