Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1981, Page 85
Frísa kvœði
71
Ó, mín góða dóttirin og dóttirin góða,
með hveiju skal ég leysa þig.
Ó, mín góða móðirin og móðirin góða,
með skikkju þinni bestu.
Ó, mín góða dóttirin og dóttirin góða,
mér þykir hún betri en þú.
3. 1-4 = 1 1-4.
Ó, minn góði bróðirinn og bróðirinn góði,
leystu mig frá Frísum.
Ó, mín góða systirin og systirin góða,
með hverju skal ég leysa þig.
Ó, minn góði bróðirinn og bróðirinn góði,
með sverði þínu besta.
Ó, mín góða systirin og systirin góða,
mér þykir það betra en þú.
4. 1-4 =1 1-4.
Ó, mín góða systirin og systirin góða,
leystu mig frá Frísum.
Ó, mín góða systirin og systirin góða,
með hverju skal ég leysa þig.
Ó, mín góða systirin og systirin góða,
með gullhring þínum besta.
Ó, mín góða systirin og systirin góða,
mér þykir hann betri en þú.
5. 1-4 = i 1-4.
Ó, minn góði unnustinn og unnustinn góði,
leystu mig frá Frísum.
Ó, mín góða unnustan og unnustan góða,
með hveiju skal ég leysa þig?
Ó, minn góði unnustinn og unnustinn góði,
með skipi þínu besta.
Ó, mín góða unnustan og unnustan góða,
mér þykir þú betri en það.
6. Kalla Frísir, Frisir kalla,
berið þið til skipanna Danamær.
Farið Frísir, Frísir farið,
frændur hafa mig leysta.