Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Side 5

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Side 5
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið8 9 úr höndum mér og ég kastaðist í götuna fimm metrum neðar. Handleggsbrotinn og tognaður á löpp horfði ég á eftir minni heittelskuðu Jane sem leit ekki einu sinni við til að sjá Tarsan sinn liggja í skógarrjóðrinu helsærðan fyrir fótum villidýranna. Það var Þóroddur Guðmundsson sem kom apabróður á sjúkrahúsið í öruggar hendur Ólafs læknis þar sem gert var að sárum hans. Jóhannes Þórðarsson yfir lögregluþjónn var yfirvald hverf- isins en hafði með ró lyndisframkomu öll tök á óláta- belgjum. Eitt sinn sátum við nokkrir strákar á lóðinni milli Hverfisgötu 28 og 32 og spjölluðum um heima og geima. Með okkur var Gulli köttur svonefndur sem bjó á Hverfis- götu 21. Stærri strákarnir voru búnir að ná að æsa Gulla upp með stríðni og einelti. Fyrir ofan var verið að mæla fyrir „nýju“ húsunum við Háveg. Áður en nokkur gat blikkað auga var Gulli búinn að ná í rauðröndótt mælispjót og kasta því í hópinn á kvalara sína. Einhver hrópar aðvörunaróp og við náum að forða okkur frá spjótinu, sem fer gegnum hópinn og hafnar í kjallaraglugga Halldóru og herra Jóhannesar yfirlögregluþjóns. Ekki nóg með það heldur stakkst spjótið á kaf í þvottavél sem var í gangi og sú þvoði ei meir í þessu lífi! Þetta var alveg ótrúleg uppákoma og allur strákaskarinn beið ekki boðanna heldur forðaði sér á handahlaupum í ofboði. En Ingvar frændi minn segir mér að Halldóra hafi haft á orði ef einhver læti urðu: „Eru þetta ekki bara Ingvar og Ómar sem standa fyrir þessu?“ En Ómar Landmark var vinur Ingvars og bjó í svokölluðu Landmarkshúsi við Hafnargötu. Ritstjóri varpaði þeirri hugmynd fram fyrir nokkru að svo kallaðir sneiðingar sem voru stígar sem síldarkerlingar af bökkunum höfðu gert í óteljandi ferðum sínum á plönin yrðu látnir heita í höfuðið á þessum sómakonum Pöllu- mestu lokið þætti sínum í síldarævintýrinu mikla. En öðluðust nýtt hlutverk þegar einhverjum guttanum hug- kvæmd ist að binda kaðal efst og yst á tórinn þar sem hann gnæfði út yfir sjóinn. Ný íþrótt varð til á Siglufirði. Rauðkutórs sveiflan. Eflaust hafa kaðlar áður verið hengdir á staura og jafnvel aðra tóra á Siglufirði og ég minnist þess að Heiðar Ástvaldsson sagði mér frá því þegar að hann fór í sjóinn á kaðli á tór á SR-bryggjunni íklæddur ljósum frakka með Týrólahatt á hausnum. Í reikulu minni mínu hef ég óbilaandi trú á að hafa séð myndir af danskennaranum hugumprúða svamla í grútnum við Ríkisbryggjurnar og Týrólahatturinn flýtur hjá (ef einhver á slíkar myndir er það skylda hans við Íslandssöguna að reiða þær fram!). En í mínum huga ber Rauðkutórskaðallinn af þeim öllum! Af kaðlasprangi mínu er það að segja að ég man fyrst eftir mér hangandi í kaðli í staur við Hafnargötuna fyrir neðan hús Jörgens Hólm og Jóhanns Garibalda. Kaðallinn stóð það neðarlega í bakkanum að sveiflan varð aldrei stór né mikil. Þá er mér mjög eftirminnilegur kaðall sem hengdur hafði verið á staur sem var staðsettur í bakkanum fyrir neðan Möllershúsið svokallaða og lýsti upp Snorragötuna milli Roaldsbraggans og pakkhúss KEA-plansins. Þarna var ég að spranga ásamt vinum mínum tveimur, æsingalaust og skiptumst við bróðurlega á kaðlinum. Allt í einu sjáum við útundan okkur hvar mín sætasta skólasystir kemur með barnavagn labbandi í góða veðrinu. Þá er eins og við manninn mælt að allt verður vitlaust í spranginu. Baráttan um hver ætti að vera í Tarsan-sveiflunni þegar HÚN gengi hjá hófst. Lætin voru svo mikil að við andskotuðumst allir eina sveiflu á mettíma en tókum þá eftir því að hún hafði stoppað til að huga að barninu og ruglaði það okkur í ríminu. Mér fannst það liggja í augum uppi að ég ætti að vera í sveiflunni þegar hún gengi fram hjá. Hún var jú skólasystir MÍN. Hinir andskotarnir höfðu lag á því að vera óratíma í sínum sveiflum að því að mér fannst. Í þann mund sem hún gengur hjá ríf ég kaðalinn úr höndum þess er var að koma á kaðlinum, hleyp hann nánast niður og kasta mér á flugið. Takið sem ég hafði á hnútunum var ekki mikið þannig að kaðallinn skrapp Skriðukrakkar. Aftari röð: Magnús Jónsson(´52), Hrafn- hildur Jónsdóttir(´55), Þorsteinn Guðmundsson (´53), Gunnar Trausti (´53) Neðri röð: Aðalbergur Snorri - Patti (´54), Guðmundur Ragnarsson (´53), Hjálmar Jónsson (´50) og Björgvin Sveinn Jónsson (´51) Pétur Pálsson, Eggert Theódórsson og Alli tengda- sonur Eggerts dytta að Versluninni og Mjólkurbúðinni. Skriðan 19. ágúst 1933, Fífladalagil Skriður: „Aurskriða féll niður sunnan við Búðarhólana, ofan við Skriðuhverfið”. Að öllum líkindum hefur hlaupið úr Fífladalagili. Tjón/atburðarás: „Klukkan 13 í dag (19.08.) féll aur- skriða sunnan við Búðarhólana hér í bænum og fram í sjó. Bar hún aur og möl umhverfis allmörg hús og rann inn í kjallara á tveimur stöðum og eitt sjóhúsanna neðan við bakkann, en olli engum stórskemmdum”. „Rigningar miklar gengu síðastliðna viku (17.-20. ág.) og meiri en vanalegt er hér á þessum tíma. Kuldi var ekki mikill og snjóaði aðeins efst í fjöll. Lækir og ár beljuðu fram, og það sumstaðar þar sem engra lækja var von og þeir aldrei hafa sést áður. Aurskriða allmikil hljóp niður eftir gilinu fyrir ofan Skriðuhverfið, og alla leið niður fyrir bakka. Lá við að hún færi inn í sum af húsunum, er næst voru leið hennar, stóðu menn viðbúnir er hún fór fram hjá til þess að stemma stigu fyrir skemmdum af völdum hennar” Höfundur í sætri sveiflu á Rauðkutórs- kaðlinum. Grínistarnir og prakkararnir Eggert Theódórsson og Þór- oddur Guðmundsson þingmaður Sósíalistaflokksins. Þegar mest gekk á í Sovétríkjunum sálugu gerði Eggert sér að leik að boða neyðarfund heima hjá Þóroddi og fylgdist svo með kommunum hraða sér með öndina í hálsinum inn Laugar- veginn. Hér kemur Kristján Möller svífandi inn til lendingar á Rauðkubryggju, yfir þá Magga Viðars og Jóhann Skarp, Gunnar Trausti og nafni hans Júlíusson, Sturlaugur Krist- jánsson, bræðurnir Björn og Jón Baldvin Hannessynir ásamt Guðmundi Konráðssyni og Steini litli bíða átekta. Svokallaður Sneiðingur ofan við söltunarstöð KEA. Mynd- aðist í bakkanum þegar síldarkerlingar styttu sér leið í sölt- un. Ofar sér í Möllershúsið og hús Valgerðar Halldórs, einnig í hús Árna og Láru Stefáns. Teikning Braga Magnúss onar úr bókinni Húsin í bænum. Útg. 20. maí 2018.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.