Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Apr 2021, Page 2
Siglfirðingablaðið2
SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ
FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS
ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ:
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ
RITSTJÓRI:
Gunnar Trausti
Það fordæmalausa ástand sem verið hefur frá því Covid-19
skall á þjóðinni í byrjun mars 2020 hefur haft mikil áhrif á
félagið okkar og landsmenn alla. Við héldum myndakvöld
í lok feb. 2020 og stuttu síðar skall veirufaraldurinn á.
Síðan þá höfum við þurft að fresta öllum atburðum á
vegum félagsins s.s. Kaffideginum í maí 2020, aðalfundi
sem vera átti í okt. sl. og jólaballinu 2020. Hins vegar
héldum við útgáfu blaðsins okkar óbreyttu og vor- og
haustblað kom út á réttum tíma á árinu 2020 og vorblaðið
2021 sem þú ert nú með í höndunum.
Þegar þetta er skrifað er enn óvissa með bólusetningu
landsmanna og hvenær henni lýkur. Til að tryggja að allir
geti sótt viðburði á vegum félagsins og tryggja fullkomnar
sóttvarnir þá hefur stjórn Siglfirðingafélagsins ákveðið að
fresta Kaffideginum 2021 fram á haust. Í haust, nánar
tilekið 14.okt. 2021 verða liðin 60 ár frá því félagið var
stofnað. Því höfum við ákveðið að halda veglega upp á
afmælið og sameina afmælishátíð og Kaffidaginn 2021.
Fyrirhugað er að halda hátíðina í Grafarvogskirkju
sunnudaginn 17.okt. nk. Unnið er að undirbúningi og
stefnt að messu og skemmtiatriðum. Árgangur ´61 mun
spila stóran þátt í þessum viðburði. Nánar verður tilkynnt
um dagskrána í blaði okkar í haust.
Við viljum fara að öllu með ýtrustu gát og hvetjum alla
félagsmenn að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda.
Þetta ástand mun vonandi klárast á allra næstu misserum
og við hittumst glöð og kát í haust í Grafarvogskirkju.
Stjórn Siglfirðingafélagsins óskar félagsmönnum gleðilegs
sumars. Hittumst heil í haust.
F.h. stjórnar,
Jónas Skúlason, formaður
Forsíða:
Ljósmynd Jóhannesar Þórðarsonar af Sigurði Ásgrímssyni,
Jóni Finni Jóhannessyni og Rafni Erlendssyni.
Réttingaverkstæði
Kaffidegi frestað
til 17.október.
Nánar í haustblaði.
Aðalfundur
haldinn 28.október.
Nánar í haustblaði.
Október
28DAGUR TIL AÐ MUNA
FIMMTUDAGUR
Október
17DAGUR TIL AÐ MUNA
SUNNUDAGUR
Immortelle blómið.
Dýrmætur æskuelixír náttúrunnar
Gullna andlitsolían okkar inniheldur nú hið nýja Immortelle ofurseyði sem unnið er úr
lífrænum Immortelle blómum sem er náttúrulegur valkostur fyrir retínól. Olían hjálpar
sýnilega við að draga úr hrukkum, endurheimtir ljóma húðarinnar og gerir hana silkimjúka.
Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur?
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
aeilíf !