Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Síða 15
27.2. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Garðsala með kynlífstækjum
Ekki hefur alltaf blásið byrlega hjá Blush.
Þegar fyrirtækið var þriggja ára opnaði Gerð-
ur fyrstu búð sína á Dalveginum en lokaði
þremur mánuðum síðar.
„Ég sat þarna allan daginn og beið eftir við-
skiptavinum en það kom enginn. Ég skildi ekk-
ert í þessu. Ég átti engan pening og var búin
að skuldsetja mig og sá að ég gat ekkert gert.
Ég var bara fangi í þessari verslun sex tíma á
dag. Svo liðu tvö, þrjú ár og þá opnaði ég 36
fermetra búð í Hamraborg en við sprengdum
hana strax. Þá var ég að opna búð því ég gat
ekki verið með þetta heima hjá mér lengur, ég
var með fólk hér á hurðinni daglega,“ segir
Gerður sem þá seldi vörur á netinu og í heima-
kynningum en segir svo marga hafa viljað
koma sjálfir að sækja eða skoða.
„Stofan mín var teppalögð með pappaköss-
um með kynlífstækjum,“ segir hún og hlær.
„Eitt skipti keypti ég þrotabú af sænsku
fyrirtæki og fékk sent til Íslands og ákvað að
vera með garðsölu. Ég auglýsti á Facebook:
„Garðsala með kynlífstækjum“ og það varð allt
kreisí! Ég setti fullt af borðum út í garð og rað-
aði á þau kynlífstækjum. Það var bílaröð frá
Salalauginni og alla leiðina hingað. Það mættu
fleiri hundruð manns og lögreglan þurfti að
koma að stjórna umferðinni!“ segir hún og
hlær.
Langstærst á markaðinum
Blush fór heldur betur að blómstra og þremur
árum eftir að Gerður opnaði fyrstu verslunina
í Hamraborg þurfti hún að stækka við sig og
opnaði stærri verslun, einnig í Hamraborginni.
Í fyrra opnaði hún síðan 860 fermetra verslun
á Dalveginum.
„Að koma inn í þá verslun er eins og að
ganga inn í ævintýraheim. Það er upplifun.
Þarna fékk mín sköpunargleði að ráða,“ segir
Gerður og segist hafa flutt inn risastórt kirsu-
berjatré frá Kína.
„Ég keypti það á Aliexpress og er það fimm
metrar á hæð og sex á breidd. Það hafði verið
draumur lengi að fá svona tré og loks gat ég
það því það er átta metra lofthæð í nýju búð-
inni,“ segir Gerður og segist auðveldlega hafa
getað fyllt þessa 860 fermetra, en fyrri búðin
var 160 fermetrar.
„Það var allt að springa og ég var komin
með lager og geymslur út um allt,“ segir Gerð-
ur en velta fyrirtækisins í fyrra var yfir sex
hundruð milljónir. Salan tvöfaldaðist árið
2020, á fyrra ári kórónuveirunnar, og jókst svo
um 40% í fyrra.
„Fólk var meira heima hjá sér og leiddist,
eða fast í einangrun. Ég hélt að ég væri búin
að metta markaðinn en svo er ekki. Viðhorfið
er að breytast og fólk á ekki lengur bara eitt
egg heldur heilan dótakassa.“
Þannig að nú er loks öll vinnan farin að skila
sér?
„Já, það gengur rosa vel. Fyrirtækið er
skuldlaust en ég fór eitt sinn í gjaldþrot og
ákvað þá að ég ætlaði aldrei aftur að skulda
neinum neitt. Það tók lengri tíma að byggja
upp fyrirtækið fyrir vikið en skilaði sér á end-
anum. Við erum langstærst á markaðinum
með 86% markaðshlutdeild. Við erum fyrir-
myndar- og framúrskarandi fyrirtæki hjá
Creditinfo og fyrir tveimur vikum unnum við
besta íslenska vörumerkið hjá Brandr. Það var
ótrúlega flott viðurkenning. Svo var ég valin
markaðsmanneskja ársins þannig að við erum
að gera eitthvað rétt. Bæði erum við með sturl-
að vörumerki og svo erum við að gera vel í
markaðsmálum. Við erum alltaf að reyna að
breyta viðhorfi í samfélaginu gagnvart kynlífs-
tækjum,“ segir Gerður og segir að konur á
aldrinum 35-55 ára séu stærsti markhópurinn.
„Þegar ég byrjaði man ég að ömmu og afa
leið eins og ég væri gjörsamlega að gera eitt-
hvað ólöglegt. Það fóru að birtast myndir af
mér í blöðum og amma spurði mig hvað ég ætl-
aði svo að gera þegar ég þyrfti svo að sækja
um vinnu. Ég sagði ömmu að ég ætlaði aldrei
aftur að sækja um vinnu. Henni leið eins og ég
væri búin að skemma mannorðið og þannig var
viðhorfið hjá mörgum.“
Hef trú á hugmynd
„Þetta er vinnan mín en samt svo miklu meira
en það. Þetta er ástríðan mín. Ég geri ekkert
mikið annað en það sem tengist Blush,“ segir
Gerður og segist eiga sér nokkur önnur áhuga-
mál.
„Mér finnst ofboðslega gaman að elda og ég
tek stundum pásu frá vinnunni og elda eitt-
hvað gott fyrir okkur Jakob og svo vinnum við
oftast á kvöldin líka. Ég er oft langt fram yfir
miðnætti að tala við Kína vegna tímamismun-
arins. Ég byrja oft ekki fyrr en tíu, ellefu á
morgnana, enda ekki mikil A-manneskja,“
segir Gerður og segist einnig fara mikið til út-
landa á sýningar og fundi og auk þess tekur
hún oft á móti birgjum sem vilja ólmir koma til
Íslands.
„Þetta er mjög fjölbreytt starf. Ég hef far-
ið tvisvar til Kína og átti að fara nýlega en
það var hætt við vegna Covid. Ég elska að
vinna með Kínverjum, þeir eru alveg pott-
þéttir,“ segir Gerður sem nú vinnur einnig að
því að koma vöru sinni Reset á Evrópu-
markað.
„Ég er enn að hanna fleiri vörur og við för-
um ekki með neitt á markað erlendis fyrr en
það verður komið heilsteypt vörumerki. Svo
tekur þetta allt tíma; það þarf að búa til kon-
septið alveg fyrst.“
Þannig að þú ert að fara í útrás?
„Ekki með Blush, en með Reset, sem er sér
fyrirtæki. Ég trúi því að þessar vörur séu góð-
ar og hef bilaða trú á hugmyndinni. Ég er aft-
ur komin í þá stöðu að hafa trú á hugmynd en
efasemdir um að ég geti þetta. Nú þarf ég að
peppa sjálfa mig upp og ætla að gefa þessu
þrjú ár.“
Nú varstu valin markaðsmanneskja ársins,
það hlýtur að hafa gefið þér sjálfstraust?
„Já, auðvitað var það góð viðurkenning. Ég
trúi því að ég eigi hana skilið því ég veit að ég
hef staðið mig vel og er með skemmtilegar
hugmyndir þegar kemur að markaðssetningu.
En eins og svo margir þekkja þá á maður það
til að fara að efast um ágæti sitt. Ég hugsaði
smá, hvað ef fólk fattar að ég viti ekkert hvað
ég er að gera? Hvað ef það kemst upp að ég er
ekkert það klár og elska að sofa til hádegis?“
segir hún og hlær.
„En maður þarf að læra að hunsa svoleiðis
hugsanir,“ segir hún og segir það vera mikinn
heiður að fá þessa viðurkenningu. Sjálf hafi
hún lengi litið upp til þeirra sem þennan titil
hafa borið á undan henni.
„Ég horfði á þetta fólk vinna þessi verð-
laun og fannst þau algjörar rokkstjörnur. Nú
er ég búin að fá þesa viðurkenningu og fer að
efast um sjálfa mig. Egóið mitt stækkar ekki
heldur finnst mér ég þurfa að standa mig. Ég
þarf að halda rétt á spöðunum og halda áfram
en ég er mjög skynsöm. Ég er bara 32 ára og
er með fullt af hugmyndum. Ég er rétt að
byrja!“
Morgunblaðið/Ásdís
’
Ég setti fullt af borðum út í
garð og raðaði á þau kynlífs-
tækjum. Það var bílaröð frá
Salalauginni og alla leiðina
hingað. Það mættu fleiri hundr-
uð manns og lögreglan þurfti að
koma að stjórna umferðinni!