Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Blaðsíða 19
sofa. En það hafa komið mál sem halda fyrir
manni vöku,“ segir hann.
„Árið 2017 var til dæmis erfitt ár en þá voru
þrjú morð sem ég kom að. Ég var þá mjög ná-
lægt því að fara að hugsa mér til hreyfings.“
Hef verið færanleg sviðsmynd
Talið berst að sjónvarpsþátta- og kvikmynda-
áhuganum, en Ragnar hefur verið með putt-
ana í ýmsu, nú síðast var hann einn handrits-
höfunda Svörtu sanda, glæpaseríu sem er nú
að gera það gott úti í heimi. Ragnar er nýkom-
inn heim frá Berlinale, stórri kvikmyndahátíð í
Berlín, en þar voru tveir fyrstu þættirnir sýnd-
ir.
„Í mínum villtustu draumum átti ég ekki
von á því að vera kominn yfir fimmtugt og vera
kominn á kvikmyndahátíð. En í grunninn er ég
bíónörd og var það sem krakki. Ég fór mikið í
bíó og safnaði kvikmyndaprógrömmum,“ segir
Ragnar.
„Svo erum við í löggunni alltaf að skrifa og
endursegja hvað gerðist yfir daginn. Í raun
sest maður þá niður eins og blaðamaður og
skrifar grein eða samantekt. Það var ekki eins
mikið stökk og ég hélt að fara úr því yfir að
skrifa handrit, þótt leikreglurnar séu aðrar,“
segir hann og nefnir að fyrsta verkefnið hans í
heimi kvikmynda var árið 2006 þegar hann var
ráðinn sem ráðgjafi við mynd Baltasars Kor-
máks, Mýrina.
„Svo bað Baltasar okkur tæknikallana að
leika tæknimenn lögreglunnar því þá þurfti
hann ekki að þjálfa leikara í þau hlutverk.
Þannig að ég og félagi minn enduðum á að vera
ráðgjafar og leika í myndinni þegar beinagrind
var lyft upp úr gólfi. Þar byrjaði minn ferill
sem leikari og síðan hef ég oft sagt að ég sé
færanleg sviðsmynd. Oftast nær sem lögga,“
segir hann og brosir.
Ragnar kynntist síðar leikstjóranum Bald-
vin Z og vann með honum þegar hann gerði
Hraunið, síðar Case-seríuna sem byggð var á
Rétti og einnig í tveimur þáttum af Ófærð.
Ragnar kom einnig að gerð heimildarmynda
og þátta á borð við Sönn íslensk sakamál og
Ummerki.
„Ég hef verið beðinn um að vera ráðgjafi
varðandi blóðslettur en einnig beðinn um að
lesa yfir löggusenur og koma þá með athuga-
semdir,“ segir Ragnar sem bendir gjarnan á
að samtal íslenskra lögreglumanna þurfi að
vera sannfærandi og hvenær sé rétt að nota
blikkandi ljós, svo eitthvað sé nefnt.
Hvað ef þetta er ekki slys?
Ragnar steig svo skrefinu lengra þegar hann
hóf að skrifa handrit að Svörtu söndum en þá
hafði hann lengi gengið með hugmyndina í
maganum.
„Ég hugsaði um hvernig seríu ég myndi
virkilega vilja horfa á. Ég hef mjög oft farið í
rannsóknir á Suðurlandi og þá reynir maður
gjarnan að undirbúa sig á leiðinni. Einhvern
tímann var ég að fara suðurströndina að
skoða vettvang slyss og fór að hugsa; „hvað
ef þetta er ekki slys?“ Þar kviknaði eiginlega
hugmyndin að Svörtu söndum. Ég hitti svo
leikkonuna Aldísi Amah þegar ég var að
þjálfa hana í hlutverk í Brot og við áttum
gott spjall saman. Hún spurði mig hvort ég
væri að skrifa eitthvað sjálfur og ég sagðist
vera með hugmynd að seríu um ungan lög-
reglumann sem færi út á land. Hún sagði þá;
„hvað ef það væri kona?“ Ég sagði henni að
þá yrði hún að skrifa þetta með mér. Hún
tók slaginn,“ segir Ragnar og segir þau hafa
gert alvöru úr þessu. Síðar hittu þau Baldvin
sem kom þeim í samband við Óttar Andr-
ésson hjá Glassriver sem hjálpaði þeim að
þróa söguna og að lokum hafi Baldvin komið
inn í teymið en byrjað var að skrifa árið
2019.
„Hann er alltaf heilinn á bak við allt og var
þarna líka leikstjóri og framleiðandi. Fyrir
mér var þetta eins og háskólanám í skrifum að
vinna með þessu fólki. Aldís á margar stór-
kostlegar senur í Svörtu söndum sem eru al-
gjörlega hennar, en við treystum alltaf á Bald-
vin,“ segir Ragnar og segir söguna hafa þróast
úr hefðbundinni lögguseríu í drama þar sem
mikil áhersla var lögð á persónusköpun.
Tökur fóru fram á árinu 2021 og var Ragnar
á setti í mörgum senunum. Eitt skipti þegar
hann var ekki þar fékk hann símtal sem hann
gleymir aldrei.
„Ég man eftir einu fallegasta símtali sem ég
hef fengið um ævina, en það var þegar Aldís
hringdi í mig af tökustað og sagði við mig:
„Ertu að átta þig á því að það eru eitt hundrað
manns í vinnu við það að skapa hugverkið okk-
ar. Ertu að fatta það?“ Ég þurfti bara að setj-
ast niður og hugsaði, vá, þetta er að gerast. Og
það í miðjum heimsfaraldri. Ég bið ekki um
meir,“ segir hann og segir það hafa verið stór-
kostlegt að fá að koma á settið.
„Það hafði verið smíðuð lögreglustöð og
spítali og fyrir litla kvikmyndastrákinn í mér
að fá að sjá þetta var ólýsanleg tilfinning.“
Að gera grín að sjálfum mér
Hvernig var stemmningin á setti?
„Hún var frábær. Maður hefur oft heyrt um
það en þarna fékk ég þetta beint í æð. Ég var
með í fjórtán tökudögum af sjötíu. Það voru
allir svo jákvæðir og gott fyrir hjartað þegar
fólk kom til mín og sagðist aldrei hafa lesið
annað eins handrit. Og allir voru tilbúnir til að
leggja mikið á sig. Það höfðu allir trú á verk-
efninu,“ segir Ragnar og segir að við skrifin
hafi hann þurft að setja sig í spor lögreglu úti á
landi en hann segir þeirra starf að mörgu leyti
erfiðara en þeirra sem starfi í höfuðborginni.
„Ég er auðvitað sonur lögreglumanns í
Stykkishólmi en pabbi var þá eina löggan í
bænum. Ég á marga góða vinnufélaga sem
vinna úti á landi og ber mikla virðingu fyrir
þeim. Hér í borginni get ég horfið inn í
fjöldann en úti á landi ertu alltaf lögga, líka
þegar þú ert ekki á vakt. Ef eitthvað gerist í
litlu þorpi snertir það alla og lögreglan þekkir
kannski bæði þolendur og gerendur. Við
reyndum að vanda okkur mjög vel þegar við
skrifuðum karakterana í þessum ímyndaða bæ
Glerársandi,“ segir Ragnar og nefnir að ein
aðalpersónan, lögregla á staðnum, hafi fengið
nafnið Ragnar.
„Þór Túliníus lék hann alveg frábærlega.
Hann var svolítið þreyttur. Ég var aðeins að
gera grín að sjálfum mér. Eftir þrjátíu ár í
starfi er ég orðinn pínu þreyttur og væri alveg
til í að fara að gera eitthvað annað. Ég væri al-
veg til í að fara meira út á þennan vettvang að
skrifa. Þetta er heillandi starfsvettvangur og
svo skapandi fólk sem er í þessum geira. Það
gefur manni svo mikið að vinna með svoleiðis
fólki, það er svo nærandi og gefandi,“ segir
Ragnar og segir einnig skrifin veita honum
frelsi til að gefa sér lausan tauminn á meðan að
lögreglustarfið sé formfast í eðli sínu.
Fékkstu að leika lítið hlutverk í Svörtu
söndum?
„Já, tæknideildarlöggu,“ segir hann og
hlær.
„Mér bregður fyrir í sjötta, sjöunda og átt-
unda þætti,“ segir Ragnar en þvertekur fyrir
að vera með leynda leikaradrauma.
„En ég er alveg til í að skoða það að skrifa
meira.“
Nokkur gæsahúðarmóment
Er ekki í bígerð að gera Svörtu sanda 2?
„Jú, við erum alla vega byrjuð. Við þurfum
að klára að segja sögu; þarna er viljandi eitt-
hvað óklárað,“ segir Ragnar og segir að vænt-
anlega komi einhverjar nýjar persónur til sög-
unnar þar sem þó nokkrir hafi látið lífið í
fyrstu seríunni.
„Já, eða þeir birtast aftur í endurminn-
ingum,“ segir hann og brosir.
Svörtu sandar voru sem fyrr segir valdir inn
á Berlinale en aðeins sex til sjö seríur eru
valdar úr þeim 250 sem sendar eru inn.
„Það var mikill heiður og við Aldís vorum
mjög hissa, enda nýir handritshöfundar. Ég
þurfti svolítið að klípa mig að vera að ganga
þar eftir rauðum dregli. Hvert í ósköpunum
er ég kominn? En ég finn til mikils þakk-
lætis, það er ekki sjálfgefið að maður fái
svona upp í hendurnar. Þetta er ótrúlega
skemmtilegur heimur og þegar maður les
umfjallanir um seríuna í erlendum miðlum
virðist vera að við séum að gera eitthvað rétt.
Þetta er ekki hefðbundin glæpasería,“ segir
Ragnar og segir þessa lágstemmdu stemmn-
ingu sem fylgi norrænu glæpaseríum vera að
hitta í mark.
„Það voru alveg nokkur gæsahúðarmóment
þegar ég sá fyrstu tvo þættina á risastóru
kvikmyndatjaldi. Svo hitti maður fólk sem
spurði einlæglega, hvar get ég fengið að sjá
restina? Þetta þótti mér voða vænt um,“ segir
Ragnar og segir þau vera búin að selja þættina
til sjö eða átta landa, þar á meðal Ástralíu,
Kína, Belgíu, Hollands og Finnlands.
„Við erum langt komin með að skrifa næstu
seríu, en ég gef ekkert upp. En hún verður
ekki síðri.“
Hugarró að skrifa
Hvað er fleira á döfinni?
„Sjónvarp Símans var að byrja að sýna nýja
heimildaþætti sem heita Morð í norðri sem
Þóra Karítas leikstýrir og framleiðir. Þar er
spurt hvers vegna norrænar glæpabók-
menntir séu svona vinsælar. Við fórum í ferða-
lag og hittum tvo helstu glæpasagnahöfunda í
hverju landi Norðurlanda. Mér fannst gaman
að hitta þessa höfunda og heyra um hvernig
svona sögur verða til. Við fengum mjög
skemmtilega innsýn í þeirra líf. Það var mjög
gaman að hitta Ragnar Jónsson og Yrsu Sig-
urðardóttur en Ragnar fór með okkur á Siglu-
fjörð á sögusvið margra bóka hans,“ segir
Ragnar.
„Hugmyndin var upphaflega mín en við unn-
um þetta síðan saman og ég er meðframleið-
andi,“ segir Ragnar og segir að margt fleira sé
á teikniborðinu.
„Það eru alls þrjú handrit í þróun. Svörtu
sandar tvö og svo eitt eldra verkefni er hand-
rit sem ég er að skrifa með Jóni Atla Jón-
assyni og erum við komnir með framleið-
endur. Það er períóda og fjallar um ungan
mann í lögreglunni í Reykjavík fyrir 1990.
Þriðja verkefnið er enn á teikniborðinu en það
vinn ég með tveimur systrum, Vivian og Anný
Ólafsdætrum.“
Það er ansi margt í gangi, máttu vera að því
að vera lögreglufulltrúi?
„Já, já. Þetta snýst um að skipuleggja sig.
Ég þarf þessa fjölbreytni í lífinu. Ég sest
gjarnan niður á kvöldin að skrifa og fer þá inn í
minn hugarheim.“
Ragnar segist vel geta hugsað sér að snúa
sér einn góðan veðurdag alfarið að þáttagerð
og handritaskrifum. Hann segist hafa áttað sig
á því þegar vinur hans og samstarfsfélagi,
Svanur Elísson lögreglumaður, lést, að best
væri að slá engu á frest.
„Svanur vann með mér í tæknideildinni og
við kölluðum hann alltaf herra tæknideild því
hann var þar frá upphafi, 1987. Hann fékk
krabbamein í heila og lést í maí 2019. Ég náði
að kveðja hann áður á líknardeildinni. Ég var
þá búinn að segja honum frá mínum hug-
myndum og plönum. Hann sagði þá við mig;
„Raggi, hættu að fresta hlutum og gerðu þetta
bara. Þú átt að skrifa“,“ segir hann og segist
hafa tekið hann á orðinu, bæði hvað varðar
skriftir en einnig almennt í lífinu. Hann skellti
sér í ferð yfir hálfan hnöttinn til Balí, nokkuð
sem hann hafði alltaf dreymt um.
„Ég ákvað að ekki bara tala um það heldur
drífa mig. Og að skrifa. Kýla á þetta. Maður á
ekki að gefast upp,“ segir Ragnar.
„Ég hef lært það eftir 31 ár í starfinu að
maður þarf að eiga líf fyrir utan starfið. Þegar
maður sér allt þetta erfiða í starfinu vill maður
fara allt aðra leið í lífinu. Gera góða hluti, gera
eitthvað jákvætt. Ég held ég hætti ekkert að
skrifa hvað sem svo verður úr því. Það er alla
vega hugarró fyrir mig að skrifa og ég er með
helling af hugmyndum í kollinum. Ég er kom-
inn á bragðið.“
’
Ég man eftir einu fal-
legasta símtali sem ég
hef fengið um ævina, en
það var þegar Aldís
hringdi í mig af tökustað
og sagði við mig: „Ertu að
átta þig á því að það eru
eitt hundrað manns í
vinnu við það að skapa
hugverkið okkar?“
Aldís Amah Hamilton,
Ragnar og Baldvin Z
skrifuðu saman hand-
ritið að Svörtu sönd-
um, en Baldvin leik-
stýrði og Aldís lék eitt
aðalhlutverka.
Ljósmynd/Juliette Rowland
27.2. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19