Fréttablaðið - 30.04.2022, Page 33
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 30. apríl 2022
Dj. flugvél og geimskip stýrir fjöl-
skylduvinnustofu í dag.
starri@frettabladid.is
Fjölskylduvinnustofan Hvernig
hljómar geimurinn? er haldin í
dag, laugardaginn 30. apríl, í Nor-
ræna húsinu undir leiðsögn Stein-
unnar Eldflaugar, sem er betur
þekkt sem dj. f lugvél og geimskip.
Í smiðjunni gefst börnum
kostur á að búa til geimtónlist
með ýmsum hljómborðum/hljóð-
gervlum, sequncerum og effecta-
tækjum, syngja í hljóðnema með
geimveru rödd og prufa virkni í
tölvuleik sem dj. f lugvél og geim-
skip er að búa til þessa dagana.
Litrík ljós munu auk þess gefa
skemmtilega stemningu og þátt-
takendur leika sér saman og skoða
hvað er auðvelt að búa til tónlist
og ferðast um framandi heima
með hugmyndafluginu.
Galdraheimur
Steinunn Eldflaug hefur ferðast
vítt og breytt um heiminn undan-
farin ár og glatt stóra og smáa með
geim-raftónlist sinni. Hún galdrar
fram furðuheim með hljóð-
gervlum, ljósum, söng og dansi á
tónleikum.
Tónlistin blandar saman
áhrifum hvaðanæva að svo úr
verður dansvæn ævintýratónlist.
Vinnustofan stendur yfir frá kl.
13-15 og er aðgangur ókeypis. n
Nánar á nordichouse.is.
Geimtónlist fyrir
káta krakka
Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir er kylfingur og hefur alltaf verið dugleg að hreyfa sig. Hún hefur stundað OsteoStrong undanfarið til að byggja sig upp og er
ákaflega ánægð með árangurinn. Jóhanna Elínborg segir að líkaminn hafi styrkst og henni líði mun betur eftir að hún hóf æfingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Lækkaði forgjöfina í golfi
eftir æfingar hjá OsteoStrong
Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir er mikill golfunnandi og nýtur þess að dansa Zumba.
Hún hefur stundað OsteoStrong síðastliðin ár og náði fljótt að lækka forgjöfina um tvo.
Hún þakkar OsteoStrong hversu kraftmikil og sterk hún fer inn í sumarið. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is