Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr 2021, Qupperneq 10
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið18 19
Mörg eru nöfnin sem minningin geymir;
mæra þau hjarta og sál.
Hérna í dag fram í hugana streymir
hlýjust þökkin, við ljóðsins mál.
Bryggjurnar stórar og brakkarnir risu,
birtust svo möstur og tröf.
Þar var hann Bakkevig, þar var hann Gunnar
og þar var hann Skafti á Nöf.
(Sig. Ægisson)
Heiðar Ástvaldsson fyrrum formaður Siglfirðinga-
félagsins er látinn, 84 ára að aldri. Heiðar ólst upp á
Siglufirði í Síldarævintýrinu mikla um miðja síðustu
öld. Eftir nám í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar fór hann
í Verslunarskóla Íslands og hóf síðar nám í lögfræði
við HÍ. Dans og danskennsla varð síðar hans ævistarf
og starfrækti hann Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar
í 40 ár.
Heiðar var eins og farfuglarnir á haustin á Sigló –
far fuglarnir fóru en Heiðar kom til að kenna dans
og þá voru allir árgangar drifnir í danskennslu í 2-3
vikur - ekkert annað kom til greina þó dansmenntin
hafi ekki hentað öllum! Þarna var Heiðar í essinu
sínu – krakkarnir drifnir í dans á daginn og stundum
foreldrarnir og „fullorðnir krakkar“ á kvöldin.
Hann sagði oft að danskennsla ætti að vera skyldufag í
grunnskóla – dans væri íþrótt og öllum íþróttum betri;
dans væri samstarf og samskipti kynja og dans kenndi
fólki að bera virðingu fyrir hverju öðru.
Öll kynntumst við honum í dansnámi á Siglufirði
og síðar vorum við sum hver með honum í stjórn
Siglfirðingafélagsins. Heiðar var formaður Siglfirðinga-
félagsins í 10 ár, 1981 – 1991. Hann lét sig mikið varða
starfsemi félagsins og hann mætti á allflesta viðburði
félagins alveg til hins síðasta. Hann var hvetjandi um
starfsemi félagsins – „krakkar mínir – það vantar að
halda fleiri böll hjá félaginu“ sagði hann oft hin síðari ár
á aðalfundum félagsins og hló við og fannst dansmennt
félagsmanna hafa hrakað! Hann vildi ekkert partístand
en að menn kæmu saman, dönsuðu og glöddu hvern
annan og ekki væri verra að segja gamlar góðar sögur
úr Síldarbænum. Þannig var Heiðar, mikill húmoristi,
alltaf ungur í anda og alveg einstaklega skemmtilegur
vinur og vildi ætíð gleðja aðra.
Með Heiðari er genginn ákaflega öflugur og ráðagóður
vinur og sannur Siglfirðingur.
Að leiðarlokum þökkum við Heiðari fórnfúst starf og
ómetanlegt framlag hans til Siglfirðingafélagsins og
fyrir framlag hans til Siglufjarðar. Hans verður sárt
saknað.
Fyrir hönd Siglfirðingafélagsins sendum við fjölskyldu
Heiðars innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Heiðars R Ástvaldssonar.
Guðmundur Stefán Jónsson
Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Jónas Skúlason
Rakel F Björnsdóttir
HEIÐAR ÁSTVALDSSON,
KVEÐJA
Vetrarmein
Ragnars Jónassonar
er á toppnum
í Ástralíu og Kanada
á Amazon Kindle!
Listasafn Fjallabyggðar opnar heimasíðu.
Bergþór Morthens nýkjörinn bæjarlistamaður Fjalla-
byggðar opnaði formlega heimasíðu Listasafns Fjalla-
byggðar þann 15. apríl sl. Slóðin á heimasíðuna er;
listasafn.fjallabyggd.is
Ákall - Björgum Siglunesi.
Lagt fram erindi Átakshóps til varnar áframhaldandi land-
broti á Siglunesi við Siglufjörð, dags. 5. október. Nefndin
tekur undir áhyggjur átakshópsins af landbroti á Siglunesi
og þeim breytingum sem það gæti haft í för mér sér á sjólag
og öldugang í Siglufirði. Einnig er tekið undir áhyggjur
af þeim menningarverðmætum sem þar eru í hættu vegna
landbrots.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið, í samvinnu við land-
eigendur, sæki um framlag til sjóvarna vegna landbrots til
Vegagerðarinnar. Þar sem Fjallabyggð er ekki landeigandi
á Siglunesi er það álit nefndarinnar að ekki eigi að falla
kostnaður á sveitarfélagið vegna framkvæmdarinnar.
(Ályktun Skipulags og umhverfisnefndar
Útkoma þessa var 39 síðna skýrsla frá samgönguráðuneytinu
sem ber nafnið: Siglufjörður - Mat á öldufari við niðurbroti
á Siglunesi.
Heildarniðurstaðan er sú, að mati höfundanna, að niður-
brot Sigluness hefur mun minni áhrif en búast hefði mátt
við. Grundvöllur þessarar niðurstöðu er að áfram verði
neðansjávarhryggur með grynningum þar sem Siglunesið
er nú. Því þarf að fylgjast með niðurbrotinu, ekki bara
ofansjávar heldur ekki síður neðansjávar.
Í skýrslunni hafa niðurstöður öldufarsreikninga verið
túlkaðar með tilliti til hreyfinga skipa við hafnarkanta.
Ekki hefur verið lagt mat á aukna flóðahættu vegna hærri
öldu inn á eyrina. Það þarf að gera í sérstakri skoðun.
Flóð á Siglufirði. séð út Lækjargötu, Blöndalshúsið áber-
andi -1934 – Aðfaranótt fyrsta vetrardags, 27. október,
gekk mikið sjávarflóð og brim meðfram öllu Norðurlandi
og olli miklu tjóni. Einna mest tjón varð á Siglufirði.
Sjávarflóðið var svo mikið að flæddi yfir nærri því alla
eyrina.
Gekk sjórinn inn í fjölda húsa svo fólk varð að flýja
heimili sín í dauðans ofboði,\” segir í Morgunblaðinu
28. október. Svo hátt var flóðið að á Lækjargötunni var
vatnið mittisdjúpt. Í sumum húsum varð vatnið svo hátt
að rúmstæði flutu upp, segir í Einherja 2. nóvember.”
Á Siglunesi tók sjórinn alla báta, sem þar voru, braut
nokkur hús og eyðilagði vergögn.” Aðrar heimildir herma
að sjór hafi fallið yfir Siglunes og ekki munað miklu að
bryti að fullu burt eiðið þar sem nesið er lægst. Þá brotnaði
einnig norðan af strönd nessins og vestan af því.
Siglunes við Siglufjörð.
Lækjargatan 1934.
Þá var Siglunesið
um 30 m breiðara
en nú til dags.
SIGLFIRSK
FRÉTTASKOT