Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Síða 13

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 2021, Síða 13
Siglfirðingablaðið Siglfirðingablaðið24 25 Svipmynd: Sólrún Jónsdóttir Ég heiti Sólrún Helga Jónsdóttir fædd í apríl 1965. Á tvo syni, Davíð fæddur 1988 og Jón Ragnar fæddur 1998 pabbi þeirra Sigurður Oddur er systursonur Hjalta og Svenna Björns, sonur Rósu Björnsdóttur. Fædd á sjúkrahúsinu á Siglufirði og kom eins og sprengja í heiminn sagði mamma. Enda er ég oft kölluð skellibjalla hahaha. Dóttir Elingunnar Birgisdóttur (Ellý) og Jóns Þorsteins- sonar. Ég ólst upp á Siglufirði ásamt 5 öðrum systkinum stórum og smáum. Kláraði þar grunnskóla og vann með skóla í Ísafold og fengum við stelpurnar í árganginum að taka þátt í útskipun eitt árið þar sem alltaf var verið að kalla strákana í árganginum í vinnu og fengu þeir oft að fara úr skóla til að vinna og þótti okkur það frekar ósanngjarnt svo við frekjuðumst til að fá að vera með og gáfum strákunum ekkert eftir hahaha og í bíóinu hjá Oddi Thor við að þrífa salinn eftir sýningar ísklessur um alla rauðu bekkina og upp um allt svið sælla minninga og pússa silfur fyrir Guðrúnu í fínu penthouse íbúðinni þeirra Odds í bankahús- inu. Það var sko spennandi og mikil upphefð ☺ Við vinkonur nar höfðum ald rei séð svona mikið af silfurborð búnaði. Fór svo að vinna ýmis störf þar s.s. fiskvinnslu í Ísafold og Ramma, Sigló Síld og í eldhúsinu á Sjúkrahúinu hjá frú Jóhönnu Venna, Biddu, Gunnu Friðriks, og Mörtu Það var skemmtilegur tími og margt sem ég lærði þar eins og að búa til hinn alræmda hræring sem mér fannst þær vera að pína ofaní gamla fólkið en þær fullyrtu að þeim þætti það lostæti sem ég var ekki að skilja. (Hrollur) Þeyta rjóma „rétt“ Jóhanna alltaf svo flott og vel til höfð með neglurnar óaðfinnanlegar. Bidda svo skemmtileg alltaf, með sígarettuna og og nikotíntyggjóið í einu hahaha. Gunna Friðriks eins og amma mín átti í mér hvert bein og Marta alltaf svo kvikk og yndisleg. Billanum hjá Gumma og Lilju svo eitthvað sé nefnt. Flutti suður til Reykjavíkur 17 ára og fór að vinna á Veitingastaðnum Horninu. Flutti svo 19 ára til Vestmannaeyja að vinna á Skútanum veitingastað, frábær tími. Stoppaði þar í 2 ár og þá var flökkueðlið komið í mig aftur, fór aftur í borgina og vann í Skíðaskálanum í Hveradölum smá tíma og fór svo aftur á Sigló og á þeim tíma kynnist ég mínum fyrrverandi, föður drengjanna minna, eignast Davíð og flyt suður þegar hann er nokkra mánaða. Vann um tíma í Innheimtunni hjá Pósti og síma eins og það hét þá og fór síðan að vinna á leikskóla og loddi það að mestu við mig þar til ég fór í HR og tók þar frumgreinanám og fór að vinna hjá dk hugbúnaði sem móttökuritari og múltítaskari með meiru. Ég er búin að vera þar síðastliðin 7 ár og líkar mjög vel. Við fjölskyldan skruppum til Danmerkur í 5 ár í milli- tíðinni þar sem bóndinn fór í háskólanám og ég að vinna á skóladagheimili, drengirnir í skóla og leikskóla og allir að tala dönsku með hreim og alles. Bjuggum í Sönderborg sem er alveg yndislegur háskólabær og þar var virkilega gott að búa og eignaðist ég mjög góða vini þar fyrir lífstíð. Hefði ekki viljað missa af þeirri reynslu. Í höfuðið á hverjum heitir þú? Það er svolítið skemmtileg saga.  Þegar mamma var lítil stelpa að leika sér við Kornsá í Vatnsdal hjá foreldrum Bigga Run afa þá lék hún sér oft við „Álfastelpu“ sem hét Sólrún og lét mömmu lofa sér að ef hún eignaðist einhverntíman stúlku að skíra hana í höfuðið á sér ☺ Maki? Ófundinn! en veit hann er fjallmyndar- legur (víkingur) mikill húmoristi, mold ríkur og súper rómantískur er barngóður og langar í fallhlífastökk með mér og ferðast um Ítalíu. Bifreið? Honda Jazz, rauður sjálfskiptur og yndislega þýður. Fyrsti bíllinn? Mazda 323 rauður. Fallegasta land sem þú hefur ferðast til? Hmmm... erfitt að svara þessu Ísland er auðvitað alltaf fallegast en Þýskaland finnst mér mjög fallegt land, hef ferðast mikið þar en á eftir að fara til fallegasta landsins Ítalíu sem ég er búin að vera á leiðinni til lengi en um leið og Covid er búið er ég farin. Arrivederci.  Mesta gleði í lífinu? Drengirnir mínir alltaf.  Mestu vonbrigði í lífinu? Æiii þau eru nú orðin ansi mörg á lífsleiðinni en svona nærtækast væri sennilega þegar ég fótbrotnaði mjög illa 2018 hægra hnéð alveg í tætlur og verður aldrei eins. Liðskiptaaðgerð framundan og stuð, þurfti að hætta í ræktinni sem ég var komin í svo góða rútínu með og að ganga á fjöll sem ég var búin að vera gera í nokkur ár og naut mjög mikið og til að kóróna það bý ég á 4 hæð í lyftulausu húsi og að þurfa hverfa svo lengi frá vinnu sem ég elska var mjög erfitt. Þetta var ekki óskastaðan hjá mér en shit happens! Besta bók? Þessi er erfið, hef lesið svo margar góðar bækur en þessi situr alltaf í mér, Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.  Besta plata? Ohh það var sko fyrsta platan sem ég keypti mér og spilaði endalaust, Rumours með Fleetwood Mac. Ætlaði sko að verða Stevie Nicks þegar ég yrði stór en varð svo aldrei stór! Hvað myndir þú gera ef þú yrðir ósýnileg einn dag? Hahahaha góð spurning? Ég mundi líklegast vera súperhetja og bjarga öllum vansælum börnum úr vondum skaðandi aðstæðum svona eins og Kengúrumamma hoppandi á milli með stóran kærleikspoka framan á mér. Áhugamál? Gera upp gamla hluti, húsgögn, mála, skapa ehv nýtt úr gömlu, vera úti í náttúrunni, ferðast lesa góðar bækur og glápa á tv ef það telst til áhuga- mála. Helsti veikleiki? Úúú þeir eru nokkrir en sennilega er það meðvirkni sem hefur haft mikil og neikvæð áhrif á líf mitt lengi og er erfitt að losna frá. En hef nú samt lagast helling.  Helsti kostur? Þrautseigja/glaðlyndi, hefur fleytt mér yfir nokkrar hæðirnir í gegnum lífið. Svo er ég nokkuð góð í að multi- taska, sem kemur sér mjög vel í mínu starfi. Uppáhaldsmatur? Elska mat og sérstaklega gamla góða frá mömmu ☺ En einn fiskréttur sem ég elda stundum og hef með steikta banana, rosa gott. Elska fisk enda vel upp alin þar. Uppáhaldsdrykkur Kaffi með mjólk (Fjólublár Nespresso) og vatn Uppáhaldsfréttamiðill? Mbl.is Uppáhaldshljómsveit? Held ég verði að segja Queen að öllum öðrum ólöstuðum. Versti matur? Hákarl og allur súrsaður matur 🙁 Uppáhaldstónlist? Er nánast alæta á tónlist enda mikið músíkfólk í minni ætt. Og við Jóna Bára æskuvinkona vorum svo heppnar að fá að laga til í herberginu hans Finna Hauks stóra bróður hennar þegar hann fór út á sjó og þar sátum við margar stundir og hlustuðum á fullorðins tónlist eins og Dr. Hook, 10CC og allar þessar frábæru hljóm- sveitir þess tíma. Svo allt sem sonur minn Jón (Möller) hefur samið og sungið, hann er ansi lunkinn og hefur kennt mér að meta rapp og svoleiðis tónlist sem ég hélt ég mundi aldrei kunna að meta. Uppáhaldsíþróttamaður? Hmmm.. enginn sérstakur í dag en hélt mikið uppá fimleikadrottninguna Nadiu Comaneci þegar ég var ung- lingur.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.