Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1981, Page 58
44
Fúsintes kvœði
“Hafið þér spurt minn bróðurinn að því Langintes?”
“Það hefi eg gjört” seigir Fúsintes.
“Hafið þér spurt minn bróðurinn að því Skagrates?”
“Það hefi eg gjört” seigir Fúsintes.
“Hafið þér spurt mína systurina að því Ragnhildes?”
“Það hefi eg gjört” seigir Fúsintes.
“Hafið þér spurt mína systurina að því Magnhildes?”
“Það hefi eg gjört” seigir Fúsintes.
“Já, já
þá skal taka gangvaran gráa
og leggja gullsöðul á.
Fyrst skal ríða Konginkes, Flægikes, Langintes, Ska-
grates, Ragnhildes, Magnhildes, Gunnhildes, kúturinn
víði, kúturinn síði, kúturinn nift, kúturinn drift, kúturinn
blá, kúturinn grá og Fúsintes aptaná.”
P
Lbs. 2581 4to, skrevet af Sigfús Sigfússon. Overskrift:
“Fúsintisar-þula (Eptir sögn ýmissa gamalla kona (!) og
fleiri)”, herefter overstreget: “líklega vikivaki gamall”.
Skagala kongur réði fyrir ríki sínu og hafði sér við hönd sinn
kæra vin og ráðgjafa Fúsintis. En alllangt í burtu réði sá
kongur ríki sem hét Kis. Hanns drottning hét Ragnhildis, en
son Langintis og dóttur Flæðiskis. Skagala kongur hafði mist
drottningu sína og sat nú í sorgum. Eitt sinn er kongur sat að
drykkju og kappar hanns og hirð, þá skeði svo að Skagala
kongur skrafar við kappann Fúsintis.
1. “Far þú til borgar kongsinns Kis
og kaup mér dóttur hans Flæðiskis,
því frú vii eg kaupa fríða.”
“Hveija fæ eg sveina með mér?” segir Fúsintis.
“Þú fær sveininn Niprínap, Kipríkap,
meistara Pup og meistara Pap,
Kút hinn háa, Kút hinn lága, Kút hinn víða, Kút hinn
stríða,
svo frú skaltu kaupa fríða”.
Er nú búin virðulega för Fúsintis og léttir hann eigi fyrri en
hann kémur með sinni miklu og völdu fylgd til borgar
kongsinns Kis.