Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1981, Side 61
Fúsintes kvceði
47
“Hverja hefirðu sveina með þér” segir Flæðiskis.
“Eg hefi sveininn Niprínap, Kipríkap,
meistara Pup og meistara Pap,
Kút hinn háa, Kút hinn lága, Kút hinn víða, Kút hinn
stríða,
því frú vil kaupa friða”.
“Spyr þá þar minn föðurinn að konginn Kis” segir
Flæðiskis.
“Það hefi eg gert” segir Fúsintis.
“Spyr þá mína móðurina Ragnhildis”.
“Það hefi eg gert” segir Fúsintis.
“Spur þá minn bróðurinn Langinntis”.
“Það hefi eg gert” segir Fúsintis.
“Spur þá mína systurina Reiðinis”.
“Það hefi eg gert” segir Fúsintis.
“Spur þá hina systur mína Breiðumis”
“Það hefi eg gert” segir Fúsintis.
“Það er gott” segir Flæðiskis.
“Skal nú taka gryðunginn gráa og leggja þar á forgyllta
söðulinn háa. Þar skal upp á Fúsintis, kongurinn Kis, Ragn-
hildis, Langintis, Reiðimis, Breiðiskis, Flæðiskis, sveinninn
Niprínap, Kipríkap, meistari Pup og meistari Pap, Kútur hinn
hái, Kútur hinn lági, Kútur hinn víði, Kútur hinn stríði, og allt
í skyndi áfram líði”.
Skagala kongur sá nú úr sinum garði háa, hvar allt kom á
graðungnum gráa. Þar var fremstur Fúsintis, þar næst kong-
urinn Kis og hanns drottning Ragnhildis og hanns sonur
Langintis og hans dætur Reiðimis, Breiðumis, Flæðiskis og
þar næst vildarmenn Skagala kongs Niprínap, Kipríkap, Pup og
Pap, Kútur hái, Kútur lági, Kútur víði, Kútur stríði, og
undraði alla lýði. Skagala kongur var úti og tók feginshendi
móti öllu saman, þar varð mikið veislu gaman. En ei var á
borðum nema uggar og roð, og kongurinn sjálfur drakk syiju
og soð. Allt lifði fólkið eins og goð, uns því sendi helið boð og
unntist alla daga, og úti er þessi saga.
Den foregáende tekst er trykt i Sigfús Sigfússon, Islenzkar
þjóð-sögur og -sagnir XV, 1958, s. 52-56, overskrift: “Fúsin-
tess-þula”. Mellem Lbs. 2581 4to og udgaven har der været et
trykmanuskript med nogle ændringer; dette var ifolge Óskar
Halldórsson, som forbereder en ny udgave af S. S.s samlinger,