Morgunblaðið - 03.03.2022, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.2022, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2022 MORGUNBLAÐIÐ 7 Margrét Þóra Þórsdóttir maggath61@simnet.is S tarfsemi Alzheimersamtak- anna var í nóvember síðast- liðnum flutt í húsnæði St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Húsnæðið gekk í endurnýjun líf- daga með stofnun Lífsgæðaseturs- ins þar sem nú er fjölbreytt starf- semi á sviði heilsuverndar, forvarna, fræðslu og sköpunar. „Við erum afskaplega ánægð með að vera hér á Lífsgæðasetrinu,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Alzheimersamtak- anna. St. Jósepsspítala var lokað árið 2011 og þegar Hafnarfjarðarkaup- staður eignaðist húsið árið 2017 með kaupsamningi við ríkissjóð var það í niðurníðslu. Oddfellow lagði til Alzheimersamtökin hafa til um- ráða um 320 fermetra á 3ju hæð hússins og deila hæðinni með Parkinsonsamtökunum. Hvor tveggja samtökin starfrækja þjón- ustumiðstöðvar í Lífsgæðasetrinu, og nefnist miðstöð Alzheim- ersamtakanna Seiglan og park- insonhlutinn heitir Taktur. „Okkur bauðst að koma hér inn. Húsnæði var fyrir hendi en Hafn- arfjarðarbær sem á það hafði ekki í hyggju að kosta endurbætur eða innréttingar. Oddfellow-reglan á Íslandi bauðst til að taka að sér nauðsynlegar framkvæmdir, en alls nam kostnaður við endurnýjun um 180 milljónum króna. Þetta er ótrúlega vel gert hjá reglunni og við erum endalaust þakklát fyrir þeirra framlag,“ segir Vilborg. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar jafngildir leigu til næstu 15 ára. Nýtt úrræði Vilborg segir að starfsemin sé smám saman að aukast í nýju hús- næði. Í desember var byrjað að bjóða upp á þá nýjung að fólki sem nýlega hefur greinst með Alz- heimer er boðið að sækja þjónustu samkvæmt dagskrá í húsinu. „Allar læknisfræðilegar rann- sóknir sýna að einstaklingar sem eru virkir á öllum sviðum, fé- lagslega, andlega og líkamlega, geta hægt á framgangi sjúkdóms- ins. Fram til þessa hefur fólki sem greinist með sjúkdóminn ekki ver- ið boðið upp á neitt slíkt hér á landi. Þetta hefur því miður verið á þann veg að fólki sem greinist er bent á að koma seinna, þegar sjúkdómurinn er lengra genginn. Það er því ánægjulegt að bjóða nú í fyrsta sinn upp á úrræði fyrir fólk sem er að hefja sína sjúk- dómsgöngu.“ Geta átt góð ár Vilborg segir að leitað hafi verið í smiðju Ljóssins hvað þjónustu við nýgreinda varðar, hugmynda- fræðin sé á svipuðum nótum, það er að fólk komi á sínum for- sendum þegar því hentar. Alls kyns fræðsla og námskeið verði í boði og fólk velur það sem hentar. „Þessi sjúkdómur er ólæknandi, en engu að síður getur fólk sem nýlega hefur greinst átt góð ár fram undan. Það skiptir máli að halda sér í virkni, það hefur já- kvæð og góð áhrif. Hægir á fram- gangi sjúkdómsins sem er mikils um vert. Það er því mikilvægt að geta boðið upp á þessa nýju þjón- ustuleið,“ segir Vilborg. Alzheimersamtökin starfsækja einnig þrjár sérhæfðar dagþjálf- anir fyrir fólk sem er lengra gengið með sjúkdóminn, ein er í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Fræðsla og virkni mikilvægir þættir Alzheimersamtökin í Lífsgæðasetrinu. Starfsemin aukin og ný þjónusta í boði fyrir nýgreint fólk. Morgunblaðið/Eggert Starfsemi Alzheimersamtakanna er í Lífsgæðasetrinu, þar sem áður var St. Jósepsspítali. Vilborg Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri samtakanna sem eru með fjölbreytta starfsemi fyrir fólk með heilabilun og aðstaendendur þess. Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. ÞEKKING - SAMVINNA - ÞOR Fornubúðum 5 | 220 Hafnarfjörður | hafogvatn.is Hafrannsóknastofnun rekur aðalstöðvar í Hafnarfirði auk starfsstöðva vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.