Morgunblaðið - 03.03.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2022, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2022 Útgefandi Árvakur Umsjón Sigurður Bogi Sævarsson Auglýsingar Bylgja Björk Sigþórsdóttir Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is V eður og færð eru aldrei fyrir- staða, heldur fyrst og síðast skemmtileg áskorun á ferða- lagi dagsins. Mér finnst frá- bært að byrja daginn á því að hjóla til vinnu; hreyfa mig og nota tímann til þess að skipuleggja verkefnin framundan,“ segir Steinn Jóhanns- son í Hafnarfirði, rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð. Hann býr með fjölskyldu sinni í Setbergs- hverfi í Hafnarfirði, fer þaðan laust fyrir klukkan sjö á morgnana og hjólaferð í vinnuna inn í Reykjavík tekur um 40 mínútur. Fleiri velja vistvænt Leiðin úr Hafnarfirði er greið; þar sem Steinn hjólar um stíga samsíða Reykjanesbraut, Fjarðarhrauni og Hafnarfjarðarvegi, í gegnum Garða- bæ og Kópavog inn í Reykjavík. Síð- degis á heimleið fer Steinn oft um Vífilstaðaveg og Kauptún í Garða- bæ. „Sveitarfélögin, þar með talinn Hafnarfjarðarbær, standa sig vel í að halda opnu nú í vetrarríkinu. Stundum eru snjódriftir og íshrafl á hjólastígunum enda ekki alltaf búið að ryðja þá eldsnemma á morgnana. Þegar ég fer svo aftur heim síðdegis bregst hins vegar ekki að allt hafi verið mokað. Svo þarf líka að vera, því fólki sem hjólar eða tileinkar sér aðrar vistvænar samgöngur fjölgar stöðugt,“ segir Steinn ferðast um á sterkbyggðu götuhjóli. Margir eru á slíkum farartækjum og eins á létt- stígum rafmagnshjólum. Vill reiðhjólastíg í Njarðvík Fyrr á árum var Steinn mikið í frjálsum íþróttum; æfði og keppti í hlaupum og þríþraut. Íþróttir og hreyfing voru rauður þráður í tilver- unni og eru enn. „Mér finnst frábært að byrja dag- inn á því að því að hjóla til vinnu,“ segir Steinn. „Rafmagnshjólin eiga efalítið mikinn þátt í því að æ fleiri ferðast nú um á reiðhjóli. Einnig sú stefna Vegagerðar og sveitarfélaga að skapa aðstöðu fyrir ólíka sam- göngumáta. Hafnarfjörður er góður staður til hjólreiða, stígar liggja víða og aldrei klikkar að taka Álftaness- hringinn eða að fara suður á Krýsu- víkurveg og jafnvel niður á Suður- strandaveg. Í náinni framtíð vænti ég svo að lagður verði hjólreiða- stígur samsíða Reykjanesbrautinni suður í Njarðvík og Keflavík; enda ekki langt að fara og landið renni- slétt.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjólagarpurinn Steinn Jóhannsson kominn í gallann og á leiðinni heim. Hjólatúr er frábær byrjun á deginum Úr Hafarfirði í Hamrahlíð og aftur heim. Steinn Jóhannsson slær ekki af, enda íþróttagarpur frá gamalli tíð. Reiðhjólið reynist vel og 40 mínútna ferða í morgunsárið er algjör gæðastund. Fólkið í Firðinum. Eðlilega hafa íbúar í Hafnarfirði meiningar um hvernig bær- inn eigi að vera; skipulag hans sem aftur mótar mannlífið. Líflegur og aðlað- andi miðbær skiptir máli og eins að hverfi með náttúrugæðum séu barnvæn. S tyrkja þarf miðbæinn í Hafnarfirði svo þar verði iðandi mannlíf með sterku aðdráttarafli, þar sem eitt eflir annað svo úr verði öflug heild. „Fólk á ekki lengur með sama hætti og var erindi niður í Strandgötu og fyrirtækin sem þar eru nú virðast sum hver bók- staflega hanga á bláþræði og vana. Úr þessu mættu bæjar- yfirvöld bæta, setja á skipulag og styðja við starfsemi sem skapar mannlíf milli húsa,“ segir Ívar Atli Sigurjónsson byggingariðnfræð- ingur, nemi í byggingafræði – og innfæddur Hafnfirðingur. „Vel hefur tekist til með starf- semina í Bæjarbíói, þar sem oft eru haldnir góðir tónleikar. Slíkt segir okkur að menningin og mannlífið geti blómstrað í Hafn- arfirði, séu rétt skilyrði sköpuð.“ Perlur í nágrenninu Ívar Atli ólst upp við Álfaskeið en býr núna á Hvaleyrarholti. Hafnarfjörð æsku sinnar segir hann hafa mjög frjálst og opið umhverfi. Opin svæði eins og Hamarinn, Hellisgerði og höfnin voru leiksvæði strákanna. „Mér finnst ég hafa átt vini úr öllum hverfum. Á ferðum vítt og breitt um bæinn þá og síðar komst maður ekki hjá því að velta fyrir sér umhverfi og húsum; byggð sem hefur yfir sér um margt mjög skemmtilegan svip,“ segir Ívar sem er húsasmiður og starfaði sem slíkur um langt árabil. Tók þátt í því að reisa fjölda húsa í bænum, svo sem fjölbýlishús á Völlum, en vinnur í dag sem mannvirkjahönnuður á Teiknistofu arkitekta. Einn af helstu plúsum Hafnar- fjarðar, segir Ívar Atli, er nálægð- in við náttúruna. Stutt er í skemmtileg útivistarsvæði og möguleikarnir sem þeim fylgja eru margir. „Við Hildur Björg Vilhjálms- dóttir konan mín eigum tvær dæt- ur sem eru sautján og fjögurra ára. Ég fer oft í gönguferðir með þeirri yngri að Hvaleyrarvatni, einstökum stað í útjaðri bæjarins. Reyndar eru slíkar perlur hér í Hafnarfirði fleiri – og fólk ætti að nýta sér þær betur,“ segir Ívar. Miðbærinn sé aðdráttarafl Húsin í bænum hafa skemmtilegan svip. Ívar Atli er uppalinn í Hafnar- firði og átti í æsku vini í öllum hverfum bæjarins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Menning og mannlíf geta blómstrað í Hafnarfirði, séu rétt skilyrði sköp- uð, segir Ívar Atli Sigurjónsson. N orðurbærinn er að end- urnýjast, að nýju orðinn barnahverfi. Oft má hér fyrir utan heyra krakka að leika sér sem gerir braginn hér skemmtilegan,“ segir Anna Hlín Gunnarsdóttir tannlæknir. Þau Anna og Fróði Steingrímsson eig- inmaður hennar búa með börnum sínum við Heiðvang, í grónu og fal- legu hverfi einbýlishúsa, og una sér þar vel. Börnin eru fjögur; Finnur er ellefu ára, Stella Margrét er sex ára, Stormur Freyr er fjögurra ára og Baldur er tveggja ára. „Við fluttum hingað fyrir um fjórum árum úr miðborginni í Reykjavík. Ég þekki hverfið vel þar sem ég ólst upp hérna. Mjög rólegt hverfi og börnin hafa mikið svigrúm til að leika sér á eigin spýtur, svipað og maður gat sjálfur gert þegar maður var lítill. Okkur fannst börnin ekki hafa sömu möguleika á því þegar maður bjó miðsvæðis, meðal annars sökum mikillar bílaumferðar. Hér eru stórir og grónir garðar með mikið af trjágróðri og miklu fuglalífi. Auk þess er mikil ró, fuglasöngur, engin bílamengun og enginn umferð- arniður. Það er alls ekki auðvelt að finna hverfi sem bjóða upp á alla þessa kosti. Mér finnst stundum á kvöldin eins og við séum hér í sum- arbústað úti í sveit. Við Fróði vinnum bæði miðsvæðis í Reykja- vík, en getum samt sem áður verið komin í vinnuna á um 10 mínútum á góðum dögum, þrátt fyrir að vera í töluverðri fjarlægð,“ segir Anna Hlín. Lokuð leið og lengra að fara Nýlega lokaði Garðabær umferð um gamla Álftanesveginn úr Norð- urbænum í Hafnarfirði. Sé þaðan komið í dag þarf þá að beygja til vinstri og aka dágóðan spotta út á nesið til þess að geta snúið við. „Þó lokun hafi verið ákvörðun Garðabæjar, finnst okkur að Hafn- arfjarðarbær hefði getað tekið á málinu af meiri festu og reynt að finna lausnir á málinu. Leiðin inn í hverfið lengdist fyrir vikið og leiðin sem boðið er upp á í staðinn er illa útfærð,“ segir Anna Hlín. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Anna Hlín og þrjú barnanna: Stella Margrét, Stormur Freyr og Baldur er á handlegg móður sinnar. Skemmtilegur bragur í barnahverfi Anna Hlín og fjölskylda búa á hennar æskuslóð- um í Norðurbænum. Rólegt hverfi þar sem er gott að vera íbúi. Alls 88% íbúa eru ánægð með Hafn- arfjörð sem stað til að búa á og bær- inn er yfir meðaltali sveitarfélaga í þessu efni, skv. nýrri könnun Gallup. Alls 83% íbúa eru ánægð með að- stöðu til íþróttaiðkunar og 75% með gæði umhverfis. Hafnarfjörður er á pari við önnur sveitarfélög í fjórum þáttum og yfir meðaltali í t.d. menn- ingarmálum, þjónustu við eldri borgara og skipulagsmálum. Hafn- arfjörður er hins vegar undir með- altali varðandi leikskóla, sorphirðu og þjónustu við fatlað fólk. Ánægja með þjónustu við eldri borgara og hversu vel starfsfólk leysir úr erindum bæjarbúa eykst milli ára. Sífellt fleiri virðast nýta sér nýjar og snjallar lausnir á hafn- arfjordur.is til sjálfsafgreiðslu og öflunar upplýsinga á vef og á öðrum miðlum bæjarins. Er þetta í takti við opinberar vefmælingar, segir í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. Ánægja í Firð- inum segir Gallup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.