Fréttablaðið - 30.04.2022, Page 40

Fréttablaðið - 30.04.2022, Page 40
Samúelssafnið í Selárdal er umvafið einstakri náttúru- fegurð. Safnið inniheldur líkön, styttur og málverk. Listahátíð Samúels verður haldin þar í lok ágúst. Það er sannarlega eftirminnileg upplifun að heimsækja Samúels­ safnið í Selárdal í Arnarfirði. Safnið heitir í höfuðið á Samúel Jónssyni, sem var stundum kallaður „lista­ maðurinn með barnshjartað“ en hann byggði bæði listasafn og kirkju í dalnum einn síns liðs þar sem hann var búsettur frá árinu 1947 til dauðadags árið 1969. Safnið inniheldur meðal annars líkön af ýmsum þekktum merkis­ byggingum í útlöndum, málverk og ýmsar skemmtilegar styttur af ljónum, selum, sæhesti, önd með unga sína á bakinu og Leifi heppna, svo dæmi séu tekin, segir Kári G. Schram, einn af stofnendum Félags um Listasafn Samúels og formaður þess. „Öll verk Samúels bera honum fagurt vitni og var hann víða þekktur fyrir hæfileika sína sem hann átti í ríkum mæli. Þó er hans hvergi getið í ritum um íslenska listasögu, sem er miður. Við erum því að reyna að lagfæra þá stöðu, meðal annars með útgáfu bókar um líf og list Samúels sem Ólafur Óvenjulegt safn umkringt náttúruperlum Hér má sjá ljónagosbrunn Samúels. Listahátíð Samúels verður haldin 12.-13. ágúst. Þar verður boðið upp á ýmsar uppákomur eins og tónlist, brennu og góðan mat. aðsend/þobergur ólafs J. Engilbertsson, einn stofnenda félagsins er að taka saman og með endurútgáfu á heimildarkvik­ mynd um Samúel sem við gerðum á sínum tíma. Þrátt fyrir það hafa margir Íslendingar og erlendir ferðalangar gert sér leið út í Selár­ dalinn til að líta eigin augum verk hans.“ Listavel gerð líkön Samúel málaði fjölmörg olíumál­ verk og landslagsmyndir sem hann rammaði inn sjálfur í sína útskornu ramma. „Hann setti upp höggmynda­ garð, skar út í tré og gerði einnig líkön, m.a. af Péturskirkjunni í Róm og af indversku musteri en þar studdist hann við myndir úr bókum og póstkort, enda fór hann aldrei til útlanda. Þessi líkön voru listavel gerð úr hundruðum ef ekki þúsundum smáhluta og duldist engum að bak við þessi líkön voru margar vinnustundir, þolinmæði og djúpstæð sköpunargleði.“ Listahátíð haldin í sumar Kári segir safnið ávallt opið fyrir gesti á meðan færð leyfir en mót­ takan og kaffihúsið opni í byrjun júní og séu opin fram í lok ágúst. „Við höldum einnig Listahá­ tíð Samúels annað hvert ár og í ár verður hún haldin með pompi og prakt með góðri dagskrá. Þar verður boðið upp á ýmsar lista­ uppákomur, tónlist, leik, göngur, brennu og extra góðan mat, sem er útbúinn af einum helsta kokki landsins.“ Þekktur víða um heim Kári segir Samúel hafa verið frjóan og skapandi listamann, þótt hann hafi ekki verið viðurkenndur lista­ maður í lifanda lífi af elítunni fyrir sunnan. „Þrátt fyrir það voru verk hans vinsæl og það var oft gest­ kvæmt hjá honum. Verk hans eru sum hver áberandi tákn í kynn­ ingarefni á Vestfjörðum og í ferða­ Samúel Jónsson við ljónagos- brunninn. Kári G. Schram, er einn af stofnendum Félags um Lista- safn Samúels og formaður þess. Brautarholt, safn Samúels, og kirkjan, eru umvafin náttúrufegurð. handbókum, tímaritum og bókum. Vegna aukins ferðamannastraums undanfarin ár hafa ljósmyndir af verkum hans dreifst um allan heim enda vinsælt hjá gestum safnsins að taka þar myndir.“ Einstök náttúra Kaffihúsið og minjagripabúðin við safnið voru opnuð árið 2020. „Í kirkjunni hafa auk þess verið haldnir tónleikar, leiksýningar og gamanmál. Safnbygging Samúels fékk sitt upphaflega hlutverk sem listasafn aftur þegar opnuð var þar fyrsta sýningin sumarið 2020. Í sumar opnum við sýningu um sögu steypuverka Samúels sem Gerhard Koning tók saman. Auk þess býður staðurinn upp á ein­ staka náttúru, fallegt útsýni, hvítar strendur og djúpblátt haf. Og það er mjög sérstök upplifun að dvelja þar,“ segir Kári að lokum. n Nánari upplýsingar má finna á nýjum vef sem verður opnaður í vor, samuelssafn.is, og á Facebook (@Listasafn Samúels). 4 kynningarblað 30. apríl 2022 LAUGARDAGURFerðumst um ísland
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.