Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022 Ý msir eiga erfitt með að halda þræði í dapurlegri umræðu um andstyggileg örlög Úkraínu. Og þrautalendingin er oft sú að falla í skiljanlegri angist sinni í hefðbundið skak. Það gerir þeim svo sem ekki mikið til, en það bætir heldur engu við umræðuna, sem væri þó okkur öllum hjálplegt. Alltaf fellur hann fyrst Okkur var sagt í „fréttum“ snemma í gær að Rússar hefðu þegar misst nærri 500 hermenn. Er það alveg víst? Hver sér um talninguna? Rússar sjálfir, eins og öll önnur herstjórnaryfirvöld, góð sem vond, telja enga ástæðu til að fleyta slíkum tölum, hvort sem þær eru trúlegar eða ótrúlegar. Yfirvöld senda út sín- ar tölur um særða og fallna og ekki er ólíklegt að frá þeim hafi verið gengið, fyrir hvern dag, fyrir all- mörgum mánuðum. En við vitum hins vegar að þetta tiltekna atriði get- ur átt við sannleikann almennt, þegar svo er komið. Það er frægur og mikið notaður stóridómur: Stríð er hafið og sannleikurinn féll fyrstur allra í valinn. Þau örlög eiga einnig við þótt stríð sé aðeins í undirbúningi. Það getur skipt miklu og jafnvel öllu fyrir úrslit síðar ef sannleikurinn kemur illa laskaður til leiks, er varla hugað líf, þótt þetta sé löngu áður en nokkur greip til vopna. Þess verður vart, að þeir eru til sem láta það fara í taugarnar á sér ef yfirlýsingar helstu ríkja um stór- brotnar efnahagslegar refsiaðgerðir eru ekki teknar nógu alvarlega og menn gefi sér ekki að þær séu sem meitlaðar í harðan stein og megi ekki um þær efast. Refsiaðgerðir hræddu Pútín eins og Ketill skrækur Skuggasvein Tugir leiðtoga ríkja Nató og ESB átu upp sama text- ann á fjölmörgum fundum þegar sást að rússneskum hermönnum fjölgaði við landamæri Úkraínu. Enginn þeirra vissi þá um hvaða refsiaðgerðir yrði að tefla. Það vitum við núna, að einhverju leyti. Það varð þó ekki á annan veg skilið en svo, að yrðu þær að veruleika, þá myndi Pútín forseti sitja sveitt- ur og skjálfandi í áfalli, einn við lengsta borðið í Kreml og biðja allar góðar vættir, sem hann hefur samband við og eru ekki endilega margar, að fyrir- gefa sér og hætta svo við allt sitt brall. En svo reynd- ist efnahagslegi refsivöndurinn, þegar hann loks birt- ist, vera harla tætingslegur og órafjarlægur því að líkjast þeim sem hafði verið veifað ósýnilegum vikum saman. En eftir reglunni um að betra sé að veifa röngu tré en öngvu hefur hálmstráinu eina verið veifað ótt og títt og almenningur beðinn um að láta sem hann taki þetta allt alvarlega. Þar sem undirtektir eru rýrar er þrautalendingin sú að hafa uppi góð orð um að „síðar“ muni koma refsiábót! Og þá megi Pútín fara að passa sig og panta enn lengra borð. Og þó að digurbarkalega hafi verið talað í kynningu valdhafa, segir Ambrose Evans-Pritchard um að- gerðirnar ógurlegu, sem dynja skuli miskunnarlaust á Rússlandi, að gagnsemi þeirra velti ekki á úthaldi þess hýdda. Látið sé eins og að brotpunktur verkjaþröskuld- arins snúist um Rússa. Hversu lengi þeir muni þola þessar „efnahagshýðingar“. Hvar sé þeirra síðasti þröskuldur tjóns og verkja. „Mín ágiskun er sú,“ bæt- ir Pritchard við, „að rússneski virkisveggurinn muni halda mun betur í þessari keppni um sjálfstraust og aga og með stóískri ró, heldur en hverflynd og stað- festulaus evrópsk elíta er fær um.“ En hann segir einnig, að auðvitað séu slíkar refs- ingar „afdráttarlaus og nauðsynleg pólitísk yfirlýs- ing,“ enda án hennar eða einhvers sambærilegs liti svo út að verið væri að samþykkja gjörninginn illa með þögninni. En refsiefnið sem lagt var á borðið mun hins vegar „ekki hreyfa í neinu við því sem gert var“. Hefði mátt benda fyrr á hin miklu mistök En næsta ábending höfundarins var sláandi og er efnislega á þessa leið: Á því augnabliki sem Pútín hef- ur náð fullri stjórn á Úkraínu verður gasleiðslan fræga, „Nord Stream 2“, að hreinu aukaatriði. Skipt- ir leiðslan eiginlega engu eftir það, segir Pritchard og gerir glögga grein fyrir ástæðum þess. En segir svo: „Mistökin stóru voru gerð í júní 2015 þegar Þýska- land ákvað að halda áfram eins og ekkert hefði í skor- ist með rússnesk/þýska samvinnuverkefnið um gas- leiðsluna miklu. Þetta var ákveðið aðeins réttu ári eftir innlimun Krímskaga í Rússland! Þar með var í rauninni gefin (óafturkræf) yfirlýsing um að fyrsta „Anschluss“ í Evrópu á þessari öld myndi ekki sæta refsingu. Og þetta mál var reyndar enn verra, því að með þessum ákvörðunum væri verið að veita geranda glæpsins verðlaun fyrir herkænsku hans!“ Ekki hættulegra en Texas eða Holland Það hefur lengi verið klisja, sem hver étur eftir öðr- um, að enginn þurfi að óttast eða taka sérstakt tillit til Rússlands lengur. Efnahagur þess sé á borð við fjárhagslegan styrk Texas, eða Hollands og Belgíu saman. Því er gjarnan bætt við að ráðamenn í Rúss- landi geti verið digurbarkalegir og montað sig af fleiri hekturum en önnur lönd ráði fyrir, en þeir séu dreifðir, blankir og spilltir. En hin ágætu ríki eða hluti af ríkjasambandi sem nefnd eru til skýringar á smælkinu Rússlandi eru ekki með herlið á sínum snærum sem talin eru í hundruðum þúsunda manna. Þau eru ekki kjarn- orkuveldi og eru ekki í hópi örfárra ríkja sem hafa neitunarvald hjá SÞ. Fjármálaálfar í Reykjavík gætu lært af Pútín Það var minnt á það fyrir nokkru í ritstjórnargrein blaðsins að Rússland hefur komið sér upp gjaldeyr- isvarasjóði upp á 635 milljarða bandaríkjadala. Ríkið er því sem næst skuldlaust þegar borið er við þjóðar- framleiðslu og það enda þótt Rússland, eins og önnur ríki, sé um það bil að komast út úr tveggja ára veiru- fári. Mörg ríki heims afsaka skuldasöfnun sína með því. Rússland er með afgang á sínum fjárlögum og er því lítt háð erlendum fjárfestum. Pritchard nefnir einnig þessa þætti til sögunnar og segir að þær staðreyndir geri bandarísku refsiað- gerðirnar gegn útgáfu ríkistryggðra pappíra fremur að stríðni eða pínulitlum pirringi en að raunverulegu vandamáli sem bíti. Hvaða aðstoðarmaður í Hvíta húsinu leyfði sér að senda Biden með þetta lítilræði í pontu og láta eins og það skipti einhverju máli til eða frá? Forsetinn gat haldið á hornsíli og kynnt það sem hval. Þeim sem vilja fá heillega mynd af þessari stöðu Dapurleg þróun og fæst sem sýnist Reykjavíkurbréf25.02.22

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.