Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1981, Síða 99
Meinbuga kvœði
85
að lækjum fór eg að leita þá,
lítt vill sorg mér hægja,
meinbugir bægja,
dagana reið eg þar með þrjá,
það finnst ei sem hulið er,
meinbugir bægja mér,
aftur kom eg efldur þrá,
öll svo gleðin flúði,
bægja mér frá brúði,
sofnuð var þá silkirein,
seint verð eg huggaður,
þvi er eg skjaldan glaður,
hafði fætt við heljar mein
hún eitt barn á landi,
sinnulaus sofandi,
þar hjá liggja sá eg svein,
svo andvana brúði,
sorgin lúði, sorgin að mig lúði.
6. Næsta hryggur varð eg víst
við þá raun og glaður sízt,
huggun oft til hryggðar snýst,
hvör kann þá að vægja?
meinbugir bægja,
angrið oft af elsku hlýzt
þá yndi manns í burtu fer,
meinbugir bægja mér,
mun eg á það minnast fyrst
hvör meinsemd geðið lúði,
bægja mér frá brúði,
líkama þeirra eg flutti um fold
af fári mjög sturlaður,
því er eg skjaldan glaður,
gróf eg þau i þeirri mold
sem þar var vígð í landi,
sinnulaus sofandi,
neyddist eg við nakið hold
nauðugur skilja og brúði,
sorgin lúði, sorgin að mig lúði.
nogle. 9 efldur] ýfður nogle. f2 sofnuð] sáluð nogle. i9
andvana] + ogflere.
6 2 og] en de fleste. 3 oft] ef nogle. 7 yndið de fleste. 10 hvör
meinsemd] mein sem flere. 16 í] á flere. 18 nakið] náið de
fleste.