Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Síða 12
FRÉTTASKÝRING
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022
„Ég er ekki endilega viss um það. En það er
alltaf einhver hluti sem myndi kjósa það, að
því gefnu að vinna sé fyrir hendi. Annars er
fjöldinn svo sem aukaatriði í þessu sambandi.“
Að sögn Helga gilda áþekk lög um þessi mál
annars staðar á Norðurlöndum og sama um-
ræðan er í gangi. Hann segir gildandi lög, sem
vísað var til hér að framan, fela í sér löngu úr-
elta hugsun sem sé hreinlega út í hött. „Það á
ekki heima í lögum að henda fullfrísku og
reynslumiklu fólki út. Það að eldast er ekki
sjúkdómur. Það er fáránlegt að hið opinbera sé
að missa frá sér lykilmenn, bara vegna þess að
þeir eru orðnir sjötugir.“
Tillaga liggur fyrir Alþingi
Hann hefur væntingar til þess að lögunum
verði breytt, fyrr en síðar, en þess má geta að
tillaga til þingsályktunar um afnám 70 ára
aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins liggur nú ein-
mitt fyrir Alþingi, 152. löggjafarþinginu. Að
henni standa þingmenn úr Vinstri hreyfing-
unni – grænu framboði, Flokki fólksins og
Viðreisn. Tillagan var fyrst lögð fram á 150.
löggjafarþingi og gekk þá til efnahags- og við-
skiptanefndar eftir fyrri umræðu og bárust
umsagnir frá BSRB og Landssambandi eldri
borgara. Málið var lagt fram öðru sinni á 151.
löggjafarþingi og barst þá umsögn frá Al-
þýðusambandi Íslands auk fyrri umsagnar
BSRB.
„Ég held að þetta mál eigi miklu meiri
stuðning í þinginu nú en oft áður og sennilega
bara tímaspursmál hvenær þetta ákvæði verð-
ur numið úr lögum,“ segir Helgi. „Ég held að
þess verði ekki langt að bíða að við komumst
yfir þennan leiðinlega þröskuld. Þetta er liður í
breytingum sem almennt eru að verða á við-
horfi til eldra fólks í samfélaginu. Því ber að
fagna.“
Samkvæmt téðri tillögu ályktar Alþingi að
fela fjármála- og efnahagsráðherra, í samráði
við félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, að
hefja viðræður við samtök opinberra starfs-
manna um afnám þeirra ákvæða í lögum sem
takmarka starf opinberra starfsmanna við 70
ára aldur. Markmiðið er að veita opinberum
starfsmönnum möguleika á að vera áfram í
starfi eftir að 70 ára aldri er náð, ef þeir vilja
og treysta sér til, að því er fram kemur í grein-
argerð. Það verður sumsé enginn skikkaður til
að vinna, kæri hann sig ekki um það.
BSRB fagnar tillögunni
Í umsögn sinni fagnaði BSRB tillögunni auk
þess sem samtökin lýstu sig reiðubúin til að
taka þátt í þeirri vinnu sem í henni fælist.
Lögð var áhersla á samráð við stéttarfélög
opinberra starfsmanna og að einungis væri um
að ræða heimild til að halda áfram í starfi eftir
að 70 ára aldri er náð.
Alþýðusamband Íslands segir í umsögn
sinni samtökin vera hlynnt því að hverfa frá
núverandi fyrirkomulagi en breytingar geti
haft áhrif á kjarasamninga aðildarsamtaka
ASÍ við ríki og sveitarfélög og mikilvægt að
skoða allar breytingar í því ljósi.
Flutningsmenn benda á að lífsgæði og að-
stæður hafa breyst mikið frá því að lög um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins voru
sett. Auknar lífslíkur og bætt heilsa fólks hafi
gert því kleift að starfa lengur en það gerði áð-
ur. Telja flutningsmenn rétt að opinber stefna
í atvinnumálum endurspegli þá breytingu og
gefi þeim sem vilja starfa lengur og hafa heilsu
til þann möguleika. „Þessu til stuðnings má
nefna að í sumum tilfellum halda starfsmenn
opinberra stofnana áfram störfum fyrir þær
sem verktakar eftir starfslok við 70 ára aldur.
Jafnframt kann að vera að hið opinbera tapi
þekkingu til hins almenna vinnumarkaðar þar
sem ekki er að finna sambærilegar aldurs-
takmarkanir,“ segir í greinargerðinni með
þingsályktunartllögunni.
Sprækt fólk á að fá að vinna
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG,
sem verið hefur fyrsti flutningsmaður að téðri
tillögu í öll þrjú skiptin, segir mikilvægt að
málið nái fram að ganga.
Spurð hvers vegna hún sé að beita sér fyrir
téðum breytingum svarar Bjarkey því til að
erfitt sé að horfa upp á opinbera starfsmenn
missa vinnuna fyrir þær sakir einar að þeir
hafi orðið sjötugir. „Þá er ég að tala um fólk
sem vill halda áfram að vinna og vinnuveitand-
inn vill jafnvel halda en má það ekki. Nýjasta
dæmið sem ég man eftir er Birgir Jakobsson
sem varð að hætta sem landlæknir en varð síð-
an aðstoðarmaður ráðherra. Er það ekki eitt-
hvað öfugsnúið?“
Bjarkey hefur átt samtöl við marga í svip-
aðri stöðu og hefur á tilfinningunni að þeim
sem vilja halda áfram að vinna eftir sjötugt
fari fjölgandi. „Auðvitað á sprækt fólk sem
hefur enn þá margt fram að færa að fá að
halda störfum sínum áfram. Matið þarf að
byggjast á hæfni og færni en ekki aldri. Er
ekki stundum sagt að 70 sé hið nýja 50?“ segir
hún sposk. „Ég hef talað um spekileka í þessu
sambandi enda ekki alltaf auðvelt að fylla
skörð sérhæfðra starfsmanna sem neyðast til
að hætta vegna aldurs.“
Og þetta gerist á sama tíma og fólk vantar
víða til starfa. „Þörfin fyrir vinnandi hendur
fer síst dvínandi hér á landi og fyrir vikið höf-
um við hreinlega ekki efni á að sleppa þessu
fólki,“ segir Bjarkey.
Nær málið fram að ganga?
Hún segir tillöguna hafa fengið góða umfjöllun
í þinginu og jákvæðar umsagnir hafi borist,
svo sem hér hefur verið rakið. Eigi að síður er
hún ekki sannfærð um að hún nái fram að
ganga.
– Hvers vegna ekki? Hver er fyrirstaðan?
„Hún heitir pólitík,“ svarar Bjarkey. „Þetta
er þingmannamál og það getur verið snúið að
koma þeim í gegn. Það er alltaf spurning
hvernig flokkarnir forgangsraða málum. Sjálf
legg ég hins vegar áherslu á að þetta mál nái
fram að ganga og geri ráð fyrir að svo verði,
hvort sem það verður fyrir atbeina þessarar
þingsályktunartillögu eða einhvers annars.
Samfélagið kallar eftir þessu.“
Menn yfir sjötugt eru
upp til hópa betur á sig
komnir í dag en þekktist
fyrir 30 eða 50 árum.
Colorbox
’
Þörfin fyrir vinnandi
hendur fer síst dvínandi
hér á landi og fyrir vikið höf-
um við hreinlega ekki efni á
að sleppa þessu fólki.
E
gill Eðvarðsson vann áratugum saman
við dagskrárgerð hjá Ríkissjónvarp-
inu en var, eins og lög gera ráð fyrir,
kvaddur með kurt og pí einn daginn, þegar
hann varð sjötugur árið 2017. Hann lét þó
ekki strax af störfum; kom áfram að marg-
víslegum verkefnum sem verktaki.
„Ég var með svo mörg verkefni í gangi á
þessum tíma, sum hver stór og mikil, að þau
dugðu mér meira og minna næstu tvö árin.
Þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að ég
væri að hætta að vinna,“ segir hann. „Að því
kom þó að ég fór að hugleiða: Hvað er eigin-
lega að gerast. Engin ný verkefni að detta
inn. Þetta er skrítið! Fyrst varð ég bara hissa,
svo smáleiður og síðan bara þokkalega fúll.
Af hverju? Af hverju var ég ekki lengur beð-
inn um að leysa góð verkefni, ef ekki allra
stærstu verkefnin, af hverju þá ekki einhver
minni? Var ég ekki lengur nógu góður?
Orðinn of gamall, maður minn. Kennitalan
þín sýnir að þetta sé orðið gott, var sagt. Bú-
inn að vinna í faginu í nærri 50 ár. Nú þarftu
að fara að slaka svolítið á.“
Slaka á, spurði hann sig, af hverju? „Ég
sem hafði alltaf notið lífsins og kann manna
best að slaka á. Af hverju mátti ég ekki ráða
því sjálfur hvort ég ynni áfram þau störf, sem
mér hafa alltaf þótt svo frábærlega skemmti-
leg og nánast átt erfitt með að greina á milli
hvort væru í raun og veru vinna eða skemmt-
un. Spilarðu ekki golf, var spurt? Nei. Nú, þá
er gráupplagt að tileinka sér það. Golfið mað-
ur. Njóta lífsins! Það tók mig dágóðan tíma
að sætta mig við hvað þarna var að gerast.“
Egill er þeirrar skoðunar að það sé tóm vit-
leysa að segja fólki að hætta að vinna vegna
aldurs. „Ég hefði hætt á stundinni hefði mér
verið talin trú um að ég væri ekki lengur
nógu góður til að sinna starfi mínu. Ekki
spurning. En ég fyrirlít aldursfordóma alveg
eins og ég er yfirleitt á móti öllum fokkings
fordómum hverjir svo sem þeir eru, já hvort
heldur þeir tengjast tungumáli, kyni, holda-
fari, hárvexti, litarhætti eða hverju því sem
aðgreinir okkur mannfólkið.“
Hann veltir fyrir sér hvort við ættum frek-
ar að lækka aldursmörk fólks þegar það á að
hætta að vinna, lækka þau niður í til dæmis
50 ár frekar en að halda okkur við 67 eða 70
árin. „Þegar þú næðir fimmtugu yrðirðu að
hafa sannað og það helst fyrir löngu, að þú
værir góður verkmaður, fyrirmyndar starfs-
maður, hörkuduglegur, í alla staði áhuga-
samur, skilaðir góðu dagsverki, heiðarlegur í
hvívetna svo ekki sé talað um smá „snill-
ingur“ líka, alla vega yfirburðarmaður á þínu
sérsviði. Þeir sem þetta sannaðist á héldu
áfram að vinna, en hinir … þeir slöku, áhuga-
lausu, lötu og leiðinlegu myndu vera látnir
hætta eða alla vega settir til hliðar sem ann-
ars flokks verkmenn. Þetta væri mun réttlát-
ara en að segja fólki upp starfi fyrir aldurs
sakir. Meta framlag manns eftir gæðum en
hvorki eftir augnlit né aldri!“
Að öllu gamni slepptu segir hann líklega
báðar leiðir jafn vitlausar, en sú sem kemur í
veg fyrir að gott og gilt fólk, á hvaða aldri
sem það er, geti fengið að vinna þjóðfélaginu
gagn þó sýnu vitlausari.
Þrátt fyrir að Egill sé ekki lengur fastur
starfsmaður Ríkisútvarpsins leggst honum
þó ýmislegt til enda hvergi hættur, segir
hann.
„Ég vona að ég endi ferilinn þó ekki ein-
göngu í veglegum minningarþáttum um góða
vini mína eins og Hemma Gunn, Eddu Heið-
rúnu, Ragga Bjarna og nú síðast þann góða
dreng, Gísla Rúnar. Yrði kannski minnst sem
„meistara minningarþáttanna“. Er reyndar
með enn einn laufléttan minningarþátt í
smíðum þessa dagana. Um sjálfan mig. Djók!
Væri það samt ekki eitthvað?“
Nei, hann kveðst vera einn þeirra heppnu.
„Ef ég fæ ekki lengur verkefni við hæfi bý ég
þau bara til. Hef til dæmis aldrei málað meir
á ævinni en ég geri núna. 100 mynda mál-
verkaröð bíður sýningar. Skrifa síðan líka
heilmikið, ýmist smásögur eða ljóð, þó það sé
að mestu fyrir skúffuna. Reyndar er ég að
klára að skrifa alvöru bók ásamt konunni
minni Kristínu, en áætlað er að bókin komi út
hjá Forlaginu með vorinu. Innihaldið ekki
gefið upp, en hressandi lesning með aragrúa
ljósmynda, sem ég hef tekið. Já, svo er það
ljósmyndunin, sem er hægt og bítandi að taka
yfir hreyfimyndirnar. Ljósmyndarasonurinn
frá Akureyri að ganga í barndóm!“
Egill kveðst vera lukkunnar pamfíll. Hann
hafi það gott eins og alltaf og aldurinn víðs
fjarri. „Þegar þú hringdir þá var ég að laga
mér kaffi og glugga í Sigurð Nordal, Ferð-
ina, sem aldrei var farin. Nýbúinn að lesa í
hundraðasta skipti snilldarbókina Milli
trjánna eftir félaga minn Gyrði Elíasson og
innan úr vinnustofunni hljóma svo Myndir á
sýningu eftir Mussorgsky með annan snilling
við stjórnvölinn, nefnilega Víking Heiðar.
Víkingur er reyndar einn þeirra ungu manna
sem leitar til „gamla mannsins“ þegar mikið
liggur við. Nýlega lauk ég við veglega tónlist-
ardagskrá í sjónvarpi með Víkingi auk þess
að kynna nýjasta diskinn hans víða um heim.
Strákurinn virðist kunna að meta kunnáttu
„gamla mannsins“ þrátt fyrir að árgangurinn
1947 sé ekki viðurkenndur af yfirstjórn þjóð-
félagsins. Sannast kannski í frábærri sam-
vinnu okkar strákanna, að gamlir vín-
árgangar bragðast oft best.“
Egill Eðvarðsson fékk heiðursverðlaun Edd-
unnar fyrir framúrskarandi störf árið 2019.
Kennitalan þín sýnir að þetta sé orðið gott