Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.2. 2022
TÍMAVÉLIN
GÓÐAR
FRÉTTIR
FYRIR
MELTINGUNA
H
ildi Björnsdóttur, Grjóta-
nesi, Melrakkasléttu, brá
heldur betur í brún
snemma árs 1982 þegar henni barst
pakki sem hún hafði póstlagt árið
1949 aftur í hendur – óopnaður.
Hann hafði sumsé verið í rúm 32
ár á þvælingi. Í pakkanum var gjöf
sem ætluð var móður Hildar, sem þá
bjó í Lübeck í Þýskalandi, en hún
hafði verið látin í um tvo áratugi
þegar hann loksins kom í leitirnar.
En af hverju missti móðir Hildar?
Í pakkanum voru tvær Gefjunar-
peysur og tveir pakkar af Raleigh-
sígarettum. „Þetta var algjörlega
óskemmt, enda í góðum pappa-
kassa,“ sagði Hildur við Morgun-
blaðið.
Sígaretturnar voru ekki einu sinni
uppþornaðar. „Nei, nei. Það var ilm-
andi tóbakslykt þegar við opnuðum
pakkana. Við reyktum þær með
góðri lyst, en pappírinn var eitthvað
gulnaður af elli,“ bætti hún við.
Hildur sagði svo frá: „Pakkinn
hefur sennilega farið með skips-
pósti á sínum tíma, en kom aldrei
fram, þrátt fyrir að við spyrðumst
fyrir bæði hér heima og í Þýzka-
landi. Gestur sem kom hingað í
sumarlok eða um haustið 1949 tók
pakkann fyrir mig og póstlagði í
Reykjavík, en það var ekki fyrr en
nú fyrir skemmstu, að mér barst
þessi tilkynning um að ég ætti
endursendan pakka í pósti, og þess
getið, að hann væri frá Þýzkalandi.
Þegar ég sá að póstsendingin var
stíluð til móður minnar og með
ættarnafninu mínu, sem ég bar áður
en ég gifti mig hérlendis, uppgötv-
aði ég að þetta hlyti að vera sami
pakkinn. Á tilkynningunni var þess
getið að ég ætti að greiða 51 krónu í
endursendingarkostnað, en póst-
meistaranum á Kópaskeri fannst
það jafn fráleitt og mér að ég þyrfti
að greiða það gjald eftir allan þenn-
an tíma.“
Strandaði í Hamborg
Hildur gat ekki fundið neina
haldbæra skýringu á þessu óvenju-
lega máli en sagði að pakkinn virt-
ist þó aldrei hafa náð lengra en til
Hamborgar, því þar hefði verið
skrifað á hann að móttakandi fynd-
ist ekki.
Peysurnar í pakkanum voru auð-
vitað löngu komnar úr tísku. Það
voru Gefjunar-peysur þess tíma, ein
karlmannspeysa og kvengoltreyja.
„En peysurnar sem eru úr íslenzkri
ull, sýna kannski bezt þá framför
sem orðið hefur á vinnslu ullarinnar.
Ullin er mjög hörð í peysunum, sem
þóttu með þeim vönduðustu á þeim
tíma. Þetta er ekkert sambærilegt
við það sem við klæðumst í dag,“
sagði Hildur og tók Pollýönnuna á
þetta. Er það vel.
Hún viðurkenndi þó að sér þætti
nokkuð skrítið, svona á öld hraðans,
að pakkinn skyldi ekki koma fram
fyrr en eftir rúm 32 ár.
„Menn hefðu betur látið einhvern
njóta innihaldsins á þeim tíma sem
hann var sendur, ef ekki tókst að
koma honum til skila. En þetta er
allt svo nákvæmt hjá póstinum.“
Ragnar Helgason, stöðvarstjóri
Pósts og síma á Kópaskeri, sagði í
viðtali við Morgunblaðið, að pakkinn
hefði áreiðanlega verið á þvælingi
erlendis allan þennan tíma. Upp-
haflegt fylgibréf hefði verið týnt,
þegar pakkinn kom til baka, honum
hefði aðeins fylgt pappírssnepill. Þá
gat hann þess, að þrátt fyrir það
hefði böggullinn verið rækilega
merktur, bæði nafni og heimilisfangi
Hildar í Lübeck svo og hennar sem
sendanda.
Þá hló þingheimur
Þingheimur á það til að hlæja, eins
og við þekkjum, og það gerði hann
hástöfum í lok febrúar 1982, að því
er fram kom í þessu sama tölublaði
Morgunblaðsins.
Þegar rætt var um tillögu til
þingsályktunar um aðild Spánar að
Atlantshafsbandalaginu, tók Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins, að sjálf-
sögðu til máls, eins og þar stóð.
„Kvað hann fast að orði um ofríki
hers og lögreglu á Spáni. Þá kallaði
Halldór Blöndal [þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins], hvort það tíðkaðist
kannski á Spáni, að lögreglan væri
send eftir þingmönnum. Hló þá
þingheimur og þar með Guðrún
Helgadóttir [þingmaður Alþýðu-
bandalagsins], en Ólafur R. Gríms-
son varð flaumósa.“
Gott orð, flaumósa, sem alltof
sjaldan sést á prenti.
Hvaðan kemur „ókei“?
Í þessu ágæta tölublaði undu menn
sér líka í það þjóðþrifamál að upp-
lýsa um uppruna skammstöfunar-
innar OK.
Allir kannast við orðið „ókei“ og
vita hvað við er átt með því, hins
vegar vita eflaust ekki allir hvaðan
þetta orð, eða skammstöfunin „o.k.“
er komið upprunalega. Fréttastjóri
erlendra frétta Hlaðvarpans, sem á
þeim tíma var fastur liður í Morgun-
blaðinu, hafði skömmu áður rekist á
upplýsingar um þetta atriði í norsku
tímariti og fara þær hér á eftir í
lauslegri þýðingu.
Ekki logið upp á Norðmenn, frem-
ur en fyrri daginn.
„O.K. eða Ókei er bandarískt að
uppruna og merkir „allt í lagi“, „já“,
„skal gert“ o.s.frv. Orðið hefur verið
notað nú í um það bil 140 ár, en það
sást fyrst í blaðinu NEW ERA í
New York 23. mars 1840. Þar er
fjallað um svonefndan O.K.-klúbb í
New York, sem hélt fyrsta fund sinn
daginn eftir. Í klúbbi þessum voru
stuðningsmenn Martin van Burens
sem þá stefndi að endurkjöri sem
forseti. O.K. var valið fyrir tilviljun
sem nafn á klúbbnum, en það er
upphaflega skammstöfun á
heimabæ van Burens, Old Kinder-
hook. Á fjölmennum fundi í New
York 27. mars 1840 notuðu Demó-
kratar OK sem síendurtekið slag-
orð. Það sló í gegn og náði mikilli út-
breiðslu mjög fljótlega og var mikið
notað í dagblöðum. Margir urðu til
að spyrja, hvað það þýddi í raun, en
þeir sem vissu það, þögðu þunnu
hljóði þar um. Síðar komu fram
margar útskýringar á þessari
skammstöfun og hafa þær orðið
langlífar. Sumir sögðu til dæmis að
OK væri bara vitlaus skammstöfun
á „011 korrekt“ í staðinn fyrir „All
Correct“ og þar fram eftir göt-
unum.“
Pakki á flakki í rúm 32 ár
Ljósmynd/Ómar Óskarsson
Ólafur Ragnar Grímsson varð
flaumósa á Alþingi snemma árs 1982.
Í umræðum um NATÓ.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þessa mynd tók Ragnar Axels-
son, ljósmyndari Morgunblaðs-
ins, af umbúðum pakkans á póst-
húsinu í Reykjavík daginn áður
en fréttin birtist, en þangað voru
þær sendar til athugunar. Teknar
voru myndir af innihaldi pakkans
á Kópaskeri fyrir blaðið skömmu
eftir að pakkinn barst þangað á
ný, en aðsópsmikill rakki, sem
var gestkomandi hjá ljósmynd-
aranum, gerði sér lítið fyrir og át
filmurnar, þannig að við verðum
að láta okkur nægja mynd af
umbúðunum. Nú sem þá.
Morgunblaðið/RAX
Pakki, sem póstlagður
var í Reykjavík árið
1949 og ætlaður var
konu búsettri í Lübeck
í Þýskalandi, barst
sendanda í hendur
rúmum 32 árum síðar
óopnaður með árit-
uninni „móttakandi
finnst ekki“.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Það ku vera fallegt í Lübeck
en að því komst pakkinn
góði aldrei. Hann skilaði
sér aldrei þangað.