Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 03.03.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.2022, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2022 Margrét Þóra Þórsdóttir maggath61@simnet.is Þ etta var ótrúlega skemmti- legt, gaman að taka við þess- ari gjöf og finna hlýhuginn sem er að baki henni,“ segir Alma Jónsdóttir móðir Eyþórs Árna Matthíassonar sem fæddist fyrstur Hafnfirðinga á þessu ári, það er á nýársdag. Faðir hans er Matthías Árni Ingimarsson. Allir nýfæddir Hafnfirðingar fá nú táknræna gjöf frá bænum, svonefnda „krúttkörfu“ sem er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt sam- félag og bjóða þá nýfæddu velkomna í heiminn með formlegum hætti. Hellisgerði og Húbbahóll Alma og Matthías eru bæði gegn- heilir Hafnfirðingar, ólust þar upp og gengu í skóla. „Það kom engum á óvart að við ákváðum að búa í Hafnarfirði og við erum ekki neitt á förum,“ segir Alma, en hún er lög- fræðingur hjá Seðlabanka Íslands, Mattías er ljósmyndari og hús- gagnasmiður og starfar hjá Smíða- þjónustunni. Alma verður í fæðing- arorlofi fram á haust. Þau eiga tvö önnur eldri börn, Jón Inga 5 ára og Írisi Ylfu 3ja ára. Bæði eru þau á leikskólanum Hvammi. Nóg er að gera hjá fjölskyldunni og segir Alma að gott sé að vera í Hafnarfirði. Barnafjölskyldur geti fundið sér margt til skemmtunar. Þau fara mikið út að leika, Víði- staðatúnið er vinsælt, Hellisgerði og Húbbahóll sömuleiðis. Þá eru tveir ærslabelgir í bænum sem njóta vin- sælda. „Það er fullt af skemmti- legum stöðum í Hafnarfirði og við reynum að njóta þess að fara út með börnin og eiga góðar stundir hér og hvar í bænum.“ Heilgalli, húfa og sokkar Krúttkarfan sem fjölskyldan fékk í byrjun árs inniheldur fatnað fyrir barnið, heilgalla, húfu, sokka og smekk með áletruninni Halló Hafnarfjörður, krúttbangsa og tvær bækur, aðra fyrir barnið og hitt fyrir foreldrana. Við ákvörðun á innihald- inu voru umhverfissjónarmið höfð að leiðarljósi, notagildi og kynhlutleysi. Allir foreldrar nýfæddra Hafnfirð- inga fá póstkort um að þeir geti nálgast gjöfina í barnadeild Bóka- safns Hafnarfjarðar, þar sem fyrir hendi er góð aðstaða fyrir lestur, fræðslu, slökun, spjall og samveru fyrir nýbakaða foreldra. Upplýs- ingar má einnig finna á QR-kóða á kortinu um hvað foreldrum og börn- um stendur til boða í Hafnarfirði, sem og upplýsingar um gönguleiðir, leikvelli og áhugaverða staði. „Þessi gjöf gladdi okkur mikið. Þetta sýnir fyrst og fremst hlýhug bæjarins til nýrra Hafnfirðinga og þau áform að bærinn ætli að standa sig vel fyrir barnafjölskyldur. Við erum auðvitað á heimavelli en erum mjög ánægð með bæinn, það er auð- vitað alltaf hægt að bæta alla hluti og mér finnst vilji til þess innan bæjarfélagsins ef á það er bent hvað betur má fara,“ segir Alma. Gaman að finna hlýhuginn Eyþór Árni fæddist á ný- ársdag. Krúttkörfur til nýfæddra Hafnfirðinga. Gjöfin bíður á bókasafn- inu. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær Hjónin Alma Jónsdóttir og Matthías Árni Ingimarsson með soninn Eyþór Árna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri heimsótti fjölskylduna á dögunum. Á árinu 2021 komu alls 360 nýir Hafnfirðingar í heiminn sem er svipuð tala og verið hefur á ári hverju allt frá aldamótum. Einn nýr Hafnfirðingur á dag – eða þar um bil – hlýtur að teljast ansi gott. Árið 2022 fór vel af stað með 35 börnum og ef fram heldur sem horfir munu 420 nýir Hafnfirðingar fæðast á árinu. Slíkt gerir 2022 að öðru árinu frá 1997 til að ná tölunni 420, en 2007 fæddust 440 nýir Hafnfirð- ingar. Fjölbreyttar frístundir Hafnarfjörður er barnvænt samfélag og fjölskyldubær, segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjar- stjóri. Útivistarsvæði hafa verið bætt og að sundlaugum bæjarins er frítt aðgengi fyrir eldri borg- ara og börn 17 ára og yngri. Þá bjóðast möguleikar til fjöl- breyttra frístunda, frístunda- styrkur hefur verið hækkaður í aldri og upphæð og innritunar- aldur lækkaður í leikskóla. Systkinaafsláttur er veittur vegna systkina sem eru sam- tímis í frístund, á leikskóla og hjá dagforeldri. Annað barn fær 75% afslátt og þriðja og fleiri 100% afslátt. Einnig geta tekju- minni foreldrar sótt um tekju- tengdan afslátt. „Nýir leik- og grunnskólar hafa verið reistir samhliða fjölg- un íbúa í nýjum hverfum. Bæði skólastigin voru komin af stað í Skarðshlíð áður en byggð tók að rísa og mótast í því mæli sem hún er í dag. Tveir nýir leik- skólar og grunnskóli verði í Hamranesi sem er nýjasta íbúðahverfið okkar og komið á fullt í uppbyggingu. Vegna þeirr- ar miklu uppbyggingar sem nú er í bænum er gert ráð fyrir að íbúum Hafnarfjarðar fjölgi um 7.500 næstu fjögur árin og slíka íbúafjölgun þarf að undirbúa vel,“ segir Rósa. Stöðug fjölgun í barnabænum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fólki fjölgar, bærinn stækkar og tímar breytast og mennirnir með Búist við 420 nýburum á árinu 2. sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði 2022 Orri Björnsson www.xorri.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.