Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Apr 2021, Page 6
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið10 11
Haugarnir-Svartiskúrinn
Beint niður af Vennastíg var Svartiskúrinn þar sem
ungir drengir kynntust fyrst reykingum og sumir fengu
forsmekkinn að kynlífi. Þar suðuraf voru öskuhaugarnir;
þar sem bál logaði í rusli Siglfirðinga öll mín æskuár. Þetta
var mikið ævintýraland og við Steini Villi æskufélagi minn
nánast bjuggum þarna lungann af okkar bernskuárum.
Þarna var ný höfn í mótun og járnþil mikið hafði verið
rekið niður. Við enda þess nærri svartaskúrnum myndaðist
mikið sog sem var hættulegt. Þarna var nærri farið illa þegar
Guðjón Björnsson, Bubba löggu var nærri drukknaður
en snarræði Ásgeirs Björnssonar í Versló sem hljóp á
sokkaleistunum og kastaði sér á eftir Gauja og bjargaði.
Annar drengur var hætt kominn þarna á sama stað; Gústaf
Daníelsson en Siggi Söru, Sæi Bubba og Kiddi Rögnvalds
náðu að bjarga honum og blása í hann lífi
Knattspyrnufélagið Knötturinn
Sem dæmi um barnaskarann í hverfinu var stofnað
knattspyrnufélag sem er á frægri mynd Jóhannesar
Þórðar sonar. Við öttum nokkra keppnisleiki við
Knattspyrnufélagið Vörnina af Brekkunni sem við kölluð-
um aldrei annað en Kvenfélagið Vörn. Leikirnir voru spil-
aðir á Jónstúni sem þótti nokkuð óslétt og unnum við
þar stórsigur, enda kunnum við á túnið og áttum meðal
annars glæsileg mörk með skotum úr brekku niður í mark
Brekkugutta. Þeir vildu spila næst á hlutlausum velli og
hann fannst uppí Hvanneyrarskál og endaði sá leikur sem
við vorum að tapa með því að Matti Kristjáns spyrnti
boltanum niður úr skálinni og alveg niður að Seljalandi!
(Sem er í hverfi Reitsins).
Bílstjórarnir
Nágranni minn á Suðurgötunni var Árni Björns,
vörubílstjóri. Mikið sport var að fá að sitja í hjá Árna
þegar hann ók síldartunnum um borð í flutningaskip
til útflutnings ástimpluðum Iceland Cut Herring
Siglufjordur og fluttu frægð höfuðstaðar síldarinnar um
allan heim. Synd var að menn skyldu ekki kveikja á því að
skrásetja hinn heimsfræga Siglufjörð og Íslandssíldina sem
vörumerki!
Annar vörubílstjóri F-10 var í hverfinu Einar Hermannsson,
sem gegndi gælunafninu Vippi sakir liðleika og snerpu.
Einar bjó á neðri hæð Skarðdalshússins við Hverfisgötu 16.
Vilberg pabbi Jonna skíðakappa var einnig vörubílstjóri og
svo var það Palli Magg sem bjó sunnan við Prentsmiðjuna
og átti vörubíl.
Tveir útgerðarmenn voru í hverfinu; Jón í Hrímni og Ási
Sigurðar. Ási átti alltaf flotta bíla þar á meðal rússneska
stígur og Díustígur og svo nokkru norðar Sillu stígur eftir
þeirri allra harðskeyttustu og hröðustu í síldarsöltuninni
Sigurlaugu Sveinsdóttur. Að ógleymdum Vennastígnum
sem var náttúrulega gata í höfuðið á Vernharði Karlssyni
sem bjó við Laugarveg faðir Jóhönnu og Möggu ofl. en þá
er ég náttúrulega komin á yfirráða svæði Jónu Möller sem
sér um næstu grein um Suðrá bakkakrakka.
Merkilegt hvað þessum ættum Konnanna, Venn anna- og
Hafliðafólksins tókst að afmarka sér svæði. Svo tengdist
þetta fólk innbyrðis og gaman að segja frá þeirri “þjóðsögu”
að í einhverjum kosningum talaði einhver komminn
óvarlega um eitthvað mál efni sem Konnum, Vennum og
Hafliðafólkinu var kært; það skipti engum togum að öll
atkvæði klansins færðust yfir á Íhaldið og Björn Jónasson,
mágur minn komst inn í bæjarstjórnina!
Á vetrum var kafsnjór og ófærð í bænum og krakkar
á skíðum, skautum og sleð um.
Að alast upp í síldarbænum Siglufirði var himneskt. Frá
fjallstoppum og að fjörunni, sem var náttúrulega engin
fjara; heldur bryggjur. Bryggjur sem með hækkandi sól
urðu auðar fyrstar allra leiksvæða þegar að snjórinn bráðn-
aði niðrum gisið timburdekkið.
Plönin lágu frá Bakka í norðri að því sem í suðri var í
daglegu tali kallað öskuhaugar eða stytt í Haugarnir.
Á Haugunum eyddum við Steini Villi vinur minn heilu og
hálfu dögunum. Við grömsuðum þarna í drasl inu fundum
tómar flöskur, stilltum þeim upp í sandinn og stútuðum
þeim á færi með grjóti. Vorum orðnir mjög leiknir í þessu
og handsterkir, Skutum fast og vorum hittnir. Mikið
var af villiköttum á Haugunum og eitt skiptið fundum
við kettlinga. Við fórum með þá heim en þorðum ekki
annað en að fara fjallið því að Venni, ættarhöfðinginn var
nokkurskonar verndari Hauganna.
Einn vetrardag vorum við Steini Villi að leik á Lindar-
götunni ofan við heimili Steina. Ber þá að Jón Vídalín
nágranna okkar og af honum nokkur kaup staða lykt.
Hann spyr hvað við séum að brasa og við segjum honum
að við séum nú bara að skjóta snjókúlum í áttina að
Sunnubragganum.
Þá dregur hann í efa að við getum þetta og segist hann gefa
okkur 100 kall ef við náum að hitta braggann. Fjar lægðin
hefur verið um 50 metrar.
Við stillum okkur upp og skjótum snjóboltum í átt að
bragganum. Eftir 5 sekúnd ur eru úrslitin ráðin. Það heyrist
brothljóð. Við erum 100 kr. ríkari!
Nema hvað Jón Vídalín verður hinn versti og hótar að
berja okkur ótuktirnar og síðan að ná að ná í Braga löggu
sem bjó þarna steinsnar frá.
Við létum okkur hverfa með hraði út í nóttina.
Suðrábakkaguttar. Gunnar Trausti, Hjalli Jóns, Doddi
Gerðu, Siggi Ásgríms og Steini Kára af Hávegi.
Ólafur Ragnarsson verðandi fréttamaður á sjónvarpinu
tekur kvikmynd og strákar hópast að.
Þám. Eiríkur Baldursson og Þorsteinn V. Pétursson.
Venni og Mundi Konn.
Horfinn heimur. Svarti skúrinn. Bragginn við Syðsta planið.
Stórhýsið Bein fjærst! Mynd frá Steingrími Kristins.
Hér má sjá Val Johansen
í stökki á trampolini með
fimleikaflokki Helga
Sveinssonar. Standandi
eru Einar Hermanns,
Skarphéðinn
Guðmunds,
Steini Garðars
og Nonni Fönsu.