Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2021, Qupperneq 4
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið6 7
börn þeirra Hjálmar og Guðbjörg og um 1960 fluttu
þangað Valtýr Jónasson og Flóra Baldvinsdóttir og börn
þeirra Gunnlaugur (48-73) Jónas (51), Guðrún (58) og
Baldvin (65). Þau bjuggu áður í Túngötu 1 og tilheyrðu
þá Brekkunni.
Neðan við Leyning við Suðurgötuna var Eggertshúsið, þar
sem Eggert Theódórsson bjó með stórri fjölskyldu sinni,
eiginkonunni Elsu og dætrunum sem er ekkert annað
hægt en að kalla kvenskörunga: Siggu Tótu, Lóu, Kollu,
Stínu, Svövu, Sjöbbu og syninum Dúdda. Fyrstu árin bjó í
þessu húsi Kolla Eggerts með æskufélaga mínum Magnúsi
Sævari Viðarssyni (hann lést í bílslysi 1976).
Lóa var gift Guðmundi Gauta Þorláksyni og bjuggu þau á
Hávegi 32. Oft á matartíma mátti heyra þær mæðgur kallast
á svo að um hverfið glumdi. Elsa í glugga Eggertshússins
Suðurgötu 43 og Lóa í eldhúsglugganum á Hávegi 32 og
skiptust á upplýsingum hvor væri með hvað í matinn í því
hádeginu! Líklega um 200 metrar sem aðskildi og ég sé
enn undrunarsvipinn á fólki úr öðrum hverfum sem átti
þarna leið á matartíma.
Theódór gamli var með rollur á húsi ofan og sunnan við
Leyning og ég man að einu sinni varð rosalegt uppistand
þegar hann lógaði gömlum hrúti í miðjum barnaskara. Og
þá var jesúsað sig á bökkunum!
Sennilega hefur Leifi Sigurðar samnýtt túnið með Theódór
Pálssyni og svo Eggerti syni hans síðar.
Á þessum gatnamótum var verslun; mjólkurbúð og
nýlenduvöruverslun og mér er það minnistætt að ég var
sendur í búð að kaupa mjólk, sem kom frá Kúabúinu
að Hóli. Það var kafaldshríð og fólk norpaði þarna fyrir
utan vegna þess að færri komust inn en vildu. Þá allt í
einu breytist hljóðið í mannskapnum og það er einhver
hreyfing við Hafnarhæðina. Og eins og í ævintýri kemur
Sigmar Magnússon út úr kófinu með hestvagn og tvo
stóra mjólkubrúsa á sleða. Hann var klakabrynjaður og
hesturinn líka. En þarna var mjólkin komin.
Eftirminnilegt er á vorin þegar eldri strákar hverfisins,
Björgvin Jóns, Ingvar frændi ofl. fóru með flugvélar, sem
þeir smíðuðu í handavinnu hjá Birgi Schiöth úr krossvið
og gagnsæjum plastpappír, upp á topp og létu þær svífa.
Sumar svifu jafnvel yfir fjörðinn.
Að alast upp á Siglufirði á sjötta og sjöunda áratug þessarar
viðburðaríku síðustu aldar, fæ ég seint þakkað. Að fá að
spranga um fjörur og bryggjur nánast eftirlitslaus og detta í
sjóinn eða blotna ærlega að minnsta kosti einu sinni í viku
eru hlutir sem ég í ellinni vildi ekki hafa misst af. Þó ekki
væri til annars en að segja barnabörnunum sögurnar.
Rauðkutórarnir gnæfa upp úr í minningunni þegar
hugurinn reikar aftur. Þessi stóru mannvirki höfðu að
Á Hverfisgötu 29 bjuggu Björn Sigurðsson, skipstjóri og
kjarnorkukonan Eiríksína og sonarsonur þeirra Sigurður
sprengisérfræðingur Landhelgisgæslunnar, Ásgrímsson,
æskufélagi minn þó tvö ár skildu okkur að í aldri. Á neðri
hæðinni bjuggu þau Hansína og Sveinn Björnsson. Í
næsta húsi nr. 29, sunnan við Sigga bjuggu frændi minn
Jóhannes Þórðarson, yfirlögregluþjónn og Halldóra
kona hans og þeirra börn Jón Finnur (51-04) og Soffía.
Á túninu neðan við hús Jóhannesar á lóðamörkum er
tekin hin fræga mynd af Knattspyrnufélaginu Knettinum.
Sunnar á Hverfisgötu 32 bjó útgerðarmaðurinn Ágrímur
Sigurðsson bróðir Björns skipstjóra og Gerða kona hans.
Þau áttu bara stelpur mun eldri. Eiríksínu, Maju, og Dóru.
Sunnan við Ása í nr. 34 bjó leikfimikennarinn og skíða-
maðurinn Helgi Sveins (margbrotnasti maður Siglu fjarðar
en hann hafði brotnað amk. 12 sinnum í skíða stökki), kona
hans Steinunn Rögg og dæturnar Geirlaug og Guðný, og
á neðri hæðinni Kristján Rögnvaldsson og Lilja Jóelsdóttir
með strákana sína þá Matta, Palla og Jóel (seinna komu
Binna, Kristján og Guðni). Þar neðan við á krossgötum
Hverfisgötu, Suðurgötu og Laugarvegs var Leyningur en
þar bjó Rabbi Erlends síðar trommuleikari Gauta, með
systur sinni Línu og foreldrunum Gunnu Jónatans og Ella.
Jörgensenshúsið stóð á gríðarmikilli lóð norðan við Leyn-
ing. Þar bjó Símstöðvarstjórinn Ottó og sonur hans
Gunnar Jörgensen og kona hans Freyja Árna og börnin
þau Ottó, Árni, Dóra, Guðbjörg og Gunnar.
Á miðju Jónstúni seldi afi lóð undir hús (skráð Hávegur
21) þegar ljóst varð að ekkert yrði af byggingu barnaskóla
á túninu árið 1947. Kaupendur voru Jóhannes Stefánsson
og kona hans Kristín. Þau voru aldrei kölluð annað en Jói
og Stína á Túninu. Eina dóttur áttu þau Erlu sem er fötluð
og heyrði ég þá sögu að afi hefði selt þeim hjónum lóð á
miðju túni til að þau gætu girt dóttur sína af frá hörðum
heimi.
Upp úr 1960 hófst bygging húsa við syðrihluta Hávegs en
Jónstúnið slítur götuna í sundur. Fyrsta húsið Háveg 24
byggði Hólmar Frímannsson sem drukknaði árið 1962 af
Elliða SI 1 og foreldrar hans þau Bogga Ben og Frímann
tóku við og luku við húsið. Næstu hús sunnan við
Háveg 26 byggðu Guðmundur Antonsson (frá Deplum
í Fljótum) og kona hans Árný Jóhannsdóttir (úr Fljótum)
en þeirra synir voru Gunnar, lögregluþjónn, margfaldur
Íslandsmeistari í skíðagöngu og Skarphéðinn, kennari og
liðtækur fimleikamaður. Þar sunnan við, Háveg 28, byggði
Þórhallur Gauti Þorláksson (frá Gautastöðum í Fljótum),
hljómlistarmaður og Erna kona hans (bjuggu áður á
Hverfisgötu 19) með börnum sínum tvíburunum Köllu
og Guðnýju og skólabróður mínum Hjörleifi Þórhallssyni.
Næsta hús Háveg 32 byggðu þeir Guðmundur Gauti
Þorláksson bróðir Þórhalls og Trausti Árnason, kennari.
Næsta hús þar sunnan við nr. 34 byggði Bogi Sigurbjörnsson
ættaður frá Skeiði í Fljótum. Þessi hús gengu undir nafninu
nýju húsin og leikirnir í nýbyggingunum innan um grófa
steypu og hættuleg steypustyrktarjárnin eru enn í fersku
minni.
Þarna neðan við er eldra hús þar sem bjuggu Jóel
Hjálmarsson og kona hans Arnfríður Kristjánsdóttir og
Knattspyrnufélagið Knötturinn. Marteinn Kristjánsson,
Árni Jörgensen, Magnús Sævar Viðarsson, Rafn Erlendsson,
Gunnar Trausti, Páll Kristjánsson, Jón Finnur Jóhannesson,
Soffía Jóhannesdóttir og Sigurður Ásgrímsson.
Lína og Rabbi.
Knattspyrnufélagið Knötturinn
Sem dæmi um barnaskarann í hverfinu var stofnað
knattspyrnufélag sem er á frægri mynd Jóhannesar
Þórðarsonar. Við öttum nokkra keppnisleiki við
Knattspyrnufélagið Vörnina af Brekkunni sem við
kölluðum aldrei annað en Kvenfélagið Vörn. Leikirnir
voru spilaðir á Jónstúni sem þótti nokkuð óslétt og
unnum við þar stórsigur, enda kunnum við á túnið
og áttum meðal annars glæsileg mörk með skotum
úr brekku niður í mark Brekkugutta. Þeir vildu spila
næst á hlutlausum velli og hann fannst uppí Hvann-
eyrarskál og endaði sá leikur sem við vorum að tapa
með því að Matti Kristjáns spyrnti boltanum niður
úr skálinni og alveg niður að Seljalandi!
(Sem er í hverfi Reitsins).
Tvíburarnir Kalla og Guðný og Hjölli bróðir þeirra að leik
að vetrarlagi á Binnu-túni sem þau voru vön að kalla það.
Höfundur greinarinnar veifar kátur til mömmu sinnar.
Fyrir ofan sést í Hverfisgötu 19 þar sem systkinin bjuggu.
Tóti Gautur og Erna. Tóti stofnaði ásamt Guðmundi bróð-
ur sínum Gautlandsbræður sem urðu svo að hinum geysi-
vinsælu Gautum.
Systkinin Silla Sveins og Helgi Sveins oft kennd við
Steinaflatir. Silla var einhver hraðasta síldarsöltunarstúlka
sem um getur. Helgi var skíðamaður, fimleikamaður og leik-
fimikennari.