Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.02.2022, Síða 32
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2022 Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL GÆÐI Í GEGN MADE INDENMARK Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn. Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939. Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í boði eru fjórir litir á áklæði og margar tegundir fóta og rúmgafla. Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks- stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig. LÚR hefur fjórfaldað söluna á þessum vinsælu Lama rúmum til Íslendinga „Sean Penn er meðal þeirra sem styðja Úkraínu með veru sinni í landinu. Þjóð okkar er honum þakklát fyrir að sýna slíkt hug- rekki og heiðarleika,“ segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta Úkraínu. „Með þessu sýnir Penn hugrekki sem marga skortir, þar á meðal stjórnmálamenn á Vesturlöndum.“ Bandaríski leikarinn og leikstjórinn ku vera staddur í landinu í þeim erindum að gera heimildarmynd um innrás rússneska hersins. Óskarsverðlaunahafinn tvöfaldi sást meðal annars á blaðamannafundi úkraínskra stjórnvalda og hreyfimyndir af honum að hitta Volodymyr Zelenskíj birtust á Instagram- reikningi forsetans. „Leikstjórinn kom til Kænugarðs í þeim er- indagjörðum að herma af þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu og sem heimildarmyndagerðarmaður segja umheim- inum sannleikann um innrás Rússa í land okkar,“ sagði á fés- bókarsíðu forsetaembættisins. Úkraínsk fjölskylda sem flúði til Ungverja- lands fyrir helgina. AFP Penn myndar innrásina Bandaríski leikstjórinn og leikarinn Sean Penn er á vettvangi heimsviðburða með tökuvélar sínar. AFP Senn Penn er kominn til Úkraínu til að gera heimildarmynd um innrás Rússa. „Logn og sólskin! Varla að mað- ur muni orðið hve slíkt hýrgar skapið og léttir lífið. En í gær var það allt í einu orðið að veruleika aftur,“ skrifaði Elín Pálmadóttir blaðamaður í Morgunblaðið í blálok febrúar árið 1962. Skafla- tíð og almennur djöfulgangur hefur sumsé herjað á landið áð- ur á þessum árstíma. Á slíkum dögum sagði Elín blaðamenn reyna að strjúka frá þvarginu á skrifstofunni, undir því yfirskini að þeir þyrftu að afla efnis niðri á Tjörn eða við höfn- ina. „Og þar sem lögreglan aug- lýsti að ísinn væri ótryggur á Tjörninni, varð höfnin fyrir val- inu í gær, [...] Grandagarður.“ Uppi á þurru landi lá sex tonna trillubátur í sólinni. Eigi að síður var mannskapur um borð. Karlmaður var þar að bjástra, ung kona hallaði sér upp að stýrishúsinu og lét sólina verma sig, og lítill snáði virtist önnum kafinn við að sigla. „Pabbi á bátinn,“ sagði hann ákveðinn, þegar Elín nálgaðist. „Já, ég er búinn að eiga hann í fjögur ár og fiska á honum á sumrin,“ sagði ungi maðurinn, sem kom út úr stýrishúsinu. Það reyndist vera Jón Ásbjörnsson, leikfimikennari í Lindargötuskól- anum. „Við erum venjulega þrír á honum og höfum alltaf fiskað ágætlega.“ GAMLA FRÉTTIN Barnungur skipstjóri „Frá, ég er að fara að keyra,“ sagði Ásbjörn litli Jónsson og mamma og pabbi létu sig það litlu skipta – enda nokkur hundruð metrar niður að sjó. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Andrea Pirlo fv. knattspyrnumaður og -þjálfari Þröstur Leó Gunnarsson leikari Keanu Reeves leikari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.