Morgunblaðið - 03.03.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.2022, Blaðsíða 4
Sýningin um Sviðaslysið hefur vakið athygli og Egill Þórðarson, sem er lengst til vinstri á þessari mynd, hefur tekið á móti mörgum gestum, sem margir hafa bætt við ýmsum fróðleik enda þekkja þeir málavöxtu. U m þessar mundir er uppi í safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju sýning um togarann Sviða GK sem fórst með allri áhöfn út af Öndverðarnesi á Snæ- fellsnesi fyrir 80 árum. Sýningin var opnuð 2. desember síðastliðinn en þann dag 1941 fórst togarinn. Finna má á sýningunni ýmsan fróðleik um skipið og skipverjana, sem margir voru fjölskyldumenn og bjuggu í Hafnarfirði. Alls 46 börn urðu föð- urlaus eftir slysið. Sagan merk og sárin djúp „Sagan á bak við þennan skip- skaða er merk og sárin djúp,“ segir Egill Þórðarson lofskeytamaður. Hann hefur safnað margvíslegum upplýsingum um þetta sjóslys, hugs- anlegar orsakir þess og um skipið sjálft, Sviða GK, sem var í eigu sam- nefndrar útgerðar í Hafnarfirði. Sr. Þorvaldur Karl Helgason safnaði saman upplýsingum um sjómennina sem fórust með Sviða, fann af þeim myndir og útbjó æviágrip og ættar- tré. Fróðleikinn sem þeir félagar tóku saman er að finna á stórum spjöldum, sem eru uppi í safnaðar- heimilinu. Undanfarið hefur Egill Þórðarson veitt fólki leiðsögn um sýninguna og er á staðnum á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi milli kl. 13 og 15. Lærdómsríkt að skoða „Aðsóknin er góð og áhugi fólks er mikill. Mörg þau sem mætt hafa tengjast á einhvern hátt sjómönn- unum sem fórust og hafa kynnt sér málið. Fyrir sjálfan mig, sem hef tengst sjómennsku og skipum alla tíð, hefur verið mjög lærdómsríkt að setja mig inn í þetta mál,“ segir Egill sem væntir að sýningin fái að standa uppi fram yfir sjómannadag, sem er snemma í júní. Minningarguðsþjónusta um áhöfnina á Sviða verður í Hafn- arfjarðarkirkju sunnudaginn 6. mars kl. 11. Þar munu erindi flytja sr. Þorvaldur Karl Helgason og Lúðvík Geirsson hafnarstjóri, en afi hans, Gunnar I. Hjörleifsson, var einn þeirra manna sem með skipinu fórust. Einnig mun Egill segja frá síðustu siglingu Sviða og byggir þá tölu sína á margvíslegum heim- ildum, sem hann hefur fundið og dregið rökstuddar skýringar af. sbs@mbl.is Sýning um Sviða Sagan í safnaðarheimili. Togarinn Sviði GK fórst 1941 með 25 mönnum. Minningarguðsþjónusta nk. sunnudag. Sár aðstandenda eru ennþá djúp. Morgunblaðið/Sigurður Bogi 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is O rð eru til alls fyrst, en stóra spurningin er sú hver skuli borga reikninginn. Svona stór mál kalla alltaf á ít- arlega skoðun og þarfnast mikils undirbúnings,“ segir Viðar Hall- dórsson formaður FH. Á fundi bæj- arráðs Hafnarfjarðar á dögunum lagði fulltrúi Viðreisnar fram þá til- lögu að Hafnfirðingar byðu Kapla- krikavöll til afnota sem tímabund- inn þjóðarleikvang Íslands í knattspyrnu, þegar komi að end- urbyggingu Laugardalsvallar. Tækifæri sem þarf að ræða Völlurinn í Kaplakrika hafi áður nýst fyrir mikilvæga leiki yngri landsliða og myndi í nýju hlutverki þjóna tímabundið öllum landsliðum Íslands í knattspyrnu. Til þess að svo megi verða þyrftu að fara fram framkvæmdir á vellinum til þess að hann standist þær kröfur sem gerð- ar eru til knattspyrnuleikja á hæsta stigi. Þegar nýr þjóðarleikvangur sé tilbúinn gæti Kaplakrikavöllur nýst vel til þess að spila landsleiki yngri landsliða Íslands, Evrópuleiki og al- þjóðlega mikilvæga leiki. „Hér er um stórt tækifæri að ræða sem þyrfti að vinnast í góðu samstarfi við ríkið og á í raun heima innan áætlanagerðar nýs þjóðarleikvangs,“ sagði í tillögunni sem Árni Stefán Guðjónsson lagði fram í bæjarráð. Bókað var í fundargerð að Hafn- firðingar séu tilbúnir í samtal við stjórnvöld um málið. Var bæjar- stjóra falið að koma þeim skila- boðum þar um til fjármálaráðherra og ráðherra íþróttamála – þá í sam- ráði við við forsvarsmenn FH. Viðar Halldórsson segir að nokkrum sinnum hafi landslið karla í knattspyrnu 21 árs og yngri leikið í Kaplakrika. Minnist í því sam- bandi leiks Íslands og Dana fyrir um áratug þar sem okkar menn báru sigur úr býtum. Áhorfendur á þeim leik voru nær 3.000. „Í dag taka stúkurnar hér í Kaplakrika um 3.000 manns, en til að spila A-landsleiki karla þarf að- stöðu fyrir 6.000-8.000 manns. Að koma slíku upp væri heilmikið fyrirtæki. Svo er spurning, ef af þessu yrði, hvernig aðstaðan henti FH þegar landsleikirnir færast aft- ur á nýjan þjóðarleikvang. Senni- lega yrði þar óþægilega fátt á stundum. Til þessa þáttar og auð- vitað margs annars, þarf að horfa, en tek ég fram að hugmyndin hefur ekkert verið rædd við okkur í FH,“ segir Viðar Halldórsson. Hjá FH liggja fyrir skissur að stækkun fótboltavallar og áhorf- endaaðstöðu í Kaplakirka. Ekkert hefur verið ákveðið um hvort þær verði teknar lengra og byggt sam- kvæmt þeim. Slíkt er seinni tíma mál og stórt verkefni. Viðar segir þó mikilvægt að hér sé allt skoðað í samhengi, það er bygging þjóð- arleikvangs fyrir knattspyrnu, íþróttahöll fyrir handbolta- og körflubolta og í þriðja lagi leikvang fyrir frjálsar íþróttir. Rætt hafi verið um að öll þessi mannvirki verði reist í Laugardalnum í Reykjavík sem kallar á erfiðar og vandasamar útfærslur í skipulags- málum. Lausnin ekki í Laugardal „Í mínum huga verður lausnin ekki í Laugardal. Aðrar staðsetn- ingar henta betur. Knattspyrnu- samband Íslands og ríkið þurfa að hafa forystu um málið og fá í lið með sér öflug einkafyrirtæki. Að- koma einstakra sveitarfélaga að svona málum er úrelt,“ segir Viðar. Framtíðarmynd af leikvangi FH í Kaplakrika með íbúðablokkir í grennd. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um uppbyggingu, en stórt er hugsað. Þjóðarleikvangur tímabundið? Kaplakriki standist kröfur um landsleiki. Leysi af Laugardalsvöll. Bærinn vill ræða málið. Kallar á ítarlega skoðun, segir formaður FH. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ekki lausnin að reisa nýjan þjóðarleikvang í Laugardalnum. Aðrar staðsetningar henta betur, segir Viðar Halldórsson, formaður FH. Brynjar Gauti Guðjónsson úr Stjörnunni og Björn Daníel Sverrisson, FH, berjast um boltann úti á keppnisvellinum. Morgunblaðið/Eggert www.hedinshurdir.is HÉÐINS HURÐIR Iðnaðar- og bílskúrshurðir í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.