Fréttablaðið - 30.04.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 30.04.2022, Síða 28
Agnieszka starfaði sem strætóbílstjóri í fimm ár og vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir kjörum starfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Þegar Sólveig og Viðar fengu skýrsluna frá Streitu- skólanum sagði Sólveig hana kjaftæði og hún ætlaði ekki að fylgja henni. Sólveig og Viðar áttu leynifundi án mín um málið og komust að þeirri niðurstöðu að ég væri sek og fengi framvegis ekki að sitja fundi deildarinnar né taka þátt í starfsem- inni.   hlær. „Ég var tilbúin til að gefa mig alla í starfið.“ Fyrsti fundurinn áfall Stóra áfallið kom strax á fyrsta fundinum í ágúst. „Ég sat þá fund með Sólveigu Önnu og Viðari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og umræðuefni þeirra var hvernig þau ættu að losa sig við Önnu Marjan- kowska úr stjórn,“ segir Agnieszka en Anna hafði einmitt verið eitt nafnanna sem hún hafði sjálf kosið. „Þau sögðu mér að ég yrði að styðja þau í að hvetja Önnu til að segja sig frá stjórninni. Sólveig réðist á hana á næsta stjórnarfundi og hafði hvatt aðra meðlimi stjórnar til að gera það sama. Þetta var hræðilegt og ég grét yfir þessu.“ En hver var raunveruleg ástæða þess að Sólveig vildi losna við Önnu? „Hún spurði réttu spurn- inganna. Það sama kom síðar fyrir Jamie Mcquilkin sem árið 2020 var sá eini úr stjórn sem ekki var boðin áframhaldandi seta. Ég var látin til- kynna honum þessa ákvörðun þó að ég væri ósammála henni. Þetta var fólkið sem sannfærði mig um að kjósa B-listann og mér leið ömurlega yfir brotthvarfi þeirra. Sólveig lofaði að í stað þeirra kæmu aðrir erlendir aðilar en það ætlaði hún aldrei að efna. Sem dæmi þá er Michael Bragi Whalley, sem kom inn í stjórnina, Íslendingur og hefur búið hér alla sína tíð. Það er bara nafn hans sem er erlent, ekkert annað.“ Sökuð um einelti Agnieszka segir Sólveigu í fram- haldi hafa raðað í kringum sig fólki sem studdi hennar ákvarðanir í einu og öllu, svokölluð já-fólki. „Ég fann þetta á eigin skinni. Eftir tvo mánuði í starfi á skrifstofunni til- kynnti hún mér að ég hefði verið sökuð um einelti. Ég fékk aldrei að heyra hvað ég átti að hafa gert. Mér var bara sagt að kvörtun hefði borist. Allir í kjaramáladeildinni þar sem ég og sá aðili sem átti að hafa kvartað, störfuðum, fengu að vita um kvörtunina en ég fékk engar nánari upplýsingar. Sólveig og Viðar áttu leynifundi án mín um málið og komust að þeirri niðurstöðu að ég væri sek og fengi framvegis hvorki að sitja fundi deildarinnar né taka þátt í starfseminni.“ Agnieszka segist hafa furðað sig á ásökuninni enda alltaf átt í góðum samskiptum við aðilann sem kvört- unin var sögð frá. „Þegar ég svo spurði hana beint sagðist hún aldrei hafa kvartað yfir mér. Það var yfir- maður hennar sem hafði lagt fram kvörtunina fyrir hennar hönd og sá viðurkenndi síðar fyrir mér að þetta hefði verið uppspuni til að ýta mér til hliðar. Ég var í miklu áfalli og fékk engin svör og úr varð að við þáðum sáttameðferð hjá Streitu- skóla Forvarna. Á meðan á því stóð mátti ég hvorki útskýra mína hlið fyrir samstarfsfólki mínu né taka þátt í starfinu.“ Bolað út af fundum Agnieszka segir það hafa komið sér á óvart að til sáttamiðlunarinnar mætti ekki aðilinn sem hafði kvart- að heldur yfirmaður hennar, mann- eskjan sem seinna viðurkenndi fyrir henni að þetta hefði allt verið upp- spuni frá rótum. „Niðurstaðan var í algjörri þver- sögn við það sem Sólveig og Viðar höfðu ákveðið. Sérfræðingarnir sögðu best að ég fengi svigrúm til að tjá mína hlið á fundi. Þegar Sól- veig og Viðar fengu skýrsluna frá Streituskólanum sagði Sólveig hana kjaftæði og hún ætlaði ekki að fylgja henni. Hún sagði einu mögulegu lausn vandans vera að ég drægi mig algjörlega í hlé frá deildinni og sæti enga fundi.“ Agnieszka segist hafa sent Sól- veigu tölvupóst þann 30. septem- ber 2019, þar sem hún kvartaði yfir framkomu hennar sem kæmi í veg fyrir að hún gæti unnið vinnu sína, en einn hluti starfsins var vinnu- staðaeftirlit. „Ég sagði jafnframt að fólk ótt- aðist að vera sagt upp og jafnvel þyrftum við aðstoð vinnustaðasál- fræðings. Ég sagðist upplifa mig sem fórnarlamb þeirra aðstæðna sem hún hefði skapað og það sem hún væri að gera mér væri ekkert annað en einelti,“ og segir engin viðbrögð hafa verið við þessum umkvört- unum. Sólveig vildi að Agnieszka drægi sig algjörlega út úr kjaramála- deildinni þar sem yfirmaðurinn hafði kvartað. Sjálf segir Agnieszka samstarf þeirra tveggja hafa gengið vel enda yfirmaðurinn áttað sig á mikilvægi Agnieszku þegar kom að samskiptum við erlenda félaga. „En þá ákváðu Sólveig og Viðar að losa sig við hana.“ Hún vill stjórna öllu sem gerist Sjálf segist Agnieszka snemma hafa lært að koma sér ekki í meiri vand- ræði. „Ég þurfti að fá samþykki frá Sól- veigu fyrir öllu sem ég gerði, áður en ég brást við nokkru. Ef ég fékk ekki samþykki frá henni þá reidd- ist hún undir eins. Hún vill stjórna öllu sem gerist á skrifstofunni. Með því að gera þetta gat ég enn hjálpað erlendum félögum okkar, en allt tók mikið lengri tíma en nauðsyn var.“ Vanda Agnieszku lauk þó ekki með þessum lærdómi. „Í lok október 2020, var ég kölluð á fund með Sólveigu.“ Fundurinn var á sama tíma og boðað hafði verið til langþráðs fundar til að fara yfir stöðuna á vefsíðu Eflingar sem þá var í vinnslu. Agnieszka segist hafa, í upphafi árs 2019, þegar hún heyrði af vinnslu síðunnar, boðið fram aðstoð sína enda menntuð rafeindatæknir með sérhæfingu í rekstri tölvukerfa. „Mér þótti undarlegt hversu langan tíma hönnun síðunnar hafði tekið og vildi vera inni í málum og meta þannig hvort verið væri að ofrukka fyrir vinnuna. Eftir þetta var ekki talað frekar um vefsíðugerðina í kringum mig. Eða þar til kom að téðum fundi árið 2020 sem ég komst ekki á – því Sólveig boðaði mig á fund með sér á sama tíma og lagði hart að mér að mæta, sem ég gerði. Á þeim fundi hótaði hún mér Á þeim fundi hótaði hún mér og sagðist vera að íhuga stöðu mína, hvort ég væri rétta manneskjan í að sinna starfinu,“ segir hún og bendir á að þetta hafi verið rétt áður en uppstillingarnefnd ákvað hverjir væru á A-lista í komandi kosningum. „Hún gaf mér afarkosti: Að taka tilboði hennar eða verkalýðshreyf- ingin væri ekki fyrir mig. Hún útlist- aði aftur á móti ekki tilboðið. Ég var niðurlægð og brotnaði saman. Ég fékk engar skýringar á þessari andúð og það var erfitt fyrir mig að átta mig á því hvað væri um að vera - enda höfðum við fram að þessu átt ágætis samskipti.“ Agnieszka reyndi að átta sig á stöðunni og skrifaði framkomu Sólveigar á mikið álag sem hún var undir. „Í upphafi 2020 var hún í samningaviðræðum við Reykja- víkurborg og í framhaldi féll móðir hennar frá.“ Agnieszka ákvað í framhaldi að halda öllum samskiptum þeirra tveggja um málefnið til haga í tölvu- póstum sem hún á enn. „Hennar tillaga var breyting á starfslýsingu minni. Í stað þess að vera í fullu starfi sem varaformaður, yrði ég í hálfu starfi sem varaformaður og hálfu starfi í vinnustaðaeftirliti. Þessu fylgdi að ég yrði fjarlægð af sviðsstjórafundum. Þannig yrði ég ekki aðili að umræðum um ýmis mál, meðal annars óánægju með rekstur skrifstofunnar.“ Ég var útilokuð Agnieszka bendir á að 52 prósent félaga Ef lingar séu erlendir og 22 prósent pólskir. „Ég spurði Sól- veigu hvers vegna henni væri svo í mun að fjarlægja eina hátt setta erlenda starfsmanninn í stjórn- unarstöðu innan félagsins. Í stað þess að svara spurningunni bauð hún mér að sitja þriðja hvern fund. Hugmyndin var svo fáránleg að ég tók henni. Þetta olli ýmsum vanda eins og þegar atkvæðagreiðslur fóru fram á fundum hafði ég ekki tekið þátt í umræðum um málefnið. Ég vissi ekki hvað var um að vera. Ég var útilokuð.“ Það var ýmislegt við stjórnarhætti Sólveigar sem snemma hringdi við- vörunarbjöllum hjá Agnieszku. Eitt var það að framkvæmdastjórinn Viðar sat alla stjórnarfundi og þar með varð ómögulegt að eiga samtal um störf hans. „Hann tók yfir fundargerðar- skráningu á einhverjum tíma- punkti. Áður var starfsmaður sem skráði hana en svo urðu einhver vandræði í kringum það enda Sól- veig mjög dugleg að eignast óvini. Starfsmanninum var því sparkað út og Viðar tók yfir fundargerðina. Hann ákvað því hvernig allt væri orðað og Sólveig las yfir. Svo fórum við að fá fundargerðirnar seint til samþykkis og það er erfitt að muna hvað gerðist á fundi fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þegar Sólveig svo lagði fram til- lögu að lagabreytingum núna fyrir aðalfund var það til að ná algjörri stjórn. Með tillögunni vildi hún losna við bæði ritara og gjaldkera úr stjórn. Gjaldkeri stjórnar hefur vissulega ekki mikil völd enda félagið jafnframt með bókara en ritari stjórnar þarf að samþykkja allar fundargerðir. Í annarri tillögu lagði Sólveig til að sú skylda ritara væri afnumin en í stað þess myndi formaður undirrita. Þannig væri hún ein með fullkomið vald – sem er stórhættulegt.“ Markmiðið alltaf að stjórna ein Agnieszka segist upphaflega hafa stutt Sólveigu Önnu enda talið hana vilja vinna fyrir láglaunafólk. „En ég á erfitt með að setja fingur á það hvenær þessi undarlega hegð- un hennar byrjar. Mögulega 28 Helgin 30. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.